Heima er bezt - 01.03.1956, Síða 8
60 Heima Nr. 3
--------------------------------er bezt----------------------------
Bræðratungu. Segir svo frá þeim atburði, að Sámur
vildi bera aftur riddara, er hann hafði leikið í upp-
nám, en Þorgils lét hann ekki ná. Er augljóst, að
þar segir frá maður, sem þekkti skák og talshætti
við hana.
Tafl er nefnt á nokkrum öðrum stöðum í Sturl-
ungu, og getið er þar manns, er Tafl-Bergur var
kallaður, en ekki verður séð, hvort þar er um skák
að ræða eða eitthvert annað tafl.
Á þessum árum gerðist sá' atburður á Hólum,
er Bótólfur var þar biskup (1238—1246), að djákn-
ar tveir tefldu skák þar á staðnum. Var annar þeirra
örorður og uppvöðslumikill. Biskup bar þar að
og horfði hann á taflið. Lagði hann þá til með
öðrum klerkinum, tók þá að hallast taflið, svo að
öðrum var komið að máti, mest af tillögum biskups.
Reiddist klerkurinn, sá er verr gekk taflið. svo segj-
andi til biskups: „Betra er þér bróðir Bótólfur að
fara út í kirkju og sjá yfir ræðing þinn, er þú átt
að lesa í nótt, því að þú last allt rangt í fyrri nótt,
starfaði og Guðmundur biskup, er fyrir þig var,
meira í bænahaldi og ölmusugjörðum en taflbrögð-
um.“ Bótólfur svaráði þessu hógværlega og þakk-
aði djáknanum. Saga þessi, sem vitanlega er sögð
Bótólfi biskupi til lítilsvirðingar, sýnir ótvíræðlega,
að skáktafl hefir verið iðkað af kappi heima á Hól-
um um þessar mundir, og sjálfur biskupinn hefir
kunnað leikinn og haft gaman af.
Naumast munu fleiri öruggar heimildir um skák-
tafl finnast í fornritum vorum. Þó má geta þess,
að í Króka-Refs sögu segir frá því, að Gunnar inn
grænlenzki sendi Haraldi konungi Sigurðssyni bæði
hneftafl og skáktafl. Sagan er ekki rituð fyrr en á
14. öld, og talin lítt sannsöguleg, svo að heimildar-
gildi hennar er lítið annað en það, að höfundur-
inn hefir vitað til þess, að um hans daga hafa skák-
töfl verið smíðuð á Islandi og Grænlandi, og þótt
svo góðir gripir, að þau gátu verið meðal kongs-
gersima, og sýnir það mat manna á íþróttinni.
Orðtök í fornsögum', sem bent gætu örugglega á
skáktafl, eru hvorki mörg né koma oft fyrir. Þau
orðtök, sem rekja má til tafls og tilfærð eru úr forn-
ritum samkvæmt doktorsritgerð Halldórs Halldórs-
sonar, eru þessi: vera kominn í mát með eitthvað
(Víglundar saga), vera í námi (Hrólfs saga kraka),
tefla tafli (Biskupa sögur), verða tafli seinni (Eyr-
byggja saga), tefla einhvern upp (Laxdæla saga),
um eitthvað er að tefla (Grágás). Af þessum orð-
tökum eru einungis tvö þau fyrstu ótvíræðlega
dregin af skáktafli, en þau eru bæði úr ungum sög-
um, svo að þau benda fremur til þess en hitt, að
skáktaflið hafi borizt seint til íslands. Og yfirleitt
verður ekki ráðið af þessum orðtökum um aldur
skáktafls á íslandi. Hin önnur orðtök um tafl, sem
getið er í áðurnefndu doktorsriti, eru öll frá síðari
öldum, en vitanlega eru mörg þeirra mjög algeng
nú á dögum, bæði í rit- og talmáli.
Geta má þess hér, að Ólafur Davíðsson hefir það
úr ritgerð Grims Thorkelíns um skák á Islandi, að
Páll Vídalín geti þess í skýringum sínum yfir fom-
yrði lögbókar, að til sé ritgerð, Útskýring tafllistar-
innar, sem hann geti til að samin sé á 13. öld,
því að á hana sé minnst í Sturlungu. Engin frekari
deili veit Ólafur á þessú, og ekki kveðst hann hafa
fundið þessi ummæli Páls í hinum prentuðu Skýr-
ingum yfir fornyrði. Samt telur hann ekki óhugs-
andi, að hér sé um ritgerð að ræða um útskýring
skáktaflsins, sem geymd er í British museum, en
hún muni þó vera miklu yngri en frá 13. öld.
Af þessu, sem hér er ritað, er'þó fullljóst, að skák-
tafl er kunnugt orðið hér á landi á 13. öld, og það
er þá iðkað a. m. k. á höfðingjasetrum og biskups-
stólum, bæði af lærðum mönnum og leikum. Einnig
er ljóst, að það liefir verið talin virðuleg íþrótt, sem
sómdi konungum að iðka.
Ekki er kunnugt, hvaðan skákíþróttin hefir bor-
izt hingað til lands. Willard Fiske, sem manna var
fróðastur urn skáksögu, kvað fullyrða, að hún hafi
flutzt hingað frá Bretlandi með námsmönnum, er
þar dvöldu. Ef sú tilgáta er rétt, gæti hugurinn
hvarflað til Páls biskups í Skálholti, sem dvaldi
langdvölum í Englandi við nám á yngri árum sín-
um. Annars munu engar heimildir vera fyrir þess-
ari staðhæfingu Fiskes, en hann kvað draga það
einkum af nöfnum mannanna í taflinu. Þau séu
nær ensku nöfnunum en hinum norrænu. Hrókur
heitir t. d. „rook“ á ensku, sem komið er af „roccus“
í miðaldalatínu, en á Norðurlandamálunum heitir
hann „taarn“. Ekki er mér kunnugt, hvort Fiske
tilfærir fleiri orð af þessu tagi, en benda má einnig
á, að á Norðurlandamálunum heita peðin bændur,
en íslenzka orðið peð mun dregið af hinu latneska
„pedis“, sem þýðir fótgönguliðsmaður. Þetta hvort
tveggja gæti bent til þess, að taflið hefði ekki bor-
izt hingað frá Norðurlöndum, og að latínulærðir
menn hefðu haft það fyrst út með sér.
Eftir að fornritunum sleppir, er heimilda um
skáktaflið, eins og fleira, helzt að leita í íslenzku
fornbréfasafni, þar er skáktafls fyrst getið í skipta-
gjörningi frá Eyri í Seyðisfirði vestra árið 1470.
Síðan er getið um skáktöfl við og við í skiptagjörn-