Heima er bezt - 01.04.1955, Side 22
/
118
Heima er bezt
Nr. 4
lokið á tóbaksdósunum með
hinni, þegar maður vill fá sér
nefdrátt. Aftur á móti er hægur
vandi að taka tappann úr tóbaks-
horni, bera það að nefi sér, hrista
það á alla vegu og sjúga þetta
ilmandi ódáinsduft fyrst upp í
aðra nösina, en síðan hina.
Þegar ég var á Maríubakka, bar
þessi tóbakshorn á góma. Run-
ólfur kom með sýnishorn af
þeim og jafnframt drykkjar-
horn, sem var eins að lögun og
gerð. Ég lét þá þess getið við
hann, hvort honum yrði aldrei
sú skyssan á að bera drykkjar-
hornið að nefi sér, en tóbaks-
hornið að munni, og innti hann
jafnframt eftir afleiðingum af
slíkum misgáningi. Þó hló Run-
ólfur, strauk höku sína og læsti
hvorutveggja hornin niður.
Ég er annars á þeirri skoðun,
að ferðalangurinn, sem kemur
til íslands, megi hrósa happi, ef
svo vill til, að hann er ekki gef-
inn fyrir þær ódáinsveigar, sem
brennivínið er sumum mönnum,
því að freistingarnar verða hon-
um ella allt of miklar. Maður get-
ur naumast áð við einhvern bæ-
inn og þaðan af síður hitt „lags-
mann“ sinn á förnum vegi án
þess að vikið sé að manni spurn-
ingunni: „Má ekki bjóða þér einn
lítinn?“ Og ef spurningunni er
ekki beint að manni í orðum, fer
þessi eftirgrennslan fram með
íbygnu depli með augunum, um
leið og klappað er á pelann eða
hornið í brjóstvasanum. Þegar
bóndi er á heimleið úr kaupstað,
er hann alveg sérstaklega til-
neyddur að bjóða hverjum þeim,
sem á vegi haris verður, að
bragða á brennivínsbirgðum
þeim, sem hann hefur meðferð-
is. Ella á hann það á hættu að
vera kallaður grútur. Sennilega á
þessi siður rætur sínar að rekja
til þess, að allir sýslungar þekkj-
ast í þessu strjálbýla landi, og
því finnst mönnum, að ekki
verði undan því skorast að bjóða
hressingu, er fundum ber saman.
Leiðsögumaður minn yfir
Breiðamerkursand, sem hafði
sýnt það framan af degi, að hann
var dugnaðarmaður, mun undir
kvöldið, að því ég hygg, hafa
gerzt íullkær að „brennivíns-
horni“ sínu, og var því er á leið
kvöldið allkátur. Kom þá í ljós í
fari hans elskulegur barnaskap-
ur, sem lýsti sér á eftirfarandi
hátt, en hvort hann hefur staf-
að af of innilegum skiptum við
hornið eða verið honum áskap-
aður, læt ég alveg ósagt um. En
hitt er víst, að um kvöldið, þeg-
ar við komum að Kálfafellsstað,
— en svo hét prestssetrið, sem ég
gisti á um nóttina —, spurði Þor-
varður, en svo hét maðurinn,
hvað ég héti. Ég fékk honum þá
prentað nafnspjald, svo að hann
ætti hægra með að muna það. Þá
varð hann svo hjartanlega glað-
ur, að hann tók markskilding
upp úr vestisvasa sínum til þess
að borga mér fyrir: „Sjálfsagt að
borga þetta.“ Ég gat með mestu
erfiðismunum fengið hann til að
halda peningum sínum.
