Heima er bezt - 01.04.1955, Blaðsíða 25
Nr. 4
Heima er bezt
121
VALDABARÁTTA í HEIM-
SKAUTALÖNDUM
Stór landsvæði, sem enginn hefur augum litið. — Er Suðurskauts-
landið ríkt af verðmætum málmum?
brekkunni austur af hólunum.
Það er hálftíma gangur heim og
verkamannafélagið vill láta aka
mér á bíl til og frá mat, þar sem
vinnustaðurinn er langt ofan við
svonefnda „línu“. Ég get ekki
verið að bíða eftir öllum þeim
fjölda af bílum, sem þyrfti til
þess, yfir langa æfi. Ég ætla að
verða 100 ára, eins og afar mín-
ir. Skýin þjóta um loftið. Þau eru
vist að mæla tímann. Upp úr
hádeginu tekur að lægja. Svo er
líka um mannsæfina.
Blátt vormistur hrannast í
suðri. Bak við móðuna er him-
ininn djúpgrænn. Brátt fer jörð-
in að sýna sama lit. Hrafninn er
búinn að verpa. Hreiðrið er í
gljúfrinu beint á móti ösku-
haugnum. Stundum sitja bæði
krummahjónin á haugnum, þeg-
ar mig ber að. Þau virðast vera
að leika „legg og skel“, eða jafn-
vel „fífil og hunangsflugu". Það
eru tómstundir. Mestu af tíman-
um verja þau til búskapar, eða
aðdáunar á fjölbreytni matarúr-
gangsins á haugnum. Þau ráðast
á rottur og ketti og biðja slíkan
þrælalýð aldrei þrífast. Svona er
stríð lífsins, þar sem þroskinn
er fjarlægur. Möngu gleymir
heimskur smalagvendur á steðja
tilverunnar, og er hræddur við
Skugga-Svein.
Það var líka einu sinni Sfinx,
sem var ákaflega þögul, mælti
aldrei orð. Einu sinni brá hún
vana sínum og sagði við farand-
söngvarann í eyðimörkinni:
Horfðu langt yfir skammt, þang-
að sem sést í heiðan himininn
gegnum ofurlítið skýjagat. Láttu
söng þinn hljóma yfir auðnina
kring um þig, án þess að virða
hana viðlits.
Hallandi degi fylgir notaleg
værð. Flugurnar suða á haugn-
um. Sorpið angar. Reykurinn
verður að ljúflyndum kúf, eins-
konar dalalæðu. Hverfur loks
alveg, þegar ég er búinn að aka
nógu í uppsprettu hans. Þá er
hérumbil nón. Uppi á hólaslétt-
unni er Finnur að plægja kart-
öflugarðana, sem bærinn leigir
út. Blik vordagsins er yfir borg-
inni og töfrar verkamennina,
sem staddir eru svona hátt upp í
fjalli. Fj arlaajgðjn gerir fjöllin
blá og mennina mikla, sagði Jó-
hann Sigurjónsson. Okkur Finni
Það er langt síðan, sæfarendur
uppgötvuðu stórt, ísiþakið land
umhverfis Suðurskaut jarðar.
Land þetta, sem er stærra en
Evrópa, er allt ísiþakið, nema
þar sem háfjöll risa upp úr jökl-
inum. Þarna mitt í ísauðnunum
eru stórkostleg eldfjöll, svo sem
Erebus, sem gýs með stuttu milli-
taili, en lítið af landinu er kann-
að, nema helzt strendur þess.
Sjálft Suðurheimskautið liggur á
hásléttu um 3 þús. metra yfir
sjávarmál. Það var lengi keppi-
kefli landkönnuða. Mörgum er
minnisstætt kapphlaupið til
Suðurskautsins á fyrsta og öðr-
um áratug þessarar aldar, sem
lauk með því að Roald Amund-
sen komst á heimsskautið þann
14. des. 1911. Um þetta einstæða
afrek lét Friðþjófur Nansen þau
orð falla, að af því myndi lýsa
langt fram í aldir, enda er Am-
undsen nú viðurkenndur sem
einn af hinum miklu landkönn-
uðum veraldarsögunnar. Leið
Amundsens til skautsins lá yfir
hrikalega skriðjökla og stórkost-
lega fjallgarða á hæð við Alpana.
Lýsing hans á þessu ferðalagi er
einna líkust spennandi skáld-
sögu, svo ævintýralegt var þetta
ferðalag allt, þó að hinn góði ár-
angur þess næðist aðeins vegna
frábærrar útsjónarsemi og
þrautseigju Amundsens, en það
átti ekkert skylt við spila-
mennsku ævintýramannsins.
finnst bærinn svo fallegur héðan
að sjá, og þykir frá þessum sjón-
arhól skoðað, sem mannlífið þar
sé engu líkt að gæðum. Nú skýt-
ur Tuliníusi upp aftur og hann
gefur okkur „snaps“ með síð-
degiskaffinu. Svo spásserum við
svolítið og tölum um vinnuna,
sem fyrir hendi er. En hvað læt-
ur fólk sig varða hvað við hugs-
um þessir þrír? Við sem stundum
förum í „snjókast" með dauðum
rottum!
Á þessum vetri hafa heims-
blöðin rætt talsvert um Suður-
skautslandið, og fjölmennur vís-
indaleiðangur heldur til þar
syðra um þessar mundir. í þetta
skipti eru það Ameríkumenn,
sem hafa falið vísindamönnun-
um að sýna flaggið á þessum
slóðum, ef til vill meðal annars
til þess að sýna Englendingum,
Chilebúum og Argentínumönn-
um að fleiri hafi áhuga á þess-
um ísauðnum en þeir. En fyrr-
nefndar þjóðir hafa sent marga
leiðangra til heimsskautslands-
ins síðustu árin og sýnt talsverð-
an áhuga á löndunum þar. Einn-
ig hér á Norðurlöndum láta
menn sig þessi mál skipta, því
að Norðmenn vilja gjarna fá við-
urkenningu á, að þeir hafi yfir-
ráð yfir landsvæði því, sem
kennt er við Maud drottningu
þeirra, og Amundsen gaf nafn á
sínum tíma. En það, sem einkum
fær Bandaríkjamenn til að
skipta sér af löndum þessum, er
þó víst aðallega sú staðreynd, að
Rússar hafa látið sjá sig á þess-
um suðrænu slóðum við hlið
annarra þjóða.
Deilur þær milli ríkja um land-
svæði þetta, sem er eins og áður
er sagt, stærra en öll Evrópa, og
að mestu leyti algerlega óþekkt,
eiga rót sína að rekja til þeirra
möguleika, sem finnast þar frá
hernaðarfræðilegum sjónarmið-
um. Ef svo færi, að Panama-
Samt erum við samnefnarar
fyrir allt hitt fólkið. Við og allt
hitt fólkið höldum áfram braut
starfs og dáða, hvert í sinni
stöðu. Nýr dagur tekur sífellt við
af liðnum. Minningarnar um
okkur safnast í hauga sögunnar,
eins og glóandi málm-dallar með
fáeinum ryðblettum hér og þar,
unz klukka tímans hættir að
lokum að ganga og líkaböng ei-
lífðarinnar hringir okkur til
moldar í gröf aldanna.