Heima er bezt - 01.04.1955, Blaðsíða 6
102
Heima er bezt
Nr. 4
af þessu höfðu að líkindum farið
mörg bréf á milli umboðsmanns
og amtmanns, sem endað mun
hafa á því, að amtmaður þvertók
fyrir að skipta hálflendunni,
en lagði fyrir umboðsmann að
byggja Elísi jörðina. Annað vissi
ekki amtmaður þá um þessa
jarðarbyggingu, fyrr en allt í
einu að ég kom til hans og sýndi
honum byggingarbréf Eiríks
Þórðarsonar, með hans eigin
undirskrift. Um hitt, hvernig á
þessu stóð, að hann hafði óaf-
vitandi undirskrifað byggingar-
bréfið og þvert á móti vilja sín-
um, hlaut hann að renna grun í,
um leið og ég sýndi honum bygg-
ingarbréfið. Til þess var aðeins
ein leið, eða sú, að amtmaður
hafi sent umboðsm. tvö óútfyllt
byggingarbréfseyðublöð, sem
hann undirritaði sjálfur, en um-
boðsmaður átti svo að útfylla.
Mun annað bréfið hafa átt að
liggja hjá umboðsmanni, en hitt
afhendast leiguliða jarðarinnar.
Þetta mun Páll Ólafsson hafa
notað sér til þess að byggja báð-
um bræðrunum Vattarneshálf-
lenduna, eins og hann upphaf-
lega vildi og hafði lofað bræðr-
unum. Þess vegna mun hann
hafa afhent bræðrunum lögleg
byggingarbréf, undirrituð af
honum og amtmanni, en geymt
hjá sér afrit þeirra, sem ekki voru
staðfest af honum. Allt þetta
fékk ég fyrst að vita, þegar ég
kom til amtmanns og mætti þar
hinum einkennilegu móttökum.
Þó að hann varaðist að segja mér
nokkuð um þetta, var þetta auð-
ráðin gáta, þegar hann fullyrti,
að tengdafaðir minn hefði ekki
ábúðarrétt á Vattarnesi, en mér
var hinsvegar kunnugt um þá
áherzlu, sem umboðsmaður lagði
á það, að báðir bræðurnir fengju
ábúðarréttinn. Meira að segja
hafði ég sjálfur, ásamt Elísi
Þórðarsyni, fært umboðsmanni
álitlega peningafúlgu, sem mun
hafa verið áheit, ef þeir fengju
báðir ábúðarréttinn. Ég tek það
fram, að ég leit á þessa peninga-
fúlgu (1300 kr.) sem áheit, en
alls ekki mútur. Svo stóð á þarna,
að báðir bræðurnir höfðu sótt
um helminginn af hálflendunni
hvor þeirra. Það stóð svo á, að
hvorugur þeirra vildi alla jörð-
ina. Lágu til þess ýmsar ástæður,
meðal annars þær, að Eiríkur var
eldri bróðir og átti myndarlegt
timburhús á jörðinni og naut hjá
föður sínum afnota af jörðinni
til móts við hann. Hins vegar átti
Elís einnig myndarlegt hús á
jörðinni og dvaldi Þórður faðir
hans hjá honum í elli sinni. Um-
boðsmanni fannst því mjög
sanngjarnt, að báðir fengju
ábúðarréttinn og var það einnig
•að ósk föður þeirra. Jafnframt
þessu ber einnig á það að líta, að
faðir bræðranna, Þórður Eiríks-
son og umboðsmaður, Páll Ólafs-
son voru miklir vinir frá æsku og
m.eðan þeir lifðu. Það er því ekki
að undra, þó að Páll vildi verða
við óskum hans í ellinni, þegar
öll sanngirni mælti með því, að
svo yrði gert. En til þess þurfti
hann að beita brögðum, eins og
ég hef skýrt frá.
