Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 12
108
Heima er bezt
Nr. 4
itt að ala þau upp, því við mætt-
um þá varla líta af þeim. Kenn-
ingin um að börn séu aðeins
hrædd við tvo eggjendur þegar
við fæðingu, er algerlega út í
loftið. Óttinn er nauðsynlegur
hverjum manni, því án hans
myndum við fara okkur að voða
oftar en við gerum. Hinsvegar
má vitanlega ekki auka ótta
bama vísvitandi. Það er t. d. al-
veg forkastanlegt að hræða börn
á lögreglunni eða einhverju öðru
fólki, sem á engan hátt vinnur
börnum mein vitandi vits.
Óttinn stjórnar gerðum okk-
ar til góðs og ills. Bæði ást og
hatur taka óttann í þjónustu
sína, enda verður engin geð-
stefna sterk án átta. Móðirin
óttast að eitthvað geti komið
fyrir barnið sitt í framtíðinni,
þessvegna gerir- hún allt sem
hún getur til þess að tryggja
það á ýmsan hátt. En ef ég hata
einhvern mann', þá óttast ég, að
honum kunni að ganga vel og
geri það, sem ég get, til þess að
koma í veg fyrir það. Þá gleðst ég
yfir óförum hans, hryggist ef
honum gengur vel. Þannig þjóna
þá sömu tilfinningarnar sem við
finnum í ástinni alveg gagn-
stæðri geðstefnu, nefnilega
hatrinu.
Óttinn vill aldrei beita valdi
ef hánn er sjálfráður, sé ótta-
tilfinningin sérstaklega sterk í
einhverjum manni, einkennast
gerðir hans af undirferli og falsi,
vegna þess, að hann þorir aldrei
að koma hreint fram af ótta við
að það kunni að valda honum
óþægindum. Þegar þannig
stendur á, er óttinn farinn að
hafa slæm áhrif á manninn, því
hann veikir skapgerð hans.
Eins og áður var sagt, er frum-
stæðasta markmið óttans að
frelsa einstaklinginn eða af-
kvæmi hans frá hættu, en þótt
óttinn komist á hærri stig, er
það innst inni alltaf takmark
hans að frelsa einstaklinginn
frá líkamlegri árás. Maður, sem
er undirförull og falskur, mun
því sennilega ekki sækjast mikið
eftir hnefaleikum við aðra
menn. Það liggur í augum uppi,
að uppeldisáhrif þurfa að bein-
ast í þá átt að draga úr óeðli-
legum ótta mannsins, a.m.k.
meðan ragmennska, undfirferli
og fals eru ekki viðurkennd
hugtök sem dyggðir.
Reiðin gerir menn djarfa.
Skyldust óttanum af öllum til-
finningum er reiðin. Allar teg-
undir reiði birtast í valdsmann-
legri hegðun og meðal dýra er
ekki um að villast, að þau vilja
nota kraftana þegar þau reiðast.
Þannig er það t. d. ef við trufl-
um hund, sem er nýbyrjaður á
góðum köjtbita, og ekki þekkir
okkur áður. Hundurinn urrar og
hárin rísa á höfði hans. Árásir
og sársauki eru líka frumstæð-
ustu eggjendur reiðinnar. Frum-
stæðustu andsvör eru að ráða
þann, sem árásinni veldur, af
dögum. En hinn reiði andsvarar,
sem betur fer, á ýmsan annan
hátt. Reiður maður getur hugs-
að fram í tímann og gert ráð-
stafanir til þess, að tilgangur
einhvers annars komist í fram-
kvæmd. Eru slík andsvör svipuð
og andsvör við ótta. Hann get-
ur líka andsvarað gegn því, sem
liðið er, með því að hefna sín,
hann getur andsvarað með því
að beita refsingu, sem ef til vill
er beitt í góðum tilgangi, t. d.
móðir, sem refsar barni sínu,
gerir það til þess að koma í veg
fyrir endurtekningu ákveðins
verknaðar um leið og hún sval-
ar reiði sinni. Hin kyrrláta reiði
ástarinnar, sem Shand talar um,
kemur oft fram hjá foreldrum,
sem krefjast ástar af börnum
sínum, ekki sízt þegar sízt
skyldi, þ. e. á kynþroskastigi
þeirra, þegar þau vilja ekki leng-
ur lúta vilja og forsjá foreldr-
anna í einu og öllu.
Hinn líffæralegi tilgangur með
reiðinni er að veita einstaklingn-
um hugrekki, sem hann býr ekki
yfir hversdagslega, en takmark
hennar virðist vera að láta ein-
hvern eða einhverja aðra hlýða.
Ef svo ber undir ,að óttinn verð-
ur reiðinni yfirsterkari þannig,
að einstaklingurinn þorir ekki að
láta til sín taka, er grundvöllur-
inn lagður að hatrinu. Af þessu
er auðdregin sú ályktun, að ekki
sé alltaf ákj ósanlegt að einstakl-
ingurinn sitji á sér og gefi ekki
reiði sinni lausan tauminn, því
ef reiðin verður að hatri, er lík-
legt að af henni hljótist mun
meiri bölvun en einu reiðikasti.
Hins vegar yrði umgengni
manna meira en lítið merkileg,
ef allir ættu að láta reiðina
leika lausum hala í hvert skipti,
sem á henni ber. Það er því
nauðsynlegt að temja hana á
einhvern hátt, t. d. með því að
athuga af hverju maður er í
raun og veru reiður. Oft fer það
svo, að fari menn að hugsa um
hvers vegna þeir eru reiðir,
rennur þeim reiðin, þó getur hið
gagnstæða gerzt, hún getur
aukizt og magnazt og orðið að
illslökkvandi hatri eftir því,
sem meira er hugsað um ástæð-
urnar til hennar. Oft fer þaS
svo, að sá sem gerir, reiði sína
að hatri, hefur ekki í svipinn
skilyrði til þess að hefna sín.
Nú getur svo farið, að hann geti
það ef til vill nokkrum árum
síðar, en þá fer oft þannig ,að
honum er nóg, að hann getur
hefnt sín og sleppir því hefnd-
inni sjálfri. Unglingum hættir
frekar til að reiðast en fullorðn-
um, en þeir hata sjaldnar, vafa-
laust vegna þess, að þeir gefa
reiðinni lausari tauminn en hin-
ir, sem eldri eru. Sá sem vill
koma sér vel við náungann verð-
ur fyrst og fremst að forðast að
reita hann til reiði, einkum ef
þannig stendur á, að sá, sem
reiðist, þorir ekki að láta á reið-
inni bera, því þá getur hún
hæglega orðið að hatri. Hins
vegar getur sú reiði, sem hefur
í för með sér fulla hreinskilni
orðið grundvöllur vináttu. Vafa-
samt er hvort andrúmsloftið er
hreinna, þar sem aldrei ber á
reiðinni. Menn, sem vinna lík-
amleg störf, sitja síður á sér en
þeir, sem ekki gera það. Ef til
vill stendur þetta í sambandi við
eðlislæg reiðiandsvör, en þau eru
að ráðast á andstæðinginn.
Manninum, sem vanur er að
vinna hörðum höndum, hættir
miklu frekar við því að slá and-
stæðing sinn heldur en þeim,
sem elur ævina á skrifstofu og
ekki reynir neitt að ráði á kraft-
ana. Mestri fullkomnun nær
maðurinn vitanlega, ef honúm
tekst að sjá í hendi sér ástæð-
urnar til þeirra eggjenda, sem
gætu gert hann reiðan, en sem
hann reiðist ekki ef hann áttar
sig strax á því, hvernig á þeim
stendur. Þetta getur enginn