Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 20
116
Heima er bezt
Nr. 4
Suðurlandi, og einnig austan-
lands og norðan. — Til Vestur-
landsins hef ég ekki komið, en
auðvitað efast ég ekki um, að þar
sé líka fallegar stúlkur að hitta.
Hjá séra Birni í Holti undir
Eyjafjöllum.
Ég hef komið á fleiri en eitt
prestssetur, þar sem blessuð
óhreinindin höfðu fengið að
liggja lengi á stofugólfinu, þar
sem smjör, mjólk og rjómi var
svo fullt af hárum og óhreinind-
um, að ekki var mönnum bjóð-
andi og hreinlæti á öðrum svið-
um í réttu hlutfalli við þetta.
í Holti átti ég hins vegar ekki
slíku að mæta, en þar gisti ég á
þriðja degi ferðar minnar. Hús-
bóndinn, hinn glaðværi séra
Björn,1) hafði heimili sitt í
heiðri, enda þótt hann ætti við
bændakjör að búa. Eftir að ég fór
frá Odda, kom ég ekki á neitt
herramannslegt prestssetur fyrr
en ég kom austur á land.2) Það
er nauðsynlegt að benda á þetta
vegna einkenna landsins, enda
þótt jafnframt megi geta þess,
að hérað það, sem ég nú átti leið
um, er með fátækari héruðum
landsins. Auðyitað er langt frá
því, að ég vilji niðra hina heiðr-
uðu gestgjafa mína á Suðurlandi,
mér er þvert á móti skylt að bera
á þá hið mesta lof og vera þeim
þakklátur fyrir alla þá góðvild
og ósérplægni, er fram við mig
kom. Athugasemdir mínar hér að
Um þessar mundir sat séra Björn
Þorvaldsson í Holti (f. 1805, d. 1874).
Hann var sonur hefðarklerksins séra Þor-
valdar skálds Böðvarssonar í Holti. Séra
Björn var kunnur íþróttamaður, en þótti
af sumum óheflaður í framkomu, ef svo
bar undir.
2) Odda sat þá séra Ásmundur Jónsson
(1808—1880). Það var séra Ásmundur, sem
dómkirkjuprestur var í Reykjavík, er hið
margumrædda „dómskirkjuhneyksli:: átti
sér stað, er séra Sveinbjörn Hallgrímsson,
þá ritstjóri Þjóðólfs, hóf máls af svölum
dómkirkjunnar eftir guðsþjónustugerð og
héimtaði, að klerkur segði af sér sökum
þess, hve illa til hans heyrðist, en hann
var lágróma mjög og fljótmæltur. Þetta
gerðist skömmu eftir Norðurreið Skagfirð-
inga, sem mjög er fræg, en séra Ásmund-
ur kærði hana fyrir stiftamtmanni. Nokkr-
um árum síðar flutti séra Ásmundur að
Odda.
framan eiga ekki við fólkið,
heldur tilhögunina. Varla verður
því neitað, að það yrði hagur
fyrir ísland, að fleiri synir þess
stunduðu guðfræðinámið við
Hafnarháskóla, en þegar á það
er litið, hve rýrar tekjur prest-
anna eru eins og er, verður þess
ekki af þeim krafizt, að þeir leggi
í slíkan kostnað. Flestir þeirra,
sem um brauðin sækja, eru því
brautskráðir frá prestaskólanum
í Reykjavík, sem ekki veitir há-
skólamenntun, enda þótt hann
kunni að hafa margt sér til
ágætis.
Gestaskálinn í Holti er nýsmíð-
að herbergi, en ómálað og án
veggfóðurs, eins og venjan er.
Innanstokksmunirnir eru, auk
rúmsins, kista til að sitja á og
ómálað borð. En allt var þetta
snyrtilegt og hreinlegt og disk-
urinn með hrísgrjónagrautnum,
sem mér var borinn á miðnætti,
var slíkt hið sama og maturinn
lystugur.
