Heima er bezt - 01.03.1956, Qupperneq 20
72 Heima Nr. 3
--------------------------------er bezt •--------------------------
þá má telja víst, að þeim hefði þótt mannfellir frá-
sagnarverður.
Til samanburðar skulum við nú heyra árferðis-
lýsingar frá byrjurt 17. aldar, en um það leyti er lík-
legt, að Bjarni skáldi hafi ort Aldasöng sinn, þann
er áður var um getið.
Um þetta tímabil er Skarðsárannáll merkasta
heimildin. Þann annál samdi Björn Jónsson bóndi
á Skarðsá í Sæmundarhlíð. Hann var fæddur 1574
og hefur því munað vel upphaf 17. aldar. Við byrj-
um árið 1602:
„Vetur aftaklegur til harðinda um allt ísland.
Almennilegur peningafellir. Engir menn mundu
þá þvílíkan harðindavetur frá jólum og til Jóns-
messu, svo þá varð hið fyrsta sauðgróður. Lá ís fram
langt á sumar. Grasleysi mikið. Tók frá fisk fyrir
norðan. Þetta kölluðu margir Kynjaár. Þá komu
engir lögréttumenn til Alþingis úr Norðlendinga-
fjórðungi sökum harðindaforfalla.
Anno 1603: Mannfall at fátæku fólki um allt ís-
land af harðindum og sulti; gekk og blóðsótt; dó
og mannfólkið af henni mörgum tugum saman í
hverri kirkjusókn. Eyddust bæir. Fiskileysi.
Anno 1604: Gekk blóðsóttin. Féllu yfirferðar-
menn. Hlutavetur syðra. Fiskileysi 'fyrir norðan.
Kom ís. Rak hvali. Selatekja mikil. Þetta var kallað
Eymdarár. Á þessum tveimur fyrirfarandi hörðu ár-
um, með því fyrsta hörkuárinu, sem mest undir bjó,
féllu í Hegranesþingi 8 bundruð manna; það var
bæði yfirferðarfólk og fátækir barnamenn, sem inni
lágu. Svo hafa menn reiknað, að um allt ísland hafi
á þessum 3 árum fallið níu þúsund manna.
Anno 1605; Vetur harður. Hlutir í útverum.
Norðan enginn fiskur, Is kom mikill, hann kom fyr-
ir austan land, rak allt um kring að austan og sunn-
an ofan fyrir Grindavík í vorvertíðarlok.
Anno 1610: Vetur harður og langhríðasamur.
Anno 1612: Kom ís. Harðindaár mikið. Hróflað-
ist um sauðfé mjög svo.
Anno 1615; Vetur harður með miklum jarðbönn-
um. Þá féllu nær allir útigangspeningar, sem ekki
höfðu hey, um allt ísland. Rak inn ís á þorra fyrir
norðan land. Þá kringdi hafís um allt ísland og lá
til fardaga fyrir norðan. Kom ís suðaustan fyrir Is-
land, og svo ofan í Grindavík; hann rak ofan fyrir
Reykjanesröst og inn á Vog og fyrir öll Suðurnes.
Engir mundu þá ísrek sunnan fyrir röst skeð hafa.
Seladráp á ísi um Suðurnes.
Anno 1625: Jarðbannsvetur mikill (kallaður
Svellavetur) með spillingarblotum. Dó allt kvikfé
manna víðast um ísland, sem ekki hafði hey fær-
leikar átu veggi og velli, hræ og hauga, stoðir og
stokka. Kom ís á góu, lá til Alþingis. Hvalreki nokk-
ur. Isinn kom fyrst hinn 5. Martii, þá spillti aftur.
Grassumar var mikið.
Anno 1627: Áfreðavetur, hörkumikill, hvern
margir kölluðu Frosta. Harðindi, heyleysi, strítt vor.
Hlutir miklir syðra og vestra.
Anno 1628: Frostavetur mikill og harður fyrir
jól og eftir. Kom ís á Góu, hafþök, enginn afli. Sá ís
lá til 12. Augusti. Sultarneyð á allmörgum. Gras
lítið.
Anno 1629: Hart til matar. Umferð undramikil
af fátæku fólki; dó margt af bjargleysi.
Anno 1630: Vetur harður með áfreðum, nefndu
hann margir Jökulvetur.
Anno 1633: Vetur aftaka harður um allt ísland.
Hrun og niðurfall peninga. Og þegar á jólum dóu
peningar, sem vóru færleikar. Gerði spillingablota.
Heyleysi allsstaðar. Ekkert fólk komst að sjónum til
vers, fyrir ófærðum snjóanna.
Anno 1634: Heyleysi, dó peningur. Féll fátækt
fólk í hungri, varð og líka úti.“
Fleiri dærni ætti ekki að þurfa til að sýna bágind-
in á fyrri hluta 17. aldar, og sízt er ofmælt hjá
Bjarna skálda, að ár hvert beri ánauð stranga.
Hver er nú ástæðan til þess, að hag manna hnignar
svo mjög eftir 1600, og manndauði úr hungri verð-
ur svo óhugnanlega algengur? Þótt undarlegt megi
virðast, hefur það fram til þessa verið ríkjandi skoð-
un sagnfræðinga, að árferðið hafi ekki verið verra á
þessum tírnum en áður var. Um þetta munu að
mestu hafa ráðið skoðanir Þorvalds heit. Thorodd-
sen. Sem kunnugt er, var hann mikils virtur nátt-
úrufræðingur, enda voru afköst hans í þeim efnum
dæmafá og ágæt. En það var óhagganleg sannfæring
hans, að veðurfar á íslandi hefði litlum sem engum
breytingum tekið allt frá landnámsöld. Var varla
von, að sögumenn, sem enga sérþekkingu höfðu í
náttúrufræðum, þyrðu að mæla þeirri skoðun í mót.
Því var gripið til annarra raka. Verzlunarlaginu og
þjóðinni sjálfri var kennt um allt saman. Danskir
einokunarkaupmenn kvöldu þjóðina, var sagt, en
auk þess átti dugleysi þjóðarinnar sinn þátt í óför-
unum. Þetta er harður dómur, bæði um Dani og
Islendinga. Áður en við skrifum undir hann skul-
um við því athuga málið nokkuð betur. Víkjum nú
sögunni til meginlands Evrópu. Fyrir nokkrum ár-
um birtist í brezku veðurfræðitímariti grein um
svo kallaða „Litlu ísöld“. Fæstir hlustendur munu
hafa heyrt það orð áður, en með því er átt við harð-
indaskeið, sem hófst í Evrópu á miðöldum og stóð