Um allt þetta fræddi ég Frið-
rik Stefánsson, og virtist hann
hafa ánægju af frásögninni. Að
henni lokinni spratt hann upp
úr sætinu og sagðist skyldi tala
við piltinn. Páll Briem hefði í
uppvexti sínum verið heimagang
ur hjá sér og borðað þar marga
kökubita, því skammt hefði ver-
ið á milli bæjanna, þar sem þeir
áttu heima. Kvaðst hann ekki
trúa því, að amtmaður gerði sig
að því lítilmenni, að láta mann
fara um langan veg og kosta fé
til þess að finna hann til þess
að biðja hann um lítilfjörlegan
greiða, en láta hann svo fara
erindisleysu heim aftur. Slíkt
væri ekki líkt Briemsættinni. Þó
hún væri í aðra röndina mjög
sparsöm og smámunaleg, væri
þó til í henni höfðingsskapur og
drenglyndi. Ég bað hann hlæj-
andi að fara varlega í það að
niðra Briemsættinni, því lang-
amma Páls Briems og amma mín
hefðu verið hálfsystur og feður
systranna albræður. Nú hætti
hann alveg að tala um Briems-
ættina, en sagði að þessi upp-
lýsing væri mjög góð fyrir sig,
því hann og Páll Briem væru
góðir kunningjar og nú mundi
hann óspart nota frændsemina
til framdráttar erindi mínu,
sem hann hafði tekið að sér, án
þess að ég bæði hann um það,
eða hefði falið honum það.
Seinna þegar hann fann mig, var
hann daufur í dálkinn, sagði
Briem einþykkan og síðar mun
það sama hafa orðið upp á ten-
ingnum. Hann fékk engu um-
þokað og bar sig illa út af því
og sagði, að amtmaður léti reiði
sína út af klókindabrögðum Páls
Ólafssonar bitna á saklausum
manni. Hafði hann mörg orð um
þetta, og virtist reiður amt-
manni, sagði að stórmennskan
skyggði stundum á heilbrigða
hugsun og réttlætistilfinningu
þessara háu herra. Viðkynningin
við Friðrik Stefánsson var á-
nægjuleg og stytti bið mína á
Akureyri.
Eitt sinn, er kunningi minn
hafði gefið mér bjór á hótel Ak-
ureyri og við gengum út þaðan,
mættum við í forstofunni
rosknum hjónum, sem undu sér
að mér, föðmuðu mig og heils-
uðu mér eins og nákomnum ætt-
ingja eða vini. Auðvitað tók ég
þesrari innilegu kveðju mjög vel,
þó ég myndi ekki eftir, að hafa
nokkurn tíma séð þau. Og þegar
ég gætti betur að, sá ég að svo
mundi vera og hafði orð á því,
að þó mér litist mjög vel á þau,
myndi ég ekki eftir að ég hefði
kynnst þeim. Jafnframt sagði
ég þeim nafn mitt og heimilis-
fang. Þau áttuðu sig þá strax á
því, að hér væri um misskilning
að ræða og létu í ljós undrun
sína á því hve líkur ég væri vini
þeirra, sem mig minnir þau
nefna Þórarin. Jafnframt þessu
sögðu þau mér hvað þau hétu og
hvaðan þau væru. Nafni frúar-
innar hef ég gleymt, en maður
hennar var Jón á Hafsteins-
stöðum í Skagafirði. Tókust nú
samræður okkar í milli ,sem end-
uðu með því, að við urðum mát-
ar, og báðu þau mig að heim-
sækja sig að Hafsteinsstöðum,
ef ég ætti leið um Skagafjörð.
Ég varð feginn að halda heim,
eftir sjö daga bið á Akureyri. Á
heimleiðinni vakti fátt athygli
mína. En þegar við komum að
Kópaskeri kom fyrir atvik, sem
ég ætla að segja frá. Við komum
þar að kvöldi. Félagar mínir
fóru í land og vildu fá mig með,
en ég kaus heldur að vera kyrr
um borð. Þegar þeir komu aftur
úr landi, var ég nýlega háttað-
ur. Þeir voru kátir og reifir og
vildu fá mig til þess að fara aft-
ur á fætur og taka þátt í glað-