Séra Björn í Holti gat ekki
mælt á dönsku fremur en granni
hans í Skógum,1) og skildi hana
heldur ekki, að ég hygg. Hér varð
ég því í fyrsta skipti að reyna
leikni mína í íslenzku. Hún var
að vísu ekki mikil, en fyrir við-
leitni mína í þessa átt voru mér
þó þegar daginn eftir slegnir
gullhamrar, og vakti það síðan
þó nokkra undrun á íslandi, er
ég mælti á tungu landsmanna.
Ekki læt ég þessa getið mér til
lofs, því að þekking mín í ís-
lenzku var af mjög skornum
skammti, og hví skyldi það ann-
ars vera lofsvert að nema mál
eins og íslenzku, sem býr yfir
þeim bókmenntaauði, sem er sí-
streymandi lind nautnar og
ánægju? Ég hef aðeins látið
þessa getið til að sýna fram á,
hve hreiminum í íslenzku svipar
mikið til hins sænska, því að það,
sem ég kunni, bar ég rétt fram,
og því heyrði ég oft sagt, að ég
mundi geta talað málið eins og
innborinn íslendingur, ef ég
dveldist eitt ár í landinu. Eins og
íslendingar furðuðu sig á hinum
íslenzka málhreimi mínum, eins
') Þá var þar Kjartan Jónsson, prestur
til Eyvindarhóla, en bjó í Ytri-Skógum
frá 1839. Hann lézt 1895, rúmlega niræð-
ur.
undraðist ég sænskuhreiminn í
tali þeirra, því að oft var það, er
ég heyrði stuttar, íslenzkar setn-
ingar, sem svipaði til sænsku, að
mér þótti sem þar væri Svíi að
tala.
Ég átti að bera séra Birni
kveðju frá Fríðu1) dóttur hans í
Reykjavík, en ég er þess fullviss,
að hvorki þessi meðmæli né
nokkur önnur þurfti til þess að
fá þennan heiðursmann til að
taka ókunnum ferðalang opnum
örmum.
Um morguninn, þegar ég lagði
af stað, lét hann söðla hesta sína
og reið með mér ásamt ungum
syni sínum að Skógum, en þar
ætlaði ég mér að gista næstu
nótt. Hann gerði mér líka þann
greiða að söðla hest handa mér,
svo að ég gæti hvílt mína hesta.
Þetta var reiðhestur dóttur hans,
ég sat því sem sagt á Fríðu-
Rauð, þegar við létum spretta
úr spori í áttina að Skógum.
Á þessari leið bar fyrir augu
ýmis náttúrufyrirbrigði, og er
þar einkum að nefna hella, sem
hér og þar gengu inn í snarbratt
fjallið neðanvert, og gerði ég mér
í hugarlund, að sjávarbrim hafi
ráðið gerð þeirra endur fyrir
löngu, er landið var lægra eða
áður en sléttan, sem nú er nið-
ur af fjallinu, varð til. Hellar
þessir koma í góðar þarfir bæði
sem fjárhús og heyhlöður. Fyrsti
hellirinn, sem við komum að, er
íhvolfur, um áttatíu fet á lengd-
ina og fjórtán fet á hæð. í
munnanum, þar sem ljóss nýtur,
er hvelfingin alsett fíngerðum,
en eigi að síður gróðurmiklum
burknum í hressandi, fagur-
grænum lit. Timburskilrúm lok-
ar hellinum innanverðum. Ann-
ar hellirinn var einungis gat, sem
lá þversum undir hamravegginn,
og var það ekki að neinu merki-
legt. Þriðji hellirinn var að
nokkru leyti mannaverk. Hann
var að gerð eins og hálfur sívaln-
ingur, um sjötíu fet á lengd,
tuttugu og fjögur á breiddina, en
hæðin hólf fet. Hér var og hvelf-
ing til hliðar við hellinn, og náði
hún upp í annan helli, sem var
ofan á hinum. í hvolfinu er op
l) Hér á höfundurinn við Hólmfríði, er
séra Björn átti við fyrri konu sinni. Hún
átti Ólaf leikfimiskennara Rósenkranz.