Heima er bezt - 01.04.1955, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.04.1955, Blaðsíða 7
Nr. 4 Heima er bezt 103 FRÁ LIÐINNI TÍÐ Við „Húsið“ á Eyrarbakka. Hér í blaðinu hafa birzt nokkrar gamlar myndir frá Eyrarbakka: Þær eru nú flestar orðnar sögulegar, því að margt er breytt frá því er hin danska selstöðuverzlun réði þar ríkjum, þar sem kaupmaðurinn var einvaldur og einskonar ókrýndur konungur Suður- landsundirlendisins. — Við þá tíma eru bundnar margar minningar í hugum eldra fólks- ins. — Mynd þessi er frá bústað „faktors“, þar sem nokkrir kunningjar eru saman komnir. Aður hefur ritið birt myndir frá sama stað. Liklegt er, að ýmsir muni þekkja þá menn er sjást á myndinni. værð þeirra og bj órdrykkj u, til þess að halda glaðværðinni við. En ég var ófáanlegur til þess. Þetta var á öðru farrými. Þeir sátu þar við borð, drukku og sendu mér óspart tóninn og ég kastaði hnútum til þeirra aftur úr bæli mínu. En allt í einu kemur maður ofan til okkar og spyr nokkuð harkalega, hvort hér sé ekki staddur oddviti úr Fáskrúðsfirði. Ég reis upp í bæl- inu og sagði til mín og gat þess um leið, að oddvitinn væri alveg valdalaus hérna og gæti einu sinni ekki þaggað-niður í há- vaðaseggjunum þarna við borðið. Komumaður kvað sig ekkert varða um það. Það væri aðalat- riðið að ég hefði áhrif heima í sveit minni og erindi sitt við oddvitann snerti eingöngu þau áhrif. Þessi komumaður var Bene- dikt Sveinsson sýslumaður, mælskumaðurinn alkunni frá Héðinshöfða. Það setti þá niður í félögum mínum, enda var rödd sýslumanns sterk og lá hátt. Sneri hann sér nú strax að efn- inu, sem var það i stuttu máli, að fá mig til að annast um það heima í sveit minni, að kosinn yrði fulltrúi til að mæta á al- mennum þingmálafundi að Þingvöllum til þess að mótmæla Valtýskunni. Ég sagði honum að ég væri mjög lítið pólitískur og brysti þekkingu á þeim mál- um. Þá fór hann að skýra hvað fyrir sér vekti og hélt nú langa ræðu og virtist allæstur. Hann sagði meðal annars, að hin „hel- víska“ einræðisstjórn, Estrups- stjórnin í Danmörku, væri að berja nestið og mundi brátt hverfa í aldanna djúp. Við stjórninni í Danmörku mundi brátt taka vinstri stjórn okkur velviljuð. Og þá væri sjálfsagt að vera viðbúinn með fyllstu kröfur í sjálfstæðismáli okkar, og heimta réttinn, sem við ætt- um óskertan frá byggingu þessa lands, fullt sjálfsforræði. Full- trúar þjóðarinnar þyrftu að mæta á Þingvöllum til þess að sýna þjóðarviljann. Það þyrfti að sýna þeim mönnum, sem dirfðust að standa gegn helgum réttindum okkar hinn sanna þjóðarvilja. Nú greip mig löng- un til að erta hann og skildist, að lítið mundi þurfa til þess. Ég sagði því, að ég liti svo á, að þjóðarviljinn væri aðeins vilji sterkustu mannanna og tiltölu- lega fárra. Hann væri nú sjálf- ur t. d. með þessu að búa hann til. Það var alveg eins og ég hefði gefið honum löðrung. Sýnilegt var, að hann þoldi illa mótmæli og því verr, ef í hlut áttu kögursveinar. Tók hann nú að skýra fyrir mér hvemig hinn „ranni þjóðvilji“ yrði til, að hann væri ávöxtur af baráttu þeirra manna, sem bæru heill og velferð þjóðarinnar fyrir brjósti og bæru meira skyn á, hvað henni væri fyrir beztu, en al- menningur. Margt sagði hann fleira, sem é'g man ekki, en ef ég gerði einhverja athugasemd, eða varpaði fram spurningu, hélt hann langar ræður út af því og þannig var haldið áfram fram yfir miðnætti. Seinast sagði ég honum, að við gætum talað um þetta að morgni, en í kvöld vildi ég ekkert um þetta segja. Á þessu væru margir agn- úar, meðal annars fátækt hreppsbúa minna, sem mundu einnig ófúsir að kosta mann til Þingvalla. Hann gerði ekkert úr mótbárum mínum, sagði að för mannsins ætti hreppssjóður að kosta. Þegar ég benti honum á, að slíkar útborganir úr hreppssjóði hefðu enga stoð í lögum, eins og hann vissi, þá sagði hann að það væri fráleitt að „blina á kaldan lagastafinn“, þegar heill og hamingja þjóðar- innar væri í veði, það væri auð- velt að komast hjá vitlausum lögum þegar svo stæði á. Þegar ég kom upp á þilfarið að morgni, kom Skafti Jósefs- son ritstjóri hlæjandi til mín og sagði að Benedikt Sveinsson sýslumaður hefði kvartað yfir því, hvað oddvitinn í Fáskrúðs- firði væri óforskammaður. Skömmu seinna kom Benedikt Sveinsson sýslumaður til mín og

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.