Heima er bezt - 01.03.1956, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.03.1956, Blaðsíða 19
Nr. 3 Heima 71 --------------------------------er bezt---------------------------- Gæftir voru góðar sunnanlands meðan kuldarnir stóðu, þótt þær væru ekki notaðar, en síðan róðrar hófust, hafa verið umhleypingar og stirðar gæftir. Alger jarðbönn máttu lieita norðanlands, og víðast á Suðurlandi var þetta einnig gjaffelldur mánuður venju fremur. En íslenzk vetrarveður eru svipul og eins og allir vita, hefur nú sunnanvindurinn sniðið fannafeld- inn af landinu, svo að enn er von um, að veturinn verði ekki mjög harður þegar á heildina er litið, þótt ég ætli engu um það að spá. Það var eitt kvöld, þegar kuldinn var mestur á dögunum, að ég greip í að kynna mér gatnlar veð- urfarslýsingar. Skyndilega rekst ég á þessar hend- ingar: Nú dregur fjúk og frost úr fénaði öllum kost, oft koma ísar og snjóar óár til lands og sjóar. . . . Og í næstu vísu stendur: Allt hafði annan róm áður í páfadóm. Þessi vísuorð úr Aldasöng Bjarna skálda drógu að sér athygli mína. Hér er nærri berum orðum sagt.að veðurfarið hafi harðnað eftir að kaþólskan var num- in úr gildi hér á landi. Nú veit ég, að efasemdir vakna hjá hlustendum. Þeir hugsa sem svo: Er hægt að taka nokkuð mark á barlómskvæðum frá miðöldum? Var þá ekki siður á Islandi að yrkja langar kviður um spillingu aldar- farsins og heimsins ósóma? Jú, satt er það, menn ortu mikið um vesöldina, og mikið var skrifað af bænaskrám til konungs og landstjórnar. Og þótt það hafi ekki verið að ástæðulausu gert, þá væri ekki nema manniegt, að þar liefði fremur verið vkt en úr dregið. En ég bið menn að athuga, að Alda- söngur Bjarna skálda, er ég las úr áðan, er annars eðlis en bænarskrá til kóngsins. Hann er fyrst og fremst trúarlegt kvæði, sálmur. Kvæðið er skýrsla og ákall til Guðs almáttugs. Og börn 16. aldar óttuð- ust og elskuðu Guð sinn meir en svo, að þau leyfðu sér að bera á borð fyrir hann vísvitandi ýkjur, hvað þá lygar. Jafnvel þótt engar aðrar vís'bendingar væru til um haiðnandi veðurfar upp úr siðaskiptunum en þær sem koma fram í Aldasöng, þá fyndist mér ærin ástæða til að veita athygli þessari fullyrðingu Bjarna skálda. Það er viðurkennt af nær öllum málsmetandi sagnfræðingum, að hagur þjóðarinnar hafi versnað mjög upp úr siðaskiptum. Til sönnunar þessu skul- um við nefna nokkur dæmi: Séra Jón Egilsson, sem var um tíma prestur í Hrepphólum, 'hefur skrifað Biskupaannála, sem ná fram um aldamótin 1600. Hann var fæddur 1548 og hefur því sjálfur munað vel síðari hluta 16. ald- ar. Auk þess hefur hann rnargan fróðleik eftir afa sínum, séra Einari Ólafssyni í Görðum. Séra Einar var fæddur 1497, og þess vegna hefur Jón Egilsson heimildir frá fyrstu hendi um nær alla 16. öld. Heyrum nú, hvað hann segir um upphaf aldarinn- ar: „1519, þá kom mikill fellivetur, þann kölluðu þeir biskupsvetur, því biskup Stephán gekk þá af. Þau árin þar fyrir, nær fimmtán eða meir, það séra afi minn mundi til í sínu uppeldi, var enginn yfir- ferðarmaður í öllum Biskupstungum fátækur utan tvær kerlingar, og þeim lagðar tíundir sem að áttu til tól-f hundraða, en við þenna vetur þá fjölgaði nokkuð fátæka, þó ekki það vert var, utan allir héldu sínu bvti og þrimur hlutum af öllum útipen- ingum.“ Eftir þessu virðist hagur manna standa með allmiklum blóma og þá nmnar ekki sérlega um að styrkja skipulega þá, sem fátækir eru. Orðalag Jóns, að ekki hafi verið neinir yfirferðarmenn í Biskupstungum utan tvær kerlingar, bendir og til þess, að þetta þyki honum dæmi um allmikið góð- æri. Annað dærni um hag manna á fyrri hluta 16. aldar er að finna í ritum Jóns, þar sem hann ræðir um stjórnartíð Ögmundar biskups í Skálholti. — „Ekki er getið um nein tíðindi öndverðlega í hans biskupsdæmi, svo að ég minnist, utan það fyrst, þá datum var 1525, þá kom svo mikill fellivetur, að Grímsnes hefir aldrei náð sér aptur síðan að sögn séra Einars. Um haust(ið) fyrir vóru tveir fátækastir í öllu Grímsnesi, sem áttu til fjórtán hundraða, og þeim vóru tíundir lagðaf; þá var ekkert það kot, sem ekki var á jc fjár, sums staðar ijc og enn þrjú hundruð eður meira.“ Úr því að Grímsnesingar bjuggu í a. m. k. hálfa öld að þessum eina barða vetri, þá rná reikna með, að langan tíma þar á und- an hafi enginn slíkur komið. Af þessum frásögnum séra Jóns má e. t. v. ætla, að fyrir aldamótin 1500 ha.fi verið betra árferði en síðar varð á öldinni. En þrátt fyrir það getur Jón þess aldrei, að mannfellir hafi orðið af harðrétti á 16. öld. Varla hefði það þó farið fram hjá bonnm og séra Einari afa hans, ef svo hefði orðið, og úr því að þeim þótti það annálsvert, að nokkuð fjölg- aði fátækum mönnum í Biskupstungum árið 1519,

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.