Heima er bezt - 01.04.1955, Side 24
120
Heima er bezt
Nr. 4
Sigurður Kr. Draumland:
Vordagur á öskuhaugnum
Vorið kemur á fleygiferð eftir
Glerárdalnum. Rokhvass hláku-
vindurinn beljar niður árgilið
og mætir mér á öskuhaugnum á
hólaþyrpingunni fyrir ofan
Lund. Heiður og hlýr aprílmorg-
uninn varpar gullsljóma um
Eyjafjörðinn og hérna stend ég
á haugnum albúinn að hefj a
dagsverkið. Embætti mitt er í
því falið, að sjá um að sorphaug-
urinn líti alltaf vel út, og þjálfa
þá, sem koma þangað með rusl,
í góðri umgengni.
Fyrst verð ég að sauma hnapp
í vinnugallann minn. Hann
hrökk af, þegar ég stökk yfir
lækinn. Og þar sem verkfræðing-
arnir hafa sagt mér að taka líf-
inu hér með stærðfræðilegri ró,
breyti ég auðvitað eftir því með
ánægju. En ég er feitur og stirð-
ur og lurkum laminn, síðan ég
dró fallhamarinn í gær, þegar
verið var að ramma niður
bryggjustólpana. Eg held þeir
hefðu getað sent hann Júníus
á fallhamarinn. Þ. e. tekið kraft-
ana, þar sem þeir eru til, með
stórt pund af blautu munntób-
aki í nestið.
Næst er að athuga skófluna.
Þarna er kvistur í miðju skaft-
inu. Fjandakornið að ég sætti
mig við þetta, nema hann hafi
verið þarna líka í gær! En alltaf
er verið að skifta um skóflur og
hvernig gæti líka bæjarvinnan
gengið sæmilega án þess? Nú
ræðst ég á sorphrúguna sem
öskubíllinn hefir skilið eftir á
haugbrúninni, sem tákn um
dugnað öskuhreinsunarmann-
anna. Samsafn allskonar félegra
muna innan um hversdagslegan
skít. Ekki moka ég þó lengi án
þess að rekast á Morgunblaðið
og Tímann og öll hin blöðin.
Sumt af þessu þarf ég endilega
að lesa, annað ekki. Svo eru
sendibréf í tugatali. Réttast
væri að taka þau og senda aftur
sitt í hverja áttina, út um land!
Byljirnir aukast. Vorið starfar
í fjallinu við að bræða snjó. Það
gáir ekki að því, að það gerir mér
óleik í bréfaruslinu, þeytir því
niður um öll tún og girðingar, og
svo koma bændurnir og klaga,
og má ég þá fara að tína. Þarna
hleypur einn Þjóðvilji niður
brekkuna, í áttina að Flúðum.
Ef hann kemst inn á túnið þar,
verður Friðrik vondur. Ég set
þvottaklemmu í nef mér og stekk
af stað að elta blaðið, en það vill
ekki láta ná sér; og mér er sem
ég heyri hláturinn í ritstjóran-
um, innan í blaðinu. Þjóðviljinn
steypir sér loks niður í ána neð-
an við hólana. Mér datt aldrei
í hug að hann kynni að synda,
en svona endar þetta nú samt.
Yfir hæðirnar ber háan reyk-
strók sem þyrlast ákaflega fyrir
vorvindinum. Eldurinn í ösku-
haugunum er ákaflega umdeild
persóna. Sumir vilja hafa hann,
aðrir ekki; alveg eins og með
þingmenn og ráðherra. Maður
gerir bezt, að látast hvorki sjá
né heyra hér efra. Vera á allra
bandi, öllum sammála, sem þó
hafa hver sína skoðun. Og glotta
svo á eftir þeim, þegar þeir fara.
Heill skipsfarmur af bréfadóti
kemur í fang mér á leiðinni upp
á hauginn aftur. Sortnar næst-
um alveg fyrir sól. Vindurinn
hlær og steypir sér kollhnís með
veiðina, en ég hengi stein í hatt-
barðið mitt og fer að moka. Þeg-
ar ég hefi jafnað alla haugbrún-
ina verður mér litið upp og sé að
komnir eru nokkrir máfar. Bak
við þá glittir í Tuliníus, með
stærðar derhúfu. Hann ætlar
auðsjáanlega heldur en ekki að
fara að hreinsa til. Veður nú
fram gegnum máfahópinn, sem
rýkur út í veður og vind. Þrífur
bréfsnifsi og kastar því fram af
haugnum, beint á móti bylnum,
sem þeytir því til baka austur í
Vaðlaheiði. Tuliníus verður
hissa, klappar mér svo á herðarn
ar og segir: Þú hlýtur að vera
duglegur, góurinn! —
Mér þykir vænt um að fá hjálp
við verkið og sting upp á því, að
við sækjum Ásgeir líka. En hann
ku þá hafa verið sendur í togara-
vinnu í morgun. Enda engin
skófla til handa honum fyrri en
á fimmtudaginn, þegar þær
koma úr viðgerð. Og Mangi Lúð-
víks er hættur að lána. — Dýrð-
in stendur ekki lengi. Og þó er
blessuð lóan að syngja dírrin—
dírrinn í loftinu þarna uppi yfir
okkur. Hinn nýi vinnufélagi
hverfur fljótar en hann kom. Og
þetta er þá allt, sem hann hef-
ur getað lært af mér. Ekki er að
sökum að spyrja, þegar fyrir-
myndirnar bregðast.
Einn bíll af sandi fyrir morg-
unkaffi! Ég fer nú að skjálfa í
miðju vorinu. ef þið haldið ekki
betur áfram. Eldurinn þiggur
marga bílfarma af sandi á
hauginn, áður en hann hættir
að gefa reyk frá sér. Ég nefni
þetta við bílstjórann. Hann er
annars hugar og segir fátt. Nú
man ég það, að Geiri var eitthvað
að stríða honum í gær. Geiri hef-
ir líka strítt mér og ég honum,
svo að þetta er allt ein flækja og
hvergi upphaf né endir, sem
hægt sé að átta sig á.
Þegar ég opna kaffitöskuna
mína velta ósköpin öll af flugum
út úr henni. Þær hafa komist
inn um rifu á einu horninu og
þykjast nú vera morgunmatur,
en ég rek þær burtu. Sólin skín á
heiðum himni og þeim er vor-
kunnarlaust að halda sönsunum.
Háttvirtu flugur! — sem persón-
ur og hugtök! Gerið svo vel og
hverfið héðan meðan tími er til,
annars veiði ég ykkur í bréfpoka
og held fyrir opið, svo lengi sem
mér þóknast.
Fram að hádeginu hefi ég eng-
an frið fyrir viðskiptavinum.
Allir þurfa að koma af sér rusli.
Að vísu fá þeir það framan í sig
að mestu aftur, meðan þeir eru
að steypa því af bílunum, fram
á hauginn. Ég get eigi annað en
aumkvað þá menn, sem verða að
fara til baka í bæinn með allt
þetta mor í skegginu. Þori ekki
að bjóða þeim vindla, þá getur
kviknað í lubbanum, og nóg er
áður um eld hér efra. Verð ég
því bara að skemmta sjálfum
mér, og ek í handbörum, til að
njóta vinnugleðinnar á borð við
Franklín.
Klukkan tólf hleyp ég undan