Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 29

Heima er bezt - 01.04.1955, Síða 29
Nr. 4 Heima er bezt 125 anir. Það var aðeins betlibréf frá fjarskyldum ættingja Vé- bjarnar. Sá trúði auðsýnilega, að gamli maðurinn myndi gefa honum peninga sína. En Vébjörn hafði ekki svarað bréfi þessa ættingja síns, því að hann hafði frétt, að hann hefði haldið illa á spilunum í hinu framandi landi, og jafnvel verið viðriðinn fjárglæpi. En — peningarnir hans Vé- bjarnar gengu til annars manns, sem hafði unnið fyrir þeim ög átti þá skilið. Fólkið í sveitinni varð alveg orðlaust, þegar léns- maðurinn kunngerði að „Bangsi“ ætti að erfa allar eignir gamla mannsins samkvæmt erfðaskrá hans. Það voru mörg þúsund krónur í reiðu fé og auk þess Gljúfurhaugur og allt annað, sem Vébjörn lét eftir sig. — Spákonan Framhald af bls. 111. mín,“ sagði ég og reyndi að tala þannig, að fargsins, sem á mér lá, gætti sem minnst. Það fór að koma hreyfing á gömlu konuna. Hún neri saman lófunum, hag- ræddi sér í sætinu, strauk ennið og augun, loks reis hún á fætur studdi sig þó við borðið titrandi gómum. Þannig stóð hún svo- litla stund. Svo þurrkaði hún sér um vitin. Enn stóð hún þögul og horfði í gaupnir sér og bærði Tarirnar án þess að mæla orð. Svo sagði hún allt í einu: „Var ég ekki að hugsa um að gefa þér kaffisopa?" „Langar þig til þess að ég drekki með þér kaffi?“ sagði ég. Og mér létti stórum við þessi veðrabrigði. „Þú ert kannski að flýta þér?“ sagði hún. Ég leit á klukkuna. „Já, ég veit þú ert tímabund- inn,“ sagði hún. „Drekktu með mér mjólkurglas og svo skiljum við sem vinir. Það er grunur minn, að þú hafir ekki farið er- indisleysu hingað.“ Það eru þrjátíu ár síðan saga þessi gerðist. Ég hefi margan hitt, sem lét spá fyrir sér. En enginn þeirra fékk sömu ráð við draumunum og ég. Og enn tala menn og rita um 'drauma, án þess hægt sé að sjá, að þeim komi til hugar, að maðurinn fái þar nokkru um þokað. Við þekkjum svo fátt af lögmálum lífsins, mannanna börn. En eitt er víst: Trúlaust líf tapar innsta kjarna sínum. Hvort gamla konan lifir enn, veit ég ekki. En er fundum ber saman næst, segi ég henni, að ráð hennar hafi komið mér að gagni. Og ég sé henni þakklátur og ég óski henni ævarandi far- sældar. Bjarni Þorsteinsson. — Hamskipti Framhald af bls. 106. mæla, en drengurinn hafði þeg- ar sleppt hundinum, svo að Fihn skildist, að hér var ekki annað að gera en að sýna karlmennsku. — Komdu hvuti! kallaði hann vingjarnlega, og þegar hundur- inn kom og dillaði skottinu, rétti Fihn út hendina og klapp- aði honum tvisvar á hrygginn. Nicolajsen hafði horft á með hálflokuð augu. — Berðu kveðju til húsbónda þíns og segðu að -— hm — ég sé ánægður með hundinn, sagði hann við drenginn. Ég lít við einn daginn og borga — hm — það sem ég skulda. Spádómar . . . Framhald af bls. 104. það ár, að hin svonefndu raf- magnsljós gætu aldrei orðið not- hæf. Er nauðsynlegt að gera nokkrar athugasemdir við þenn- an spádóm hans? Kringum aldamótin síðustu sagði stjörnufræðingur einn amerískur, að það væri örugg- lega sannað, að ómögulegt væri að fljúga gegnum loftið með vélarkrafti. En í dag, rúmri hálfri öld síðar, geta menn flog- ið hraðar en hljóðið. Skapvonzka Jens í Steinum var þekktur fyrir það, hve frámunalega upp- stökkur hann var. Við hin minnstu tilefni gat hann orðið svo öskuvondur, að menn vissu varla dæmi til annars eins, og margar sögur gengu um það, sem hann tók til bragðs við slík tæki- færi. Hér eru tvær af þeim. Einu sinni var hann úti á firð- inum að veiða handa sér í soð- ið. Fiskurinn beit vel á og hann innbyrti einn stórþorskinn eftir annan. En svo flækti einn þeirra færið fyrir honum. Jens var hálf- loppinn, og meðan hann var að bisa við að rota fiskinn, sem slapp honum úr greipum hvað eftir annað, flæktist færið meira og meira. Hann tók að bölva í hljóði og loks varð hann svo vondur, að hann tók færið með fiskinum á önglinum, stóð á fæt- ur í bátnum, og þeytti öllu sam- an eins langt og hann gat út i fjörðinn. Síðan tók hann árarn- ar og reri í land, svo að bátur- inn næstum því flaug eftir öld- unum. — Nú geturðu átt þig, helvítið þitt! sagði hann og gnísti tönn- um. Hann átti við þorskinn. í annað sinn þurfti hann að flytja við til nágranna síns spöl- korn út með fjarðarströndinni. Það var nokkuð þungt í sjóinn og vindur og straumur á móti, svo að Jens varð sveittur af að komast þetta. Varð hann þyrst- ur mjög og tók mjólkurbrúsa, sem hann hafði í bátnum, setti hann á munn sér og svalg stór- um. En einmitt í sama bili gerði svolítinn öldugang. Báturinn valt, svo að mjólkin flaut út um hið alskeggjaða andlit Jens og ofan á bringu. Hann bölvaði og svelgdist illilega á mjólkinni, og er hann náði andanum, þuldi hann svo magnaðar bölbænir, að mörgum myndi hafa orðið illt af, ef hann hefði heyrt til hans. Síðan greip hann brúsann, setti lokið á hann og þeytti hon- um af öllum kröftum útbyrðis. Svo hvíldi hann sig stundar- korn og tók síðan að róa eins og fjandinn væri i hælunum á hon- um. — (Úr norsku).

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.