Heima er bezt - 01.04.1955, Page 10

Heima er bezt - 01.04.1955, Page 10
106 Nr. 4 hugsaði, meðan stóra klukkan á veggnum taldi stundir og mín- útur. Öðru hverju straukst hönd hans eins og af sjálfu sér um höfuð og háls hundsins — 'nann lá alltaf á gólfinu við rúmið hans. — Engin leið var að ná í aðra íbúð; að minnsta kosti ekki svo fljótt. En að láta drepa Clemenceau? Aldrei. Hugur hans sveimaði víða, en gat enga lausn fundið á vandamálinu. Hann varð að reyna að tala við húseigandann aftur. Bjóða hon- um að borga eyðilögðu buxurnar. Laga radísubeðið fyrir hann. Lofa að líta betur eftir hundin- um í framtíðinni. Nicolajsen gamli var reiðubúinn til hvers sem vera skyldi. Aðeins ekki til þess að aflífa bezta vininn sinn. En Fihn danskennari var óbif- anlegur. Hann stóð fastur á sínu eins og klettur. -— Æ-nei, andvarpaði Nicolaj- sen. Ef manni þykir ekkert vænt um hunda, skilur maður heldur ekki, hvað þessi dýr geta verið fyrir mann. — Þykir m é r ekki vænt um hunda? spurði Fihn hvasst. Mér þykir einmitt m j ö g vænt um hunda. Um h u n d a . Ekki um rándýr. Skjótið þennan sjakala og fáið yður skikkanlegan hund. Ég segi ekkert við því. Nicolajsen gamli gekk hryggur á braut. Nú var liðinn einn dag- ur af þessum þrem dýrmætu dögum, sem vinur hans átti eftir að lifa, og hann hafði enga lausn fundið' ennþá. Bara að hann gæti nú leitað til einhvers um ráð. Þá kemur honum allt í einu í hug vinur hans, Balle rakara- meistari. Balle og kona hans ráku sam- eiginlega hárgreiðslustofu fyrir menn og konur í kjallara úti á Vesturbrú. Þar sem íbúð þeirra var fremur lítil, notuðu þau hárgreiðslustofuna sem dagstofu eftir lokunartíma. Hingað inn var Nicolajsen boðið þá er hann barði að dyrum að kvöldi ann- ars dagsins. Hann var með hinn óaðskiljanlega vin og fylgd- arsvein, Clemenceau. Meðan þau sátu við kaffiborð- ið — Balle hafði tekið flösku úr skápnum í tilefui af heimsókn vinar síns — kvartaði Nicolaj- Hexma er bezt sen yfir neyð sinni. Balle klór- aði sér í hnakkanum og var hugsi. Hja, þetta var leiðindamál, áleit hann; þegar húseigandinn var svona fastur fyrir, var víst ekki margt að gera. En á meðan lífið treinist lifir vonin og kannske finnum við eitthvert ráð. Þeir ræddu allar hliðar máls- ins, en fundu ekkert ráð sem dygði. Á meðan spankúleraði Clemenceau hinn ánægðasti um stofuna og dillaði loðna skott- inu sínu, meðan hann tuggði brauðið, sem honum var rétt undir boi’ðið. Samtalið var að lognast niður. Svo leit út sem hinir tvífættu þátttakendur þessa fundar hefðu misst gleði sína. Þeir sátu og störðu framundan sér með hnyklaðar brýrnar eins og þeir væntu þess að lausn vandans svifi niður úr loftinu. Það gerð- ist líka, bókstaflega talað. Hin athugulu augu Balle leit- uðu um stofuna. Allt í einu horfði hann á skilti, sem hékk á veggnum. — Hm, sagði hann. Var það ekki svo, að húseigandinn hafði ekkert á móti því, að þú fengir þér annan hund? — Ég vil engan annan hund, svaraði vinur hans stutt. Rakarameistairnn benti á auglýsinguna á veggnum. Nicol- ajsen leit á hana og las: Vand- aðar klippingar kr. 2.50. — Balle benti þvínæst á auglýsinguna, sem hékk hinum megin við speg- ilinn. Þar stóð: Bezta frönsk hárlitun. Falleg og endingargóð. Þá hló Nicolajsen gamli. Lengi og hjartanlega. Hann hló svo lengi, að tárin voru farin að renna niður kinnarnar á honum, og vinum hans var ekki lengur Ijóst, hvort heldur hann hló eða grét. Um kvöldið kom Nicolajsen gamli labbandi heim — einn. Húseigandinn, sem fylgdist með honum bak við gluggatjöldin í dagstofunni sinni, fékk staðfest- ingu á þessari staðreynd og brosti ánægjulega. Hann hafði séð þegar leigjandi hans fór með hundinn um kvöldið. Jæja, loks- ins hafði sá gamli þá brúkað skynsemi sína .... Daginn eftir var dyrabjollunni hringt hjá Fihn. Fyrir utan stóð ungur maður með stóran, snögghærðan, svartan hund i bandi. — Ég átti að færa Nicolajsen þennan hund, sagði strákurinn og rétti fram blað. Fihn tók það og las: „An: 1 hundur — kr. 30.00. Greitt“. — Hann er hérna uppi, sagði hann og skilaði blaðinu. Stóri, svarti hundurinn stóð kyrr og dinglaði langri, mjórri rófu, frómur að sjá. Rófan endaði í skúf, eins og á ljóni. í sama bili staulaðist Sophus Nicolajsen út á tröppurnar. — O, það er drengurinn frá hundasalanum, sagði hann. Svarti hundurinn ýlfraði, tví- sté og togaði í bandið. — Ég átti að skila kveðju frá húsbónda mínum og skila til yð- ar, að hann ætti enga gráa hunda fyrirliggjandi, sagði strákurinn, sem raunar var eng- inn annar en lærlingur rakara- meistarans. — Jæja, jæja, liturinn gerir ekki svo mikið til, hjartalagið er aðalatriðið. Nicolajsen lagfærði á sér gieraugun: Hundurinn er áreiðanlega skapgóður. Bítur ekki á ég við? — Hann er alveg eins og lamb, það er áreiðanlegt! full- yrti drengurinn. Já, þó að þér stingjuð allri hendinni inn í kjaftinn á honum, myndi hann ekki gera yður neitt mein. Reynið! Hann sneri sér að danskenn- aranum með þessa ósk;- Það fór hryllingur um danskennarann og hann hopaði aftur á bak; en Nicolajsen varð við áskorun stráksins og stóri hundurinn leit vinalega á hann og sleikti hönd hans. — Það má nú segja, sagði Fihn hrifinn. Hundinum lízt vel á yður, Nicolajsen. — Hm, hann finnur sjálfsagt lyktina af Clemenceau, sagði gamli maðurinn hæglátlega. En þér ættuð að reyna, hvemig honum líkar við y ð u r , áður en ég tek ákvörðun. Litli maðurinn ætlaði að mót- Framhald á bls. 125.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.