Heima er bezt - 01.03.1956, Page 18

Heima er bezt - 01.03.1956, Page 18
PÁLLBERGPÓRSSON ve&urfrœ&ingur VEÐRIÐ í JANÚAR 1956 /" meðalári er janúar-hitinn í Vestmannaeyjum um frostmark, en lægri annars staðar, 2ja til 3ja stiga frost í innsveitum, en heldur minna við norðurströndina. Úrkoman á láglendi er að jafnaði mikil við suðausturströndina, hátt á annað hundrað mm, mest rigning, en um 50 mm eða minni á Norðurlandi, snjór að mestum hluta. Þótt meðaltölin gefi stundum nokkuð glögga mynd, eru þau oft ófullnægjandi ein saman, og má sjá það vel á þeim janúar, sem nú er nýliðinn. Þá skiptust á hörkufrost og hlýindi, sem jöfnuðust á við meðalhita júlímánaðar sums staðar á landinu, því að hann er í sumum útsveitum 8— 10 stig. Frost- in voru þó svo miklu langvinnari, að þau höfðu úr- slitaáhrif á meðaihitann. Einna kaldast mun hafa verið í innsveitum ekki síður á Suðurlandi en Norð- urlandi, um 5—6 stiga frost að meðaltali. Þykkviðr- in, vindurinn og snjókoman á Norðuriandi hafa, þótt hvimleið væru, dregið þar mjög úr frostum, svo að þau urðu þar tiltöluiega vægari en hjá sunn- anmönnum. Við ströndina var frostið nálægt 3 stig- um til jafnaðar, eða 2 stigum kaldara en í meðalári. Hefur því mánuðurinn, þrátt fyrir allt, orðið óvenju kaldur, einkum á Suðurlandi. Eru 20 ár síð- an janúar hefur verið svo kaldur í Reykjavík. Hins vegar jafnast þessi janúar ekki við nafna sinn 1918, þegar frostið í Reykjavík komst í 24.5 stig kl. 6 að morgni þ. 21., móti 17 stigum nú. Meðalhitinn í Reykjavík var nú —3.2 stig, en —3.8 á Akureyri. Hver var kaldasti staður á iandinu, mun einhver spyrja? Sennilegt er, að það hafi verið hæstu hnjúk- ar landsins. Öræfajökuil eða Bárðarbunga. Sam- kvæmt háloftaathugunum í Keflavík var frostið í 2000 m hæð um 14 stig til jafnaðar og er það iasgra en nokkurt mánaðarmeðaltal síðustu ára. Má gera ráð fyrir, að á Öræfajökli hafi meðalfrostið verið minnst 14—15 stig. Vegna samgönguerfiðleika hefur lítið borizt enn af veðurbókum frá Norðurlandi, en þar var þetta harðindamánuður. Úrkoman á Akur- eyri varð 100 mm, mest snjór, og er það um 130% umfram meðallag. Er sennilegt, að svipaða sögu sé að segja frá öðrum héruðum norðanlands. Á Vest- fjörðum var einnig mikil úrkoma norðan til, 123 mm á Suðureyri, meðallag er 99. Á Fljótsdalshéraði var úrkoman í meira lagi, þó ekki eins og á Akur- eyri. En um allt Suðurland og til Vestfjarða var úr- koman fremur lítil, víðast tveir þriðjungar af með- allagi, t. d. á Fagurhólsmýri og í Reykjavík. Mán- uðurinn var feikna snjóþungur á Norðurlandi. Hitt er annað mál, að undramiklar leysingar komu um mánaðamótin, og síðustu dagana hefur mönn- um orðið tíðræddara um þau óköp, sem leysingun- um fylgdu, en um snjóana. Janúar hófst með rosa- veðrum og miklum hlákum, sem þíddu mest af jóla- snjónum. Um þ. 5. gekk hann svo í norðrið og hóf- ust þá hríðarnar á Norðurlandi og frosthörkur um landið allt. Linnti þeim ekki fyrr en um 25. janúar, þá dró til suðlægrar áttar og snjóa tók að leysa. 70 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.