Heima er bezt - 01.03.1956, Side 12

Heima er bezt - 01.03.1956, Side 12
64 Heima * ■ Nr. 3 --------------------------------er bezt---------------------------- Eggert gerir þarna grein þess, að hverju leyti taflsiðir íslendinga séu ólíkir því, sem erlendis tíðk- ast. Jón Olafsson frá Grunnavík hefir margt um skák í orðabók sinni. Skal hér getið hins helzta, sem þar er umfram lýsingu Eggerts, eftir því sem Ólafur Davíðsson skýrir frá. Elann telur upp þrennskonar skák: Manntalsskák, sem er hin venjulega skák, frúarskák og riddaraskák. Óljóst virðist, í hverju frúarskák sé frábrugðin venjulegri skák, þó segir hann á einum stað, að drottningin sé ofsótt hér með vissum leikjum, og sé reynt á alla vegu að koma henni í klípur. Segist Jón aðeins hafa þekkt þrjá menn sem kunnu frúrskák: Pál lögmann Vída- lín, Þorstein Sigurðsson, sýslumann í Norður-Múla- sýslu, sem lært hafi skákina af Páli, og síra Álf Gíslason í Kaldaðarnesi í Flóa. Hin losaralegu um- mæli Jóns um skákleik þenna, og hinir fáu kunn- áttumenn, gæti bent til þess, að hér hefði verið um að ræða skákleik, sem var að deyja út. Ólafur Davíðsson segir, að Uno von Troil nefni jungfrúar- skák, en hann er í vandræðum með að greiða úr þessari flækju. Riddaraskákin er að sögn Jóns Ólafs- sonar skáktafl, sem hefir á það eina borð fjóra ridd- ara. Gangur þeirra er tvennslags, sá eini riddara- gangur, sem í almennri manntalsskák. Hinn, sá lengri, er einum reit á skakk fram yfir þann styttri, þ. e. t. d. frá b2—d5 eða e4. Þá nefnir Jón þessi mát, sem vantar hjá Eggert: langa skuðarmát, aft- urskvettumát og fretstertumát, en fretsterta er peð í riddaraskák að sögn Páls Vidalíns. Heimamát kall- ar Jón heimaskítsmát, og blóðsótt blóðskít. Ann- ars skal hér ekki farið fremur út í þá sálma, enda ekki á færi óskákfróðra manna, að ræða um skák- reglur og mismun þeirra. Af öðrum sérkennum íslenzkrar skáklistar nefnir Ólafur Davíðsson vald- skák, sem sé í því fólgin, að ekki megi drepa neinn mann, sem valdaður er. Mun hún þó miklu yngri en frásagnir þeirra Eggerts og Jóns. Af frásögnum ferðabókanna lítur út fyrir, að út- lendingum hafi fundizt mikið til um skákfærni ís- lendinga. Hvorki Eggert Ólafsson né Horrebow gera þó mikið úr henni, eins og áður er getið, og virðast báðir halda, að íþróttin sé í afturför. Þegar kemur fram á 19. öldina eru sóknalýsingar þær, er Bókmenntafélagið lét safna saman að undirlagi Jónasar Hallgrimssonar, merkileg heimild um út- breiðslu skákíþróttarinnar. En þær eru allflestar samdar á milli 1840 og 50. Ólafur Davíðsson segir, að ekki sé minnzt á tafl nema í þriðju hverri lýs- ingu, og víða tekið fram,- að fáir kunni að tefla, og sumir prestanna taki beinlínis fram, að fáir kunni skáktafl. Ekki eru enn til á prenti aðrar sóknalýsingar en um Vestfirði, Húnaþing og Skaga- fjarðarsýslu. Virðist mér á þeim, að enn minna sé þar getið um tafl en Ólafur segir frá. Þannig er í 26 sóknalýsingum Vestfjarða einungis getið um tafl í 5 lýsingum. Þar segir svo: Staðar- og Reykhólasóknir: Fáir kunna skáktafl, svo ég viti, og engir vel. Flateyjarsókn: Tafl kunna margir, fáir þó skák- tafl. Selárdalssókn: Nokkrir skemmta sér einstaka sinnum við að spila og tefla, helzt myllu. Álftamýrarsókn: Spil, töfl og sögulestur helzta skemmtun fólks. Sanda- og Hraunssóknir: Til skemmtunar hafa nokkrir tafl eða spil. Ekki verður sagt, að hátt sé risið á taflkunnáttunni þarna, og er þetta þó þar, sem Eggert Ólafsson telur skákíþróttina almenn- asta á sínum tíma. Enn minna er þó um tafliðkanir í Húnavatnssýslu, af 14 sóknalýsingum þar; er þess einungis getið í Staðarbakka- og Efranúpssóknum, að menn spili og tefli endrum og sinnum. Aftur á móti virðist meira vera um tafl í Skagafirði, eink- um vestan Vatna. Þar er tafls getið á eftirfarandi hátt: Fagraness- og Sjávarborgarsóknir: Nokkrir tefla skák og kotru. Reynistaðarsókn: Margir spila, fáir tefla. Glaumbæjar- og Víðimýrarsóknir: Sumir spila, færri tefla. Mælifells- og Reykjasóknir: Spil og töfl brúka sumir einstaka sinnum. Goðdala- og Ábæjarsóknir: Nokkrir kunna ýmis- leg töfl, en skáktafl of fáir. í 54 sóknalýsingum, sem hér hafa veríð kann- aðar, er tafl nefnt í 11, en skáktafl sérstaklega að- eins í 4 og alls staðar á þá lund, að það sé lítið iðkað. Þótt ekki sé að vísu unnt að draga ályktun af þessu um landið allt, þá bendir það ákveðið í þá átt að skákíþróttin hafi lítið verið rækt á fyrri hluta 19. aldar. Ólafur Davíðsson getur þess, að hann hafi hvergi rekið sig á sagnir um afburða skákmenn, nema þá Hrappseyjarfeðga: Benedikt Jónsson (d. 1746) og Boga son hans (d. 1803), svo og bræður Pétur biskup og Jón háyfirdómara Péturssyni. Hefir skáksnilli haldizt við í þeirri ætt fram á þenna dag. I riti Ólafs Davíðssonar er ýmislegt sagt um smíð á skákmönnum, en þeir hafa um langan aldur verið smíðaðir á íslandi og oft af miklum hagleik. Efnið Framhald d bls. 89.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.