Heima er bezt - 01.04.1955, Page 15

Heima er bezt - 01.04.1955, Page 15
Nr. 4 Heima er bezt 111 spákonunnar. Þá þekkti ég hana. „Komdu inn“, sagði kerling. Og fyrr en varði var ég kominn inn í sjálfan helgidóminn, innra herbergið á loftinu. „Fáðu þér sæti“, sagði gamla konan. „Nú skal ég fletta fyrir þig spilum. En fyrst loka ég hurðinni, svo enginn ónáði okk- ur. — Ég vissi þegar að hún þekkti mig. Nú var spilunum flett. Það sem gamla konan las úr þeim var al- mennt og hversdagslegt. Hún spáði mér langra lífdaga, góðrar eiginkonu, efnisbarna,, sgemilegrar afkomu og annað eftir því. „Þú býrð yfir svo far- sælum þroska, að þú heldur á- fram að vaxa til elliára“, sagði hún loks. „Þakka þér fyrir þetta allt saman“, sagði ég og sýndi á mér fararsnið. „Bíddu lítið eitt“, sagði kerl- ing. „Þú telur þig hafa lítið grætt á þessari spá minni“. „Ég bjóst aldrei við miklu“, sagði ég. „Og ég er þér þakklát- ur fyrir það, að þú lézt það allt vera gott, sem þú sagðir“. „Nú ætla ég að bæta einu við“, sagði kerling. „Þig hefur nýlega dreymt draum, sem þú vildir að þig hefði ekki dreymt“. „Ég hef enga trú á draumum", sagði ég. „En ég fer með rétt mál“, sagði kerling. „Látum svo vera“, sagði ég. „Draumurinn þarf ekki að rætast“, sagði kerling. Hún horfði stöðugt á mig arnhvasst. „Mínir draumar rætast ekki“, sagði ég og lét mér ekki bregða. „Það er nú svo“, segir kerling. „Það rætast þínir draumar sem annarra. En það þurfa engir draumar að rætast“. „Segðu meira. Ég skil þig ekki“, sagði ég. „Seztu þá aftur og lofaðu mér að tala“, sagði kerling. Ég lét að orðum hennar. Hún settist líka. Nú horfði hún í skaut sitt og talaði hægt, fast með sannfæringarhreim. „Fyrst er að gera sér grein fyrir því hvers vegna mann dreymir vonda drauma, sem svo eru nefndir. Það er af því, að maður getur varizt þeirri vá, sem draumurinn boðar. Inni í heimi, sem augu fjöldans sjá svo lítið af, eru máttarvöld, sem eru reiðubúin þeim til aðstoðar sem vill. Þegar mann dreymir illa, er það allajafna fyrirboði einhvers ills, sem er í aðsigi. Leiti maður þá í öruggri trú máttarvaldanna, velta þau hjóli voðans úr leið. Hann líður hjá. Draumurinn erfiði er í senn hættumerki og fyrirskipun. Við búum yfir þeim krafti í eigin sál, sem er mikils megnugur, ef hann er settur í samband við æðri máttarvöld. Þetta ættu allir að vita og haga sér sam- kvæmt þvi. Það er fávizka að halda að draumurinn vondi, sé fyrirboði ógna, sem ekki er unnt að verjast. Ef svo væri minnti draumvaldurinn á villidýr, sem skemmti sér drjúglangan tíma við að klófesta bráð, áður en tekið er til matar. Hvað hefðum við gott af slíkri vitrun? Við kveldumst vonlausri kvöl unz ógæfan skylli yfir. Þannig er það ekki. Draumurinn er hættu merki, sem ber að taka til greina °g viðbragðið er þetta: Þakka og biðja. Þakka þeim hollvætti vorum, sem hættumerkið gaf og biðja með trú um vernd og varð- veizlu á hættusvæðinu. Ef þetta ráð er haft verður ekkert úr hættunni eða svo lítið, að það skaðar ekki“. Gamla konan þagnaði. „Þú segir sitt af hverju, kona góð“, mælti ég eftir stundar- þögn. „En við hvað áttu- Á ég að fremja einhvern galdur þeg- ar gerningaveðrin nálgast? Mér skilst að þú teljir drauma eins- konar veðurspá. Látum svo vera. En nú vitum við það um veðrin, þau fara sínu fram, til hvaða ráðs, sem gripið er og ætli það sé ekki svipað um drauminn, ef hann er nokkuð að marka“. „Hættu nú,“ öskraði kerling og leit til mín heiftaraugum. „Hvað ertu að fara. Þú gysast að helgum dómum. Var mamma þín að fremja galdur er hún kenndi þér bænir í bernsku. Það gerði hún. Veðrabrigði og draumar eru sitt hvað. Og þó, ef við vissum veðrin fyrir, yrði vá þeirra minni en ella. Á ég að fremja einhvern galdur þegar gerning- arveðrin nálgast spyr þú. Hví- líkt logandi víti sjálfbirgings- skapar felst ekki í þessari spurn- ingu. Flestu verður maður að mæta. Hroki og heimska, burt með ykkur.“ Lægra: „Reyndar mátti ég vita það, að þú ert önnur mannteg- und en þeir flestir, sem hingað leita að jafnaði. Hjálpi mér guð. Jæja, jæja. Það er svo, jæja.“ Seinustu orðin talaði kerling lágt og dró seim. Mér þótti nú nóg komið og sýndi á mér fararsnið. „Bíddu við, góðurinn,“ sagði kerling og nú var rödd hennar breytt. „Hvað áttu við, spyr þú. Mér er skipað að svara. Taktu eftir. Draumnum erfiða áttu að mæta með bæn. Það á ekki að vera máttlaust varahjal. Þú átt að biðja af öllum mætti sálar þinnar og þú átt að trúa á mátt bænarinnar, þá er hjálpin vís og bregzt ekki. Enginn vondur draumur rætist ef þessi leið er farin. Eina færa leiðin. Mundu það.“ „Gefur þú þessi ráð þeim mönnum, sem til þín leita í sömu erindum og ég? spurði ég. „Nei, engum áður,“ svaraði kerling. „Ég held, að ef þetta, sem þú sagðir mér er sannleikur, þá ættir þú að miðla honum sem flestum,“ sagði ég. „Ég get ekki sagt það öðrum, sem ég ekki veit. Þetta vitraðist mér núna. Þú ert blindur maður. Þú sérð aðeins herbergið mitt og gamla konu sem talar, en ég sé hvað býr með þér. Ég sé, ég sé, ég sé.“ Kerling seig saman í stólnum. Ég hélt hún væri að fá aðsvif. Ég fann, að það læstu sig um mig dulmögnuð áhrif. Ég fann, að ef ég átti að halda mínu óskertu þá mátti ég ekki láta nokkurn bilbug á mér finna. Og ekki vildi ég heldur gera gömlu konunni illt. Mér fannst ég skynja það, að á þessari stundu værum við hvort öðru háð á ein- hvern þann hátt, sem ekki er unnt að skýra. Þannig leið nokk- ur stund, líklega aðeins fáar sekúndur, en óralangur tími engu að síður. „Farðu að jafna þig, gamla. Framhald á bls. 125.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.