Heima er bezt - 01.03.1956, Page 21
Nr. 3 Heima 73
--------------------------------er hezt----------------------------
með nokkrum hvíldum fram undir 1900. Sýnt er
fram á það með gögnum frá Ítalíu, Sviss og Belgíu,
að veturnir hafa kólnað mjög á síðari hluta 16. ald-
ar.Svo áberandi er þessi breyting, að ekki verðurum
hana villzt, jafnvel þótt ekki sé um beinar hitamæl-
ingar að ræða. Rannsóknir á árhringum í trjám
geta einnig gefið vísbendingar um árferðið. Sýnt
hefur verið fram á að í Skandmavíu fer þykkt ár-
hringanna að nokkru leyti eftir sumarhita og eykst
um 0.1 mm þegar sumarhitinn hækkar um 1°.
Gömul tré, sem felld hafa verið nýlega, og viður í
gömlum húsum á Norðurlöndum, geta þannig vott-
að, að sumrin þar hafi kólnað mjög í kringum
1580—1590. Er jafnvel talið, að á þessum tíma hafi
veturnir orðið að jafnaði 2° kaldari en áður var í
Mið-Evrópu, og það er mikill munur.
En nú mun einhver spyrja. Jafnvel þótt sannað
sé, að veðurfar í Evrópu hafi kólnað um þetta leyti,
er það þá nokkur sönnun þess, að sams konar breyt-
ing hafi orðið á íslandi? Því er til að svara, að flest-
ar meiri háttar hitafarsbreytingar, sem sönnur hafa
verið færðar á, hafa náð um mest af norðurhveli
jarðar eða jafnvel alla jörðina. Nægir að minna á
það hlýindaskeið, sem hófst snemma á þessari öld
og hefur haft áhrif á dýralíf og gróður um gjörvallt
norðurhvel, einkum þó í norðlægum löndum og
höfum. Mestar virðast þessar breytingar á útjöðr-
um ísa og jökla. Þess má geta til dæmis, að árshitinn
á Akureyri liefur á hlýindaskeiðinu greinilega auk-
izt meir en árshitinn í Reykjavík, en miklu mest
hefur þó breytingin orðið á Svalbarða, þar sem haf-
ísinn er ennþá nálægari. Að öHu þessu samanlögðu
er ástæða til að halda, að kólnun veðurfarsins seint
á 16. öld hafi ekki einungis náð til íslands, heldur
meira að segja orðið hér mun tilfinnanlegri en í
Mið-Evrópu. Enn er þess ógetið, sem Sigurður Þór-
arinsson hefur sagt mér, að Sigurður Stefánsson seg-
ir beinlínis í íslandslýsingu sinni á síðari hluta 16.
aldar, að jöklar hér á landi hafi gengið fram upp á
síðkastið.
Hér ber allt að sama brunni. Heimildir frá Ítalíu,
Sviss, Belgiu, Skandínavíu og íslandi, benda allar til
þess, að harðindi liafi færzt mjög.í aukana seint á
16. öld. Vel hefði þó getað munað 10—15 árum á
byrjun harðindanna hér á landi og í Evrópu. T. d.
má segja, að hlýindaskeið 20. aldar hafi byrjað um
10 árum síðar á Íslandi en á meginlandi Evrópu. Á
sama hátt er ekki ósennilegt, að harðindin hafi fyrst
þyrmt verulega yfir Island árin 1602—1604.
Þau rök, sem hér hafa verið færð, ættu að nægja
til þess að við hættum að yppta öxlum með kæru-
leysi, þegar við hlustum á harðindalýsingar Bjarna
skálda. Hlýðum nú á lengri kafla úr Aldasöng hans.
Mjög lítil miskunn sést,
menn hafa kærleiks brest,
okur og ótrú kalda
enga synd margir halda,
allfáir um þá skeyta,
sem ölmsunnar leita.
Sólin guðs sést nú bleik
sem gull það liggr í reyk,
blómstur um álfur allar
er fölt sem gamlir karlar,
ár hvert ber ánauð stranga,
öfugt vill margt til ganga.
Nú dregur fjúk og frost
úr fénaði öllum kost,
oft koma ísar og snjóar,
óár til lands og sjóar,
sumarið, sem menn kalla,
isjást nú fuglarnir varla.
Allt hafði annan róm
áður í páfadóm,
kærleikur manna í milli,
margt fór þá vel með snilli,
ísland fékk lofið lengi,
ljótt hér þó margt til gengi.
Hér guðhrætt flest var fólk,
firrt þó guðs orða mjólk,
fiskalag, fugl aveiði
um fjöllin og sjávar heiði,
er skráð í annáls letri:
ísland var Noreg betri.
Og enn kvað hann:
Eg hef vel sjötíu ár
um Islands ráfað krár,
lifað á litlu brauði,
lafað við kýr og sauði,
ef önnur eins til falla,
íslands mun gæðum halla.
Þegar við berum þessar lýsingar saman við aðrar
lieimildir um hörmungar og hungurdauða þessara
ára, þá bendir allt til þess, að 'fremur sé hér dregið
úr en ýkt. Það er hógværlega að orði kveðið, að all-
Framhald á hls. 79.