Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 17
Nr. 4
Heima er bezt
113
Rímnaþáttur
Oddhenda og fleira
átti allt það land, sem Nesjar
og Nesjavellir eiga nú. Þá var
enginn byggð á Nesjavöllum.
1819 vildi það slys til í Nesjum,
að Guðrún kona Þorleifs
drukknaði í Þingvallavatni, of-
an um ís við veiðiskap, 30. marz-
mánaðar. Hún hafði verið að
vitja um silunganet, en ísinn
orðinn meir, og þar af leiðandi
ótraustur. Eftir þetta fannst
Þorleifi hann ekki geta verið í
Nesjum, vegna þess, hvað bær-
inn var nærri vatninu; hafði
hann það jafnan fyrir augunum
skammt frá bæjardyrunum. —-
Efnir hann því til bæjarbygg-
ingar á Nesjavöllum. Flutti hann
svo þangað í fardögum 1820. Bjó
hann þar síðan til dauðadags
1836. Þorleifur giftist í annað
sinn um það bil sem hann flutti
frá Nesjum. Síðari kona hans
hét Guðný Bjarnardóttir. Hún
kom til hans frá Kaldárhöfða í
Grímsnesi. Ekki er mér kunnugt
um ætt hennar.
Bærinn á Nesjavöllum var
fyrst settur norðast á vellina, en
fyrsta veturinn, sem í honum
var búið, fóru vellirnir í kaf af
vatni, er myndaði þar stórt lón.
Þetta stafaði af leysingarvatni,
sem rann út á vellina, en síaðist
út í hraunið og fjaraði, þegar
upp stytti. Næsta ár varð Þor-
leifur að færa bæinn á hærri
stað — nokkra faðma norðar.
Þar stóð hann svo þangað til að
Grímur sonur Þorleifs færði
hann syðst á vellina mörgum
árum síðar.
Annað nýbýli var byggt i
Nesjalandi árið 1832. Það gerði
Magnús sonur Þorleifs. Býli
þetta var ýmist nefnt Nesjakot
eða Botnadalur, eftir dal þeim,
sem bærinn var settur í. Þar var
byggð í 12 ár. Fyrst bjó þar
Magnús Þorleifsson í 4 ár, og
eftir hann Magnús Vigfússon í
8 ár. Mestur ókostur þar var
vatnsleysi. Enginn uppspretta
nálæg og ekki hægt að taka
brunn, sem gagn var að. Allt
vatn seig niður, þegar þurrkar
voru. En á vetrum varð að bræða
snjó til þess að fá úr honum
vatn. Þorleifur Þorleifsson flutti
frá Botnadal að Hofsstöðum í
Garðasókn, en Þorleifur Vigfús-
son árið 1844 að Lágafelli í Mos-
fellssveit, og þá lagðist byggðin
Þegar Bláland seint ég sá,
sár var þrá míns hjarta.
Aldrei má ég aftur sjá
undrið háa, bjarta.
(Síðasta vísa Einars Benedikts-
sonar).
Háttur þessi er náskyldur
hringhendu, aðeins dýrari þó.
Önnur fyrirmynd er háttur
miklu eldri, sá hét áður odd-
henda, en ég hef nefnt hann
frumstiklu, sökum þess að nýja
oddhendan hefur algerlega lagt
nafnið undir sig. Frumstikla, eða
oddhenda minni var þannig:
Þegninn fær, sá þeim er kær,
þakkar orðið blíða;
hinn er ær, sem ekki slær
alls kyns dansa fríða.
(Griptur 5,2).
Elzta hringhenda, sem ég
þekki, er eftir Stefán Ölafsson í
Vallanesi. Elztu oddhendur er ég
hef rekist á eru eftir Stefán og
Eirík bróður hans, ortar 1636.
Ein er svo:
Öngva baun hann leggur í laun,
þó ljótan dauninn sendi,
utan kaun og kviðarins raun,
svo klæar hlaun og endi.
Ekki man ég til að hafa séð
aðrar vísur með þessum hætti
frá seytjándu öld.
Þorvaldur Magnússon frá
Húsavík (uml670—1740) mun
hafa fyrstur ort rímu undir
hringhendum hætti. Hann ætla
ég að einnig kvæði fyrstur odd-
henda rímu; sú ríma er i rímum
af Hávarði ísfirðingi. Rímur
niður í Botnadal. Botnadalur er
nú í Nesjavallalandi. En Nesjar
áttu í, honum slægjuítak, og
Nesjavellir skógarítak í Nesja-
landi.
Þorleifur þótti dugnaðarbóndi
og merkur maður. Það þótti af-
Þorvalds eru nýstárlegar að
háttavali og ljóðstíl eða hrynj-
andi, þar virðist um tímamót að
ræða.
Árni Böðvarsson var helzta
rímnaskáld 18. aldar. Hann hélt
fram stefnu Þorvalds í háttavali
og léttleika í kveðandi. Menn
geta séð þennan mismun ef þeir
bera rímur frá 16. öld og eldri
saman við nýrri rímur. Ekki veit
ég dýpri rök til þessarar breyt-
ingar, en vera kann að málfræð-
ingar kunni einhver skil á því.
Svo ég víki aftur að oddhend-
unni þá varð hún algeng á nítj-
ándu öld og áttu þeir mikinn
þátt í því Árni Böðvarsson og
Sigurður Breiðfjörð. Árni orti
margt með oddhendum háttum
og orti oddhent af fleiri brag-
ættum en ferskeyttu. Fræg er
langhenda oddhend, sem Árni
mun hafa ort fyrstur. Bólu-
Hjálmar kvað einnig rímu með
þeim hætti og er mikið flug í
henni, enda hef ég nefnt háttinn
flughent.
Öðling varpar eggjumskarpa,
einvaldsharpan þegar sló,
hnossir garpa í svanga sarpa
svalg hin snarpa maktin þó.
(Hjaðningarímur, 4,28)
Kveðið var oddhent af mörg-
um bragættum og verður ekki
rakið hér.
Nokkur skáld á átjándu öld
kváðu oddhendar rímur og mörg
á nítjándu öld. Talsvert er til af
lausavísum með hætti þessum.
Og enn er hann ortur.
Sveinbjörn Benteinsson.
reksverk, þegar hann handsam-
aði Þorleif útileguþjóf. Það var
á fyrstu búskaparárum hans í
Nesjum, að vart varð við ó-
kenndan mann á næstu bæjum
beggja megin við Nesja. Hann
ýmist stal eða rændi, eftir því