Heima er bezt - 01.04.1955, Qupperneq 16
112
Heima er bezt
Nr. 4
Kolbeinn Guðmundsson frá Úlfljótsvatni:
Bændur í Nesjum og Nesjavöllum á nítjándu öld
I. Frá Þorleifi Guðmundssyni
Þorleifur er fæddur í Norður-
koti í Grímsnesi 1770. Faðir
hans, Guðmundur Brandsson,
mun hafa verið ættaður úr Öl-
fusi. Var hann bóndi í Norður-
koti, þegar Þorleifur fæddist.
Ekki er mér kunnugt um móð-
urætt Þorleifs. 1773 vildi það til,
að bærinn í Norðurkoti brann
og köfnuðu þar í reyk 5 manns,
og þar með báðir foreldrar Þor-
leifs. En af komust gömul kona
og Þorleifur. Faðir hans hafði
borið hann út, farið svo inn aft-
ur og vildi bjarga fleirum, en
kom ekki út aftur. Þegar þetta
var bjó á Úlfljótsvatni Halldór
Brandsson föðurbróðir Þorleifs.
Honum var því komið þangað
ásamt kerlingu þeirri, sem
bjargaðist með honum úr eldin-
um. En búið í Norðurkoti tók
sýslumaður, sem þá var Stein-
dór Finnsson, í sína umsjá. 1
kvíga var látin fylgja Þorleifi
úr Norðurkotsbúinu upp í með-
gjöf með honum til Halldórs
frænda hans. Þetta átti svo að
flytja yfir Sogið á ferjustaðnum
á Úlfljótsvatni, og sá Halldór
bóndi um flutninginn. Hann átti
bát, sem hann áleit færan til
að skipleggja á honum stórgrip.
Þótti verra fyrir kvíguna að láta
hana synda yfir. Ekki er annars
getið, en að ferðin gengi vel að
ferjustaðnum. En þegar Þor-
leifur sá bátinn og kvíguna í
honum, varð hann hræddur og
grenjaði svo að af tók. Lagði þá
kerlingin það til, að farið væri
með kvíguna fyrst, og hún og
strákurinn yrðu sótt á eftir.
Þetta var gert. Halldór fór með
kvíguna og maður með honum,
í bátnum. En það endaði á þann
veg, að bátnum hvolfdi á miðju
vatninu. Halldór komst á kjöl,
en kvígan og sá, sem með hon-
um var, drukknuðu bæði. Kona
Halldórs sá frá bænum hvernig
komið var, tók bátskrifli, sem
stóð uppi á landi á Úlfljótsvatni
og gat komið því á flot og bjarg-
að bónda sínum. Þótti þetta
þrekvirki af konu. Líklega hafa
Þorleifur og kerlingin verið flutt
vestur yfir, þegar búið var að
drösla Halldóri í land. En
hvernig sem það hefur gengið
til, þá er það víst, að þau kom-
ust að Úlfljótsvatni og settust
þar að. Þetta var á áliðnu sumri
eða um haust, því að bæjar-
bruninn var nálægt sláttulokum.
Þessi tvö stórslys þóttu mikil og
varla einleikin. — Nú leið
haustið og næsti vetur svo að
ekkert bar til tíðinda. Þorleifur
var hjá Halldóri föðurbróður sín-
um, ásamt kerlingu þeirri, sem
kom með honum, var hún þá
orðin sjónlítil eða jafnvel hér-
umbil blind. Þá var það um vor-
ið, að allt fólkið af bænum fór
í stekkjartún, sem var skammt
frá bænum, en þó í hvarfi, svo
ekki sást bærinn frá stekkjar-
túninu. En áður en Halldór
bóndi fór að heiman, setti hann
pottbrot með eldi undir næsta
rúm við rúm Þorleifs og kerling-
ar, með þeim ummælum, að
volgra flónni, sem í rúmunum
væri og alltaf væri verið að
kvarta undan. Þorleifur og kerl-
ingin voru ein heima, og bæði
inni í baðstofu. Sér hann þá að
farið er að rjúka úr öðru rúm-
inu og segir það kerlingunni.
Getur hún komið honum út um
glugga, en sjálf brann hún inni,
og baðstofan til kaldra kola,
með því sem í henni var. Þorleif
sakaði ekki. Hann var að vappa
á hlaðinu þegar fólkið kom frá
stekknum.
Nú var Halldóri nóg boðið, var
sannfærður um að ógæfa þessi
stæði í einhverju sambandi við
Þorleif. Sá orðrómur var líka
kominn á manna á milli, að
sending hefði verið send Guð-
mundi föður Þorleifs, og hún
mundi hafa valdið bæjarbrun-
anum í Norðurkoti og öllum ó-
höppunum. Það var orðin al-
menn sögn, að um vorið áður
en brann í Norðurkoti — þegar
hann kom úr verinu, fór hann á
ferju yfir Sogið hjá Alviðru, en
þegar hann kom austur yfir
hraunið að Norðurkoti, flaug
titlingur á undan honum eftir
götunni alla leið heim að túni.
Þessu var enginn gaumur gef-
inn þá í fyrstu, en þótti samt
óvanalegt. En þegar óhöppin
fóru að koma hvert af öðru, sá
fólkið hvers kyns fugl þetta
mundi hafa verið. Halldór fer nú
til sýslumanns, sem var fjár-
haldsmaður Þorleifs, og biður
hann að ráðstafa honum. Ekki
hefi ég heyrt neitt um orða-
skipti Halldórs og sýslumanns.
En sýslumaður tók Þorleif til sín
og ólzt hann upp hjá honum, og
var hjá honum þar til hann fór
að búa í Nesjum, 24 ára gamall.
Sýslumaður hefir varðveitt vel
erfðafé Þorleifs, því að hann
kaupir fyrir það jörðina Nesja í
Grafningi, sem þá var 20 hundr-
uð, og nægilegan bústofn. Hall-
dór á Úlfljótsvatni lét í ljós gleði
sína yfir að losna við Þorleif og
þau óhöpp, sem honum fylgdu,
og sagði að hundrað melir hefðu
verið í hverju álnarvirði, sem
hann fékk í meðlag með honum.
Um það bil sem Þorleifur reisti
bú í Nesjum, giftist hann fyrri
konu sinni, Guðrúnu Magnús-
dóttur frá Sýrlæk í Flóa. í Nesj-
um höfðu búið fátækir bændur
áður, svo langt sem menn
mundu, og sumir fengið sveitar-
styrk. En það kom brátt í ljós
að nú var komið dugandi fólk
þangað, sem gat og vildi bjarg-
ast án annarra hjálpar. Nesjar
voru þá óhemju landstór jörð,