Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 13

Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 13
Nr. 4 Heima er bezt 109 REYKJAVÍK í GAMLA DAGA Lækjartorg og Thomsens Magasín. „Hvar á að kaupa öl og vín, en í Thomsens magasín!" Þannig var auglýsing frá þessari búð, sem kom í dagblöðunum í mörg ár. Thomsens magasín var einhver stærsta verzlun bæjarins. Hér sést hópur ferðamanna fyrir utan búðina. Hver veit, nema einhverjir þeirra hafi náð sér á ferðapelann áður en þeir lögðu upp í för sína? maður nema með mikilli æfingu. Ég hef oft á það bent, hversu mikils virði væri fyrir börnin, að þau nytu öryggiskenndar; eftir að ég hef rakið kenningar Shands um ótta og reiði, vona ég að enn ljósara sé en áður, hversu mikils virði hún er, því hún vísar eðlilega bæði ótta og reiði á dyr. Móðurástin er fórnfús. Shand gerir greinarmun á áskapaðri og áunninni ást. Á- skapaða ást telur hann móður- ástina og ástina milli kynja, all- ar aðrar tegundir ástar telur hann áunnar, þótt einhver fræ að þeim hafi ef til vill blundað í geði mannsins þegar við fæð- ingu. Móðurástin er fórnfús, enda er nýfæddum börnum lífs- nauðsyn að svo sé. Hið frum- stæðasta í móðurástinni finnum við langt niður í dýraríkið nefnilega óttann, ef móðirin heldur að afkvæminu sé hætta búin, þá reiðina ef hún álítur, að einhver vilji gera því mein. Gleði vegna velgengni og vellíð- anar afkvæmisins, er einnig greinileg hjá dýrunum. Móðir- in getur gert ótrúlegustu hluti fyrir afkvæmi sín, dýramæðurn- ar leggja líf sitt í hættu til þess að bjarga þeim og það sama kemur fyrir hjá mönnunum, þótt það sé oftast á annan hátt en hjá dýrunum. Allra fátækustu og umkomulausustu mæður rýja sig síðasta skjólplagginu vegna barnsins síns. Má í því sambandi minna á kvæði Jónasar Hall- grímssonar: „Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel“. Ást manns til konu og konu til manns er ásköpuð, en hún er ekki eins fórnfús og móðurástin. Móðurástin spyr aldrei um laun, en það gerir ástin milli kynj- anna. Móðurástin er líka hreinni og ómengaðri en ástin milli karls og konu. Þó er ekki þar með sagt, að ástin milli kynjanna geti ekki verið göfug og háleit, en hún geymir í sér svo margt annað en hið áskap- aða, að hún hlýtur að verða mun flóknari og matgjarnari en móð- urástin. Til þess að ganga úr skugga um, að þetta sé rétt, þurfum við ekki annað en minn- ast umhyggju og ástar gáfaðrar móður, þótt barn hennar sé fá- viti, hinsvegar myndi sama gáf- aða konan naumast velja sér maka, sem væri fáviti. Geðstef- an ást er að öllum jafnaði lang- lífari en tilfinningarnar, hún hverfur ekki þótt maður reiðist þeim, sem maður elskar, leggur ekki á flótta þótt maður hræð- ist hann í svip og haggast lítið þótt maður hryggist sökum ein- hvers, sem hann hefur gert. í þessu er styrkur geðstefnunnar fólginn, og án hennar væri mað- urinn svo flöktgjarn, að okkur, sem höfum myndað geðstefnur, myndi koma hann afarundar- lega fyrir sjónir. Geðstefnan er hluti af skapgerð mansins og fer skapgerð hans mjög eftir því, hvort hann hefur lagt meiri á- herzlu á að byggja upp geðstefn- una ást eða hatur. Sá, sem lítur jákvætt á alla og ber hlýjan hug til þeirra, getur naumast byggt upp geðstefnuna hatur nema breyta afstöðu sinni. Reiði slíks manns breytist sjaldan í hatur, en ef hún gerir það, hefur skap- gerð hans breytzt um leið. Upp- eldisfræðilega er þetta mikil- vægt atriði, því af þessum stað- reyndum leiðir, að uppalandinn getur að nokkru leyti beint unglingnum inn á þær brautir, sem samræmast ást og kærleika en ekki úlfúð og hatri. Dyggðir og skyldur ástarinnar. í fyrri hluta greinarinnar minnist ég á hina afstæðu sið- fræði geðstefnunnar án þess að skýra frekar, hvað ég ætti við með þeim orðum. Afstæð sið- fræði hennar er fólgin í dyggð- um hennar, skyldum og mistök- um. Dyggð geðstefnunnar er t. d. sú, að láta sig gagnrýni og skoðanir annars en þess, sem maður elskar, litlu skipta. Nú er það svo í daglegu lífi, að al- menningur dansar mjög mikið

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.