Heima er bezt - 01.04.1955, Blaðsíða 14
110
Heima er bezt
Nr. 4
SPÁKONAN
eftir annarra pípum, það er villa
geðstefnunnar og á þeirri villu
byggist möguleikinn til allskon-
ar útbreiðslustarfsemi, sem oft
og tíðum er til mikils tjóns. Það
er dyggð og jafnvel skylda að
halda fast við það sem maður
elskar. Hugsum okkur t. d. stúd-
entinn, sem hefur nám í ein-
hverri vísindagrein, sem hann af
frjálsum vilja velur sér. Sú ást
er einvörðungu áunnin, enda
væri lítt hugsanlegt að Dana
eða Hollendingi væri ásköpuð
ást til eldfj allarannsókna.
Nú er það svo, að á vegi há-
skólanemans verða margar
freistingar og reynir þá á hversu
sterk ást hans á vísindunum er,
hvort hann heldur náminu á-
fram eða ekki. Til þess að
styrkja sig, sækist geðstefnan
eftir kenndum, sem ekki hafa
alla sömu eiginleikana og til-
finningar, en hafa þó mikla
þýðingu. Shand telur meðal
þessara kennda aðdáun, angur,
sjálfsásökun, sjálfsánægju,
skömm og áframgengni. Þarna
er um svipað fyrirbæri að ræða
og Murray myndi kalla sálræn-
ar þarfir, sem þjóna öðrum
æðri þörfum. Eins og ég sagði
áður, er það einkenni geðstefn-
unnar, að hún safnar tilfinning-
um og kenndum, sem komið
geta henni að gagni, fyrst ó-
sjálfrátt en síðan sjálfrátt.
Skyldur eru ýmist þær, sem
við leggjum okkur sjálf á herðar
eða þær, sem aðrir segja okkur
að fara eftir. Við erum mun
fúsari til að viðurkenna skyldur,
sem fara að einhverju leyti
saman við það, sem býr í huga
okkar fyrir. Skyldur, sem eru
okkur mjög fjarlægar andlega
eigum við hinsvegar bágt með
að viðurkenna. Tranekjær Ras-
mussen, prófessor í sálfræði við
Hafnarháskóla, talar um svipað
atriði þegar hann talar um, að
sá sem fær eitthvert viðfangs-
efni, þurfi fyrst að viðurkenna
það sem sitt viðfangsefni, áður
en hugsanlegt sé að hann geti
leyst það. í skólastarfi er áríð-
andi, að nemendur viðurkenni
viðfangsefnin, og öruggasta ráð-
ið til þess að svo megi verða, er
jákvæð afstöðumyndum til þess
sem gera skal.
Það var á skólaárum mínum
í Reykjavík, sem saga þessi gerð-
ist.
Eitt kvöld lét ég að orðum
frænda míns og heimsótti spá-
konu.
Hún bjó vestur í bæ, í litlu,
lágu steinhúsi. Mig minnir helzt
að húsið væri úr hlöðnum steini.
Við gengum frá útidyrum upp
brattan stiga. Mér kom til hug-
ar skrúfstiginn, sem stúlkan
hljóp, sú er lenti hjá uglunni í
turninum. Það fór um mig ó-
hugnaður. Og þá tók ekki betra
við, er upp var komið. Þar varð
fyrir manni lág, þröng og daun-
ill kytra. Þar sátu tvær búldu-
leitar yngismeyj ar. Hvísluðust
þær á, kímdu og horfðu for-
vitnislega, ef ekki græðgislega á
hvað eina, líkt og sést stundum
hjá ósettum unglingum, eða
þeim, sem sólgnir eru í æfintýri.
Um gólfið æddi eða öllu heldur
tvísté roskin, flóttaleg kona,
skinhoruð og veikluleg.
Svo var gólfrýmið lítið þarna,
að það þraut að mestu þegar
við frændur bættumst í hópinn.
Við urðum þess brátt vísari,
að einhver var inni hjá spákon-
unni, en hún bjó í innra herbergi
loftsins. Mér leizt allt illa, sem
þarna var, og var því feginn er
frændi minn stakk upp á því,
að við skyldum fara.
Seinna sama kvöld gerðum við
aðra tilraun við uppgöngu á
Orminn langa, þ. e. a. s. reynd-
um að gista dulheim hinnar
margvísu konu. En það fór sem
áður. Biðstofan var troðfull. Við
hurfum frá.
Það var komið vor. Eitt hlýtt
kvöld og kyrrt, lá leið mín, af
hendingu, fram hjá húsi spákon-
unnar. Þar urðu þá fyrir mér
tvær stúlkur, sem voru að fara
þaðan.
„Er frúin heima?“ spurði ég.
„Já, og enginn hjá henni“, sögðu
þær.
Ég þakkaði og kvaddi dyra.
Gömul, forneskjuleg kona kom
og spurði höstugt um erindi mitt.
„Er spákonan heima? spurði
ég. —
„Hér er engin spákona“, sagði
kerling.
„Hér mun þó vera kona, sem
leggur spil“, ítrekaði ég.
„Haugalygi, — þvættingur“,
hvæsti kerling og hvessti á mig
augun.
„Verið þér sællar og afsakið
ónæðið“, sagði ég og snéri frá.
En þá var þar kominn maður.
„Bíddu kunningi“, sagði hann.
„Hún er aldrei betri en þegar
hún byrjar svona. Ég þekki á
gamla brýnið“.
Þegar kerling heyrði þetta
vatt hún sér á hæl inn í húsið
og skellti í lás.
Komumaður hló hátt og mik-
ið. —
„Við skulum láta þá gömlu
eiga sig“, sagði ég. „Hún lokaði
húsinu“.
„Lokaði kofanum“, sagði mað-
urinn. „Lokaði, segir þú. Sjáðu“.
Hann gekk að hurðinni og hratt
henni upp.
„Komdu", kallaði hann til mín
og hljóp upp stigann.
Ég sneri frá. Þessi frekja átti
ekki við mitt skap.
Nokkrum dögum síðar lá leið
mín suður Bræðraborgarstig-
inn. Út úr búð, sem var í senn
brauð- og mjólkurbúð, kom
gömul kona með mjólkurkönnu
í annarri hendinni og allstóran
böggul undir handleggnum. Ég
sá, að henni veitti erfitt að bera
hvorttveggja, könnuna og bögg-
ulinn. Þyngdin var fyrir sig, en
þetta tvennt samrýndist illa.
Böggullinn fyrirferðarmikill,
mjólkurkannan full.
„Á ég ekki að halda á böggl-
inum meðan við eigum samleið?“
spurði ég.
Konan leit til mín snöggt, ef
ekki hörkulega. Svo rétti hún
mér böggulinn þegjandi. Við
gengum suður stiginn. Hvorugt
mælti orð.
Allt í einu beygði hún til
vinstri handar, þá var ég kom-
inn úr leið en fylgdi henni samt.
Og senn stóðum við við dyr