Heima er bezt - 01.03.1956, Síða 2

Heima er bezt - 01.03.1956, Síða 2
Pekktu Ian d þitt! Tilvera hverrar þjóðar, livort sem hún er stór eða smá, hlýtur ætíð, þegar allt kemur til alls, að hvíla á þeim gæðum og gögnum, sem land hennar hefir að bjóða. Fjölmennar þjóðir og þróttmiklar geta að vísu um stundarsakir aflað sér auðæfa nreð landvinningum og undirokun annarra þjóða, en fyrr eða síðar kemur að skuldadögum. Fáar þjóðir, eða engar, munu þó vera jafn mjög til þess knúðar að treysta einvörðungu á land sitt og gæði þess, og vér íslendingar, og svo iiefir það verið síðan saga vor hófst. í nær 10 aldir barðist þjóðin örvæntingarfullri baráttu fyrir tilveru sinni. Vopn hennar í þeirri baráttu voru seigla og nægju- semi. Rangsnúið stjórnarfar og yfirdrottnan er- lendrar þjóðar olli því, að arður af erfiði þjóðar- innar gekk henni úr greipum, en vankunnátta hennar sjálfrar í lífsbaráttunni hjálpaði til að gera kjör hennar sem rýrust. Síðustu mannsaldrana hefir gerzt undraverð breyting í þjóðlífi voru. Sennilega hefir svo ör breyting hvergi orðið annars staðar í heiminum. En jafnframt höfum vér glatað vörn nægjusem- innar, sem lengst dugði á hörmungarárum þjóðar- innar. Vér höfum kynnzt því, hverjar kröfur eru gerðar til lífsins í nútíma þjóðfélagi, og vér viljum njóta hins sama og aðrir, og ekki minna. En um leið verðum vér að gera oss ljóst, að árangurslaust er að krefjast meira af landinu og gæðum þess, en það getur veitt. Sé það gert, er stunduð rányrkja, sem fyrr eða síðar kemur þeim í koll, sem hana stundar, og þá getum vér átt á hættu sömu örlög og gullleitarmaðurinn, sem sóað hefir öllum feng sínum á sömu stundu og hann hirðir síðasta gull- kornið úr námunni. Ef vér lítum á sögu liðinna alda, hlýtur oss að undra, hversu verkmenningu þjóðarinnar var áfátt á mörgum sviðum, einkum þó í öllu, er snerti jarð- yrkju. í þeim efnum hafa verið tekin risaskref. Framleiðslutæki vor til lands og sjávar eru nú svo stórvirk, að engan mundi hafa dreymt unr nokkuð þvílíkt fyrir hálfri öld síðan, hvað þá fyrr. En ekki er allt fengið með tækjunum einum saman. Enn skortir allmikið á, að oss sé ljóst, hversu ákaft vér megum sækja auðæfin í skaut náttúrunnar, án þess að þau gangi til þurrðar. Vér höfum enn vanrækt að afla oss þeirrar þekkingar á landinu sjálfu og eðli þess, sem þó er grundvöllurinn, er öll bygg- ingin livílir á. Til þess að afla þeirrar þekkingar, verður að skipuleggja alhliða rannsókn landsins. Nægilega stór hópur vel menntra vísindamanna verður að geta gefið sig óskiptan að því starfi, og njóta til þess viðunandi starfskjara. Sú rannsókn má ekki vera fálmkennd og sundurleit heldur verði full- komin samvinna milli starfsgreinanna, svo að hvað geti stutt annað, og við hlið hinna eiginlegu nátt- úrufræðirannsókna verða svo tæknilegar athuganir og rannsóknir. Nú um alllangt skeið höfurn vér treyst mjög á sjóinn um alla afkomu vora. Allt um það hefir fé og annar nauðsynlegur stuðningur til fiskirann- sókna verið skorið mjög við nögl. Enda þótt nokk- uð sé nú léttara yfir þeim málum en verið hefir, skortir allmjög á, að þeim séu gerð viðunandi skil, því að rannsóknir á göngum og háttum fiskanna, svo að öðrum atriðum sjávarlífsins, hljóta að verða grundvöllurinn undir fiskiveiðum vorum í framtíð- inni, ef þær eiga ekki að verða rányrkja, og sífellt áhættuspil þeim, er við þær fást. En jafnframt verð- um vér að komast á lag með að gjörnýta aflann, þannig að engin verðmæti fari til spillis, því að í raun réttri er allt annað rányrkja. En jafnframt þessu skulum vér hafa hugfast, að oss ber að renna aumim meira til landbúnaðarins, en verið hefir. Ræktun landsins þarf að verða fjöl- þættari, og þau gæði, sem landið fær veitt, betur nýtt, án þess þó að of nærri sé gengið stofninum sjálfum. Vér höfum leitast við að spyrna fótum gegn uppblæstri og landeiðingu, en vér þurfum að leggjast dýpra í þeim efnum, og leitast við að finna ráð, sem draga úr uppblásturs- og eyðingarhætt- unni, meðal annars í sambandi við það, hve mikla beit og nytkun landið þolir, án þess að því sé hætta búin, því að ef vér eigum að geta lifað í landinu, 54 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.