Heima er bezt - 01.04.1955, Qupperneq 3

Heima er bezt - 01.04.1955, Qupperneq 3
Nr. 4 Heima er bezt 99 Bjarni Sigurðsson: Ferð til Akureyrar frá Fáskrúðsfirði og heim aftur Það var árið 1899 um sumar- málin, að ég lagði af stað með strandferðaskipinu Hólum til Ak- ureyrar. Tilgangur ferðarinnar var sá, að reyna að hafa áhrif á það, að mér yrði byggður sá hluti úr jörðinni Vattarnesi, sem tengdíifaðir minn, Eiríkur Þórð- arson, bjó á, en hann vildi segja jörðinni lausri, ef hann ætti það víst, að ég fengi ábúðarréttinn. Þess vegna fór ég til Akureyrar til þess að finna amtmanninn yfir Norður- og Austuramtinu, sem þá var Páll Briem, til þess að freista þess, hvort ekki mundi hægt að fá hann til þess að lofa mér ábúð jarðarinnar. Þar sem amtmaður hafði aðal veitinga- valdið á umboðsjörðunum í sinni hendi, töldum við öruggt, að bending frá hans hendi til um- boðsmannsins mundi alveg nægja. Og ferðin var nú gerð til Akureyrar eingöngu til þess að freista, hvort mér tækist ekki að hafa áhrif á þennan háa emb- ættismann í þessa átt. Mikið þótti mér nú liggja við, því ég hafði álit á jörðinni, og óskaði þá einskis framar, en mér gæfist kostur á að sýna, hvað ég dygði til, en var þá ungur og fullur af fjöri og áhuga. Taldi ég víst, að munnlegt loforð í þessa átt frá amtmanni væri eins mikils virði eins og þótt það væri skjalfest. Ég bað nú tengdaföður minn að skrifa amtmanni hér að lútandi, skýra honum frá öllum mála- vöxtum og óska þess, að ég fengi jörðina. Jafnframt var tekið fram í bréfinu, að munnlegt svar amtmanns til mln yrði álit- ið fullnægjandi. Ennfremur var þessi óvenjulega aðferð að sækja um jörð á þennan hátt, afsökuð með þeirri hættu, sem af því stafaði fyrir okkur tengdafeðg- ana, ef jörðinni yrði sagt lausri og svo skyldi fara, að óviðkom- andi maður hlyti ábúð hennar. Það var nú reynt að búa bréfið vel út, vanda það eftir því, sem við höfðum vit á og gæta allrar kurteisi. Og gleymt var heldur ekki þeirri virðingu og undir- gefni, sem varlegra þótti á þeim tímum að sýna mönnum í svo hárri stöðu. Jafnframt þessu bjó ég mig út með vottorðum frá sóknarprest- inum, séra Jónasi prófasti Hall- grímssyni á Kolfreyjustað, og sömuleiðis átti ég von á slíkum meðmælum frá sýslumanninum í Suður-Múlasýslu, Axel V. Tulini- us, sem ég ætlaði að taka á leið- inni norður. Þau meðmæli þóttu mér svo mikils virði, að ég taldi þau mundu ríða baggamuninn um það, hvort ferð mín heppnað- ist, því auk þess sem þau voru frá mikilsvirtum, háttsettum emb- ættismanni, var mér kunnugt um, að hann og amtmaður voru prívatvinir. Ég lagði því á stað mjög vong'óður, en með farareyri af skornum skammti. Þess vegna tók ég mér far á öðru farrými og lifði að mestu á skrínukosti. Þegar til Eskifjarðar kom, lagðist skipið úti á höfninni, en ekki við hafskipabryggju. Þetta var snemma morguns og skip- stjórinn kvaðst ekki standa lengi við. Ég flýtti mér í land og hljóp beint til sýslumannsins. Hann var ekki kominn á fætur og nú vandaðist málið. Ég taldi þýð- ingarlaust að fara norður til Ak- ureyrar, nema ég fengi meðmæli hans til amtmanns. Þessvegna réðist ég í að biðja um að vekja hann og lét segja honum, að skip ið væri á förum og mér riði mik- ið á að fá afgreiðslu. Og vegna þess, að hann var bæði greiðvik- inn og góðviljaður, fór hann strax á fætur og gaf mér ágæt meðmæli. Ég þakkaði í snatri, rauk á stað, dauðhræddur um að verða þarna strandaglópur, og hljóp í spretti ofan að sjónum. Þá byrjaði skipið að hafa upp akkerið. Ég bað strax 2 menn að skjóta mér á bát út í skipið, sem var skammt frá landi, en þeir færðust undan. Nú leizt mér ekki á blikuna. Ég tók þá upp 3 krón- ur og rétti þeim. Meira þurfti ekki. Þeir brugðu nú undir eins við og fluttu mig út í skipið, en svo naumt var þetta, að skips- menn voru búnir að draga upp aðalstigann og skipið var við það að fara á skrið, er ég kom að skipshliðinni. Var nú látinn síga niður kaðalstigi, svo að ég kæm- ist um borð. Ég varð alls hugar fe^ginn, því aldrei hef ég verið eins nálægt því að verða stranda- glópur eins og þarna. Þegar til Seyðisfjarðar kom, bættust í farþegahópinn nokkrir menn, karlar og konur. Meðal þeirra var Skafti Jósefsson rit- stjóri, sem var á fyrsta farrými, og Stefán Steinholt kaupm. og Erlendur Erlendsson skósmiður, sem urðu félagar mínir á öðru farrými og urðum við mestu mát- ar. Annars var ég kunnugur Skafta ritstjóra og sat oft á fyrsta farrými, þótt ég ætti þar ekki heima, og spilaði við hann og fleiri Lomber. Nú var haldið til Vopnafjarðar. Þangað komum við á sumardag- inn fyrsta, fyrri hluta dags. Þar var legið allan daginn til kvölds og allir farþegarnir fóru í land að skemmta sér og njóta dagsins, sem við töldum hátíðisdag. Veðr- ið var yndislegt og á öllum lá vel. Sá var þó gallinn á, að því er mig snerti, að þar þekkti ég engan mann. En ég hafði meðferðis bréf til Vigfúsar Sigfússonar, sem seinna varð veitingamaður á Hótel Akureyri, frá tengdasyni hans, Olgeiri Friðgeirssyni verzl- unarstjóra, sem lagði ríkt á um

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.