Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 5
Nr. 4
101
veru varð ég þarna eins og mús
undir fjalaketti. Mig brast and-
legan þrótt til þess að mæta svo
miklum andans manni, og hafði
af litlu að miðla. Hið eldlega fjör
skáldsins, hugmyndaflugið og til-
þrifin, furðu snarlegar sveiflur í
framsetningunni og hálfar vísur
á milli, lyfti sál minni upp og
hreif mig, en í fórum mínum átti
ég ekkert til, sem líktist þessu
eða gæti hrifið skáldið. Samræð-
an okkar á milli, sem ekki varð
löng, því hann var þar veitand-
inn og ég þiggjandinn, endaði
með því, að hann bauð mér að
líta inn til sín áður en ég færi af
Akureyri.
Áður en ég fór að heiman vissi
ég, að kominn var til Akureyrar
læknir, sem miklar tröllasögur
fóru af, Guðmundur Hannesson
að nafni. Sögurnar, sem um
hann gengu eystra og flugu um
sveitirnar, bæ frá bæ og mann
frá manni, voru bæði ótrúlegar
og furðulegar á þeim tíma. Þann-
ig var frá því sagt, að hann
negldi með venjulegum járn-
nöglum saman útlimi manna,
slátraði mönnum eða færi inn í
þá, greiddi innyflin í sundur og
nymdi burtu sérhvert mein, sem
í mönnum fælist. Aðferð hans við
þetta væri ofur einföld og mjög
lík því, sem tíðkaðist, þegar fé
var slátrað þá. Hann léti menn-
ina leggjast á bakið á stóra hurð
eða fjalir, sem negldar voru
saman, risti þá svo á kviðinn,
rannsakaði nákvæmlega innyfl-
in og það brygðist aldrei, að hann
fyndi orsök sjúkdómsins og
læknaði hann. Meira að segja
héldu sumir því fram, að sjúkl-
ingarnir spryttu upp af hurð-
inni, að læknisaðgerð lokinni, og
hlypu burtu fjörugir og alheilir.
Nú lék mér hugur á að sjá þenn-
an galdralækni og komast að
raun um það, hvort hann væri
nokkuð líkur öðrum mönnum. En
svo var nú ástatt, að ég er fædd-
ur með líkamsgalla, eða van-
skapaður, þó að ekki beri mikið
á því. Ég er nefnilega mjög nær-
sýnn á vinstra auga og fjarsýnn
á hinu. Auk þess er vinstri auga-
brúnin lægri en sú hægri og
vangasvipurinn gerólíkur hægra
og vinstra megin. Þó að ég bygg-
ist ekki beinlínis við því, að hann
mundi færa vinstri augabrúnina
Heima er bezt
upp eða breyta vangasvipnum,
vildi ég þó fá að vita, hvort hægt
mundi að fá gleraugu, sem sam-
rýmt gæti svo ólíka sjón augna
minna. Og til þess að fullnægja
bæði forvitninni og þörfinni,
lagði ég af stað til læknisins. Ég
var svo heppinn, að hann var
heima og ösin hjá honum var
ekki eins mikil og ég bjóst við.
Augu mín rannsakaði hann mj ög
vel eftir því, sem þá voru tök á,
og gaf þann úrskurð, að þau
væru heilbrigð, en engin leið
væri til þess að fá gleraugu, sem
samrýmt gætu svo mikinn sjón-
armun, og kom það alveg heim
við álit sérfræðings, er ég fann
seinna. Svo langt væru vísindiri
ekki komin ennþá. Og nú brá fyr-
ir glettnisglampa f augum hans.
Ég hafði sagt honum, hvaðan ég
væri. Hafði hann nú orð á því,
að það væru víst skrítnir menn
þarna austur í Fáskrúðsfirði, sem
sæju stutt með öðru auga, en
langt með hinu. Ég viðurkenndi
þetta og bætti því við, að þeir
töluðu frönsku með öðru munn-
vikinu og íslenzku með hinu. —
Þannig lauk þessari heimsókn til
héraðslæknisins á Akureyri.
Á veitingahúsinu á Oddeyri bjó
maður að nafni Friðrik Stefáns-
son, frá Vallholti í Skagafirði.
Hann var þar gestur eins og ég
og dvaldi þar svipaðan tíma. Við
kynntumst strax, töluðum sam-
an daglega og vorum mikið sam-
an. Hann hafði áður verið al-
þingismaður Skagfirðinga frá
1879—1891, að báðum árum með-
töldum. Á hverjum morgni bauð
hann mér inn í setustofu sína og
ræddi við mig og kunni frá
mörgu að segja frá þeim árum,
þegar hann sat á þingi, og jafn-
framt ýmsu úr Skagafirði. En
seinni hluta dags var hann
venjulega nokkuð undir áhrifum
víns. Að því kom, að ég sagði
honum frá högum mínum og er-
indi mínu til Akureyrar og heim-
sókn minni því viðvíkjandi á
skrifstofu amtmanns. Jafnframt
sagði ég honum nákvæmlega
hvernig á því stóð, að amtmaður
hélt fyrst, að Eiríkur tengdafað-
ir minn hefði ekki ábúðarrétt-
inn á Vattarnesi. Á því hlaut að
standa þannig, að af þeim skjöl-
um, sem amtmaður var með og
hann kallaði Vattarnesmálið,
mun hann hafa séð, að sam-
kvæmt ákvörðun hans og fyrir-
skipun til umboðsmannsins þá-
verandi, Páls skálds Ólafssonar,
mun hann hafa þótzt öruggur um
það, að Elísi Þórðarsyni, hálf-
bróður Eiríks, hefði verið byggð
öll hálflendan. Hins vegar mun
þáverandi umboðsmaður, Páll
Ólafsson skáld, hafa lagt ríka
áherzlu á það, að byggja bræðr-
unum báðum hálflenduna, sinn
helminginn af henni hvorum. Út