Heima er bezt - 01.03.1956, Síða 16
68 Heima Nr. 3
--------------------------------er bezt----------------------------
anlegt og særandi fyrir þjóðernistilfinningu og
mannréttindahugmynd yðar, að maður, sem er sak-
borinn fær leyfi til að vera í dómsal Hæstaréttar, en
skilui svo ekkert af því, sem þar færi framPÍslenzkur
bóndi t. a. m., sem mætir í Hæstarétti, veit ekki, ef
hann skilur ekki dönsku, hvort hann gengur þaðan
út sýkn eða sekur, þó hann hafi hlustað sjálfur á,
meðan málið var fært og dómurinn var upp kveð-
inn.“
Nokkrir þingmenn, sem annars voru hlynntir
frumvarpinu, báru fram breytingartillögu þess efn-
is, að tala dómenda í landsyfirréttinum skyldi liald-
ast óbreytt, þótt honum yrði fengið í hendur úr-
slitadómsvaldið. Þótti þeim kostnaður við fjölgun
dómenda allt of mikill. Benedikt lagðist fast á móti
þessari breytingu og mælti þá svo:
„Fjöldi dómendanna er eins og ég hef áður sýnt,
byggður á því, að fleiri dómendur skoða málin frá
fleiri hliðum, að betur sjá augu en auga, á því þess-
vegna, að betri trygging sé fólgin í betri og ræki-
legri íhugun, sem sprettur af því, að fleiri skoðanir
á málunum komi fram — en trygg og áreiðanleg
dómgæzla er hinn stærsti dýrgripur hvers lands.“
Svo fór um frumvarp þetta að neðri deild sam-
þykkti það óbreytt, en hinsvegar var það fellt í efri
deild með atkvæðum hinna konungskjörnu þing-
manna.
Á Alþingi 1893 bar Skúli Thoroddsen ásamt
fleiri þingmönnum frumvarp þetta fram á ný, með
þeirri breytingu þó, að dómendur landsyfirréttarins
skyldu eftir sem áður vera þrír. Samþykkti Alþingi
frumvarp þetta óbreytt. En konungur synjaði því
staðfestingar. Alþingi samþykkti frumvarpið að
nýju árið 1895 en gerði þá breytingu þó, að dóm-
endur landsyfirréttarins skyldu nú vera 5. Enn synj-
aði konungur um staðfestingu og fékkst þar engu
um þokað.
Loks kom mál þetta til álita á Alþingi 1897, en
varð ekki útrætt. Eftir þetta voru ekki borin fram á
Alþingi frumvörp um skipun þessara mála, þar til
lokaskrefið var stigið, er íslendingar fengu fullveldi
sitt viðurkennt með sambandslögunum árið 1918.
Samkvæmt 10. gr. þeirra skyldi Hæstiréttur Dan-
merkur fara með æðsta dómsvald í íslenzkum mál-
um, þar til ísland kynni að ákveða að stofna æðsta
dómstól í landinu sjálfu. En þar til það væri gert,
átti að skipa íslending í eitt dómarasæti í Hæsta-
rétti Dana, og skyldi það ákvæði koma til fram-
kvæmda þegar sæti losnaði næst í dóminum. Til
þessa kom þó aldrei, því strax á næsta ári, 1919,
samþykkti Alþingi lög um Hæstarétt. Samkvæmt
þeim skyldi stofna Hæstarétt á íslandi og um leið
var dómsvald Hæstaréttar Danmerkur í íslenzkum
málum afnumið. Jafnframt var Landsyfirrétturinn
lagður niður. Voru lög þessi staðfest af konungi
hinn 6. október 1919, en gengu í gildi 1. jan. 1920,
og lauk þar með hinni aldalöngu útlegð æðsta
dómsvalds íslendinga. Var fyrsta dómþing Hæsta-
réttar íslands haldið 16. febrúar 1920.
Hæstaréttarlögin frá 1919 mæltu svo fyrir, að
dómendur í Hæstarétti skyldu vera 5. En sú dýrð
stóð ekki lengi. Þetta þótti of mikill kostnaður fyrir
ríkissjóð, og árið 1924 setti Alþingi þau lög, að
dómendur skyldu vera þrír. Fækkun þessi kom þó
ekki til framkvæmda fyrr en með andláti Kristjáns
heitins Jónssonar dómstjóra árið 1926. Var Hæsti-
réttur þannig aðeins skipaður 3 dómendum árin
1927 til 1945 eða um 18 ára skeið, en þá var þeim
aftur fjölgað í fimm.
Eins og áður var sagt, var Landsyfirrétturinn
lagður niður með stofnun Hæstaréttar. Var síðasta
dómþing Landsyfirréttarins háð 22. desember 1919.
Hafði rétturinn þá starfað óslitið í rösk 117 ár, en
hann var stofnaður með konunglegri tilskipun hinn
11. júlí árið 1800.
Dómarar Landsyfirréttarins, þeir Kristján Jóns-
son, dómstjóri, Eggert Briem og Halldór Daníels-
son, voru að sjálfsögðu skipaðir dómarar í hinum
nýja dómi, Hæstarétti. En auk þeirra settust í dóm-
inn þeir Lárus H. Bjarnason þáverandi prófessor
og Páll Einarsson þá bæjarfógeti á Akureyri.
Miklu munar, hversu dómstörf í Hæstarétti eru
umfangsmeiri nú en þau voru fyrir 35 árum.
Þannig var 35 málum skotið til Hæstaréttar allt
árið 1920, en árið 1955 voru þau 220. Á öðru starfs-
ári dómsins voru kveðnir upp 23 dómar, en árið
1955 urðu þeir um það bil hálft annað hundrað.
Svarar þessi tala til þess, að dómur hefði verið kveð-
inn upp annan hvern virkan dag, en árið 1921 kem-
ur einn dómur á aðra hvora viku. Þá er það ekki
lítil breyting, sem orðið hefur á verðmætum þeim,
sem um er deilt í málum, sem fyrir dóminn koma,
a. m. k. að krónutölu. En hvort heldur að málin eru
fá og smá, eða mörg og mikil, þá skiptir mestu, að
um þau sé fjallað af alúð og vandvirkni, því eins og
Benedikt Sveinsson sagði, þá er og verður trygg og
áreiðanleg dómgœzla hinn stærsti dýrgripur hvers
lands.
(Flutt í Ríkisútvarpinu í febrúar 1955, en hefur nú verið
vikið lítið til.)