Heima er bezt - 01.03.1956, Side 23
olessst í hugann, stíe é<>' á bak hestinum, ríð áfram
og Ht ekki til baka.
Ég kem niður í Fnjóskadal hjá Sörlastöðum. Þá
voru fagrir Sörlastaðavíðar. Svo held ég áfram að
Belgsá og stanza þar af gömlum vana til að þiggja
kaffi hjá Indriða bónda. Að því búnu held ég áfram
og yfir Fnjóská á Þórðarstaðavaði. Áin er grunn og
liestarnir skvetta og fleyta kerlingar, því að vatns-
þunginn gefur þeim ekki til kynna, að þeir þurfi að
gæta fóta sinna.
Svo fer ég sem leið liggur ofan við Fjósatungu,
inn yfir Vaðlaheiði og kem niður í Kaupangssveit
og gisti að Kaupangi.
Næsta dag er haldið til Akureyrar.
En þegar þangað kemur, frétti ég, að ekki muni
falla skipsferð fyrr en eftir viku a. m. k.
Þann dag hjálpaði ég Bárðdælingum við slátrun
á Akureyri. Daginn eftir fer ég að grennslast um at-
vinnu. Mér þótti slæmt að vera atvinnulaus svo lengi
á Akureyri.
Þá var sá liáttur á að 2 nemendur Akureyrarskóla
önnuðust innkaup og reikningshald heimavistar
skólans. Þetta haust hafði Höskuldur Tryggvason
frá Víðikeri í Bárðardal þann starfa á hendi, og réði
liann mig til sín þessa daga til þess að kaupa og safna
til búsins kjöti, slátri og fleiri vörum og ganga frá
því til vetrarins.
Hinn 29. konr skipið Sterling til Akureyrar. Fór
ég þá til að útvega mér far með skipinu. En farþega-
Tómas Sigurtry«rgvason var fæddur 8. júlí 1891 að
® Litluvöllum í Bárðardