Heima er bezt - 01.04.1955, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.04.1955, Qupperneq 11
Nr. 4 Heima er bezt 107 ÁST og HATUR Eftir Ólaf Gunnarsson sálfræðing (Niðurlag.) Eðli sorgarinnar. Ást sorgarinnar beinist stöð- ugt að því sem elskað er og reynir að halda í allar minning- ar um það. Við vitum, að sumt fólk geymir ástarbréf og myndir alla ævi, einkum geta slíkir hlutir orðið miklir dýrgripir í afskekktum byggðarlögum, þar sem erfitt er að bæta sér upp missi unnustu eða unnasta. — Heildarskapgerð fólks ræður þó miklu um það hversu langvinn slík sorg verður. Sorgin verður sterkari ef við hugsum um undangengna gleði, og þeim mun meiri sem gleðin hefur verið, þeim mun sterkari verður sorgin. Sorgin eykst ef við hugsum um gleði annarra, en hún dvínar ef við hugsum um undangengnar sorgir eða athug- um sorg annarra. Snögg sorg verður sterkari en sorg, sem við höfum lengi búist við, það þekkjum við vel úr daglegu lífi. Okkur verður meira um að heyra, að vinur okkar hafi orð- ið bráðkvaddur en ef einhver, sem lengi hefur legið fyrir dauð- anum, skilur við. Sorgin dvínar ef aðrir syrgja með okkur en eykst ef aðrir gleðjast yfir sorg ' okkar. Sorg, sem haldið er leyndri, vex frekar en rénar, en hún rénar ef við verðum að- njótandi samúðar annarra. Höf- um við ekkert vald yfir sorginni, veldur hún enn meiri kvölum en ef við getum haft einhverjar hömlur á henni. Sorgin verður sárari ef við sjálf, eða einhver sem stendur okkur mjög nærri, veldur henni. Við vitum mörg dæmi þess úr daglegu lífi, að hjón geta sært hvort annað djúpum sárum, eins systkini, foreldrar og börn. Þetta byggist að miklu leyti á því, að fólk, sem þekkir allar veikustu hliðar hvers annars út í yztu æsar, á hægara með að skjóta í hlífðar- laust mark, en hinir, sem ekki þekkja eins vel til, og örvar ást- vina taka allir sér nær en skot- vopn vandalausra. Ástarsorg dregur úr því gildi, sem við teljum að sitt af hverju hafi haft áður, hún kemur líka í veg fyrir að eitthvað nýtt hlj óti gildi í okkar augum, en jafn- framt gerir hún okkur sjálfs- elskufyllri. Ástasorgin vill ekki láta trufla sig, og á þann hátt heldur hún styrkleika sínum um lengri eða skemmri tíma. Sannleiksgildi þessarar kenn- ingar Shands könnumst við mætavel við. Það er ekki fátítt, að maður, sem missir konu sína, verður ótrúlega tómlátur hvað aðra snertir, væri ekki ólíklegt, að þeir sem kenna íslandssögu gætu bent á eitthvert samhengi milli Flugumýrarbrennu og auk- innar undanlátssemi Gissurar Þorvaldssonar við Hákon kon- ung á síðustu æviárum sínum. Margt benti til þess, að hann hafi þá einnig séð vonir sínar um að sætta alla innlenda höfð- ingja, hrynja til grunna. Biðu því 1 raun og veru tvær geðstefn- ur skipbrot í senn. Áskapað and- svar við sorgareggjanda eða sorgarvaka, er að kalla á hjálp, og sé sá sorgmæddi barn eða kominn í lamandi aðstöðu, er það venjulega móðirin, sem á er kallað. Sorgin getur haft áhrif á menn þótt þeir láti ekki á því bera. Þeir vita ef til vill, að engu verður um þokað og bera sig mannalega, þótt sorgin þjaki þá. Samt eyöir sorgin þreki þeirra fneðan þeir geta ekki losað sig undan fargi hennar, en jafn- framt getur hún styrkt skap- gerðina. Til þess er oft tekið, hversu góða skapgerð kaþólskir prestar og nunnur hafi. Þetta er vafalaust rétt, en enginn hefur mér vitanlega rannsakað vís- indalega hversvegna þetta fólk hefur valið sér einlífi og mann- úðarstarf fram yfir lífsgleði í fjölskyldulífi, sem ekki gerir neinar ákveðnar kröfur til starfsgreina né almennrar hegð- unar. Af því sem Shand segir um sorgina, er auðséð, að margt er sameiginlegt með henni og gleð- inni, og hún er að því leyti já- kvæð gagnvart umheiminum, að hún heldur í minninguna um eitthvað eða einhvern. Ég hef minnst á það áður, að Shand viðurkennir því aðeins tilfinningu sem sHka, að hún láti á sér bera þegar á bernsku- skeiði, finnist einnig hjá dýrum, geti ekki breytzt þannig að úr henni verði allt önnur tilfinning, og hún beri það íjieð sér, að hún sé ásköpuð. Allir kunna að hræðast. Við komum nú að óttanum, sem við þekkjum öll af eigin reynd og frá viðskiptum okkar bæði við menn og málleysingja. Einstaka menn stæra sig af því að þeir kunni ekki að hræðast. Ef þetta væri rétt, gætu þeir eins vel sagt: Ég er ekki normal vegna þess að ég finn aldrei til ótta. Hver einasta vera í dýra- ríkinu finnur til ótta undir viss- um kringumstæðum, þótt óttinn sé vitanlega ekki alveg eins hjá hagamúsinni og kennaranum. Shand nefnir nokkur andsvör, sem gefi ótta til kynna. Algeng- asta og eðlilegasta andsvarið tel- ur hann flóttann, hann er jafn greinilegur hjá mönnum og dýr- um undir vissum kringumstæð- um. Önnur andsvör, sem hann nefnir, eru að fela sig, gefa ekk- ert hljóð frá sér, flýja til ein- hvers og þrýsta sér upp að hon- um, lömun, hjálparóp og jafn- vel vöm, þótt þá sé ekki lengur um hreint óttaandsvar að ræða, heldur er óttinn þá farinn að víkja fyrir reiðinni. Frumstæðasta takmark ótt- ans er að frelsa einstaklinginn frá hættu, hann er því að nokkru leyti einskonar öryggis- ventill í okkur. Ef böm væru með öllu óttalaus, væri afarerf-

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.