Séra Bjarni á Stafafelli1) er
einn hinna fáu íslenzku presta,
sem ég hef séð, er minni hið
ytra á prestastéttina í gömlu
Svíþjóð, því að í fyrsta lagi var
hann með dálitla prófastsístru
og í öðru lagi ef til vill með þar
til heyrandi — og stundum þar
af leiðandi — virðuleik í fasi. En
þess er að geta, að íslenzku prest-
arnir eru ekki hempuklæddir á
rúmhelgum dögum, fremur en
starfsbræður þeirra í Danmörku,
og ef til vill er það þessi vöntun
hins kennimannslega einkennis-
búnings, að nokkru leyti sök á
því, hve habitus“2) klerkastétt-
arinnar á íslandi og í Svíþjóð er
ólíkt.
Séra Bjarni er þekktur fyrir
það, að hann hefði getað orðið
valdur að ófriði milli smáríkisins
Danmerkur og stórveldisins
Frakklands. Hann á nefnilega
dálítinn æðarvarpshólma, sem
var rændur fyrir nokkru af
skipshöfn franskrar fiskiskútu,
en mikið er um þær umhverfis
ísland, — en hérna fyrrum hefði
ríkjum ekki orðið nein skota-
skuld úr að fitja upp á styrjöld
af minna tilefni. Nú á dögum
hafa menn hins vegar komizt að
þeirri niðurstöðu, að hagkvæm-
1) Séra Bjarni Sveinsson á Stafafelli
(1813—1889) sat þar tvívegis og sagði af
sér prestsskap 1877. Skáldmæltur gáfu-
maður, en þunglyndur nokkuð.
2) hátterni, framferði.
ara er fyrir báða aðila að láta,
greiðslu koma fyrir og taka við
henni, er um slíkar yfirsjónir er
að ræða, — og kæra sig kollótta
um sæmdina. Við megum vera
guði þakklát fyrir það, því að hér
hefði aðeins verið um sýndar-
heiður að ræða. Séra Bjarni má
því lofa guð fyrir að vera í heim-
inn borinn á þessum menning-
artímum, því að hann þarf nú
ekki að hafa samvizkukvalir út
af því, að hann hafi komið af
stað styrjöld með þar til heyr-
andi blóðbaði, — en hann lætur
samt ekki hjá líða að hrakyrða
stjórnina, sem ekki getur stutt
hann til að ná rétti sínum. Og
víst verður maður að játa, að er-
indislokin eru hörmuleg, þegar
hann sendir bát sinn út í Vigur-
hólma eftir nýjum æðareggjum,
en hann situr svangur heima og
hefur ekki hugann af eggjarauð-
unni kræsilegu, — kemur bátur-
inn þá ekki aftur með forhlaðs-
rytjur úr nokkrum frönskum eða
enskum dagblöðum. Auk þess er
Vigur sennilega aðaltekjulind
hans, sem gefur honum ef til vill
í aðra hönd 300—400 ríkisbanka-
dali á ári fyrir æðardún og egg,
og þegar á málin er litið frá þvf
sjónarmiði, verður að játa, að
það er sárgrætilegt að verða fyr-
ir gripdeildum erlendra ræn-
ingja.
Fiskiduggurnar frönsku, sem
lóna við íslandsstrendur tvö—
þrjú hundruð talsins í fimm
mánuði á ári að minnsta kosti,
valda yfirleitt mikilli gremju, og
má segja, að það sé minnst, þótt
þeir ræni einn varphólma. Hlut-
urinn er nefnilega sá, að Frakk-
ar tálma veiðum landsmanna.
Þegar duggur þeirra koma á ís-
landsmið í aprílbyrjun og hefja
veiðar, eru þorskveiðar lands-
manna um sinn úr sögunni eða
að minnsta kosti miklum erfið-
leikum bundnar, því að þeir eiga
ekki þilskip, aðeins opna róðrar-
báta, sem ekki verða notaðir í
miklum sjó, og mega þeir sín því
lítils gegn velútbúnum frönsk-
um sjómönnum. Þegar 40—50
franskar duggur liggja úti fyrir
meðfram landi, — en þær mega
samkvæmt alþjóða siglingalög-
um vera í allt að fallbyssuskots
fjarlægð frá landi, þ. e. um hálfa
mílu —, þá sitja þeir að allri