Heima er bezt - 01.03.1956, Side 6
SKÁKTAFL
Á
ÍSLANDI
Reynsla síðustu ára hefir sýnt það
ótnótmælanlega, að íslendingar eru
snjallir skákmenn, og þeir eiga skilið
það hrós, er oft hefir áður verið á þá
borið í þeim efnum. Virðist svo, að
þeir standi fyllilega stærri þjóðum og
fólksfleiri á sporði í þessari íþrótt. At-
burðir síðustu mánaða í skákheimin-
um hafa vakið almenna áhugaöldu um
skákíþróttina um land allt. Ungir og
gamlir fylgjast með fréttum af áhuga,
setja upp töfl og leika eftir skáksnill-
ingum, og strákar, er vart eru biinir að
læra stafrófið hvað þá margföldunar-
töfluna, nota nú hverja stund til að
tefla skák. Það má því ætla, að ýmsum
þyki ekki ófróðlegt að heyra eitthvað
um sögu skákíþróttarinnar hérlendis á
liðnum öldum. Þó er ekki um sam-
fellda sögu að ræða, til þess eru heim-
ildir of fáar og dreifðar. Þótt víða sé í
yfirliti þessu leitað til frumheimilda,
hefir þó að mestu verið stuðzt við
yfirlit ólafs Davíðssonar í riti hans,
„fslenzkar skemmtanir“.
Nokkrir jjœttir
fy
rrum
úr
og
sögu skáklistarinnar
til loka nítjándu aldar