Heima er bezt - 01.03.1956, Síða 15

Heima er bezt - 01.03.1956, Síða 15
Nr. 3 Heima --------------------------------------------er bezt æðsta dómstól landsins í Danmörku. Þar fjalla danskir menn um mál vor. Samþegnar vorir hafa þannig dómsvald yfir oss, og þessir dönsku dóm- endur leggja og hljóta að leggja tungu vora upp á hilluna. Þeir verða að fara eftir dönskum þýðing- um á lögum vorum, og dönskum þýðingum á mál- um vorum, öll skjöl málsins verða að vera á dönsku. Og svo fá málspartarnir, eftir 3 til 5 ár, mörg hundruð króna kostnað, og að endingu dóm á þeirri tungu, sem þeir ekki skilja eða eru skyldugir að skilja. Hverju sætir nú þetta fyrir þjóð með sér- stöku tungumáli og sérstökum landsréttindum? Hér á landi eru svo sérstakir staðhættir, venjur og hátt- semi, sem útlendingar geta ómögulega skilið, en sem bæði dómararnir og málfærslumennirnir eiga að þekkja til, og verða að skilja, til þess að setja sig réttilega inn í málin. Eg skal nefna til dæmis fjár- mörkin íslenzku. Ég hef einu sinni sjálfur haft þá æru, að gefa víðfrægum málafærslumanni í Kaup- mannahöfn skýringu á íslenzkum fjármörkum, og átti hann sem von var, full-erfitt með að skilja það, sem um var að ræða. Það varð ekki með orðum gert, heldur með pappír og skærum, en hvert stálp- að barn á íslandi liefði kannazt við þessi mörk við orðin ein, hvað þá lærður, íslenzkur dómari. Mál- færslumenn og dómarar við hæstarétt yrðu — ég get fullvissað háttvirta deild um það — guðs-fegnir að losast við þessi íslenzku mál, af því, að þeir verða að hafa svo mikið fyrir að setja sig inn í þau, og geta það ef til vill aldrei svo til hlítar sé, enda leita þeir oft til íslendinga í Kaúpmannahöfn, til að fá skýr- ingar og upplýsingar-hjá þeim. Þetta tel ég þeim til vorkunnar og sóma, en hitt er mest ósæmdin fyrir oss, að vilja standa undir erlendu dómsvaldi gegn vorum eigin landsréttindum". Ekki náði þetta frv. fram að ganga. Var það fellt í neðri deild með 12 atkv. gegn 11. Sat þannig við hið sama í þesum efnum. En Benedikt var ekki af baki dottinn. Þetta frumvarp hans hafði ekki kveð- ið á um það, hversu æðsta dómsvaldinu skyldi kom- ið fyrir, ef það flyttist inn í landið. Úr því bætti hann 6 árum síðar, er hann árið 1891, ásamt Skúla Thoroddsen, flutti í neðri deild Alþingis nýtt frum- varp um að nema úr lögum dómsvald Hæstaréttar í Kaupmannahöfn í íslenzkum málum. Samkvæmt þessu frv. skyldi landsyfirdóminum fengið úrslita- dómsvaldið og jafnframt var gert ráð fyrir því, að dómendum hans yrði fjölgað úr 3 í 5. Benedikt talaði nú sem fyrr sköruglega fyrir máli sínu og sagði m. a.: „Má ég nú spyrja, er það ekki óþægilegt, tilfinn- 67 HÁKON GUÐMUNDSSON, hæsta- réttarritari, er fæddur 18. okt. 1904 að Hvoli í Mýrdal, sonur hins þjóð- kunna bændahöfðingja, Guðmundar Þorbjamarsonar, síðar á Stóra Hofi, og Ragnhildar Jónsdóttur konu hans. Hákon lauk embættisprófi í lögum 1930, starfaði hann um skeið sem fulltrúi lögmanns í Reykjavík, en var skipaður hæstaréttarritari 1936 og hefir hann gegnt því starfi síðan. Formaður Félagsdóms hefir hann ver- ið frá stofnun hans. Um alllangt skeið hefir Hákon flutt yfirlit um hæstaréttarmál í út- varpið. Hafa þau verið með allra vin- sælasta útvarpsefni, og margir óskað að lesa þau „Heima er bezt“ hefir nú fengið leyfi höfundar til að birta úr- val úr þessum erindum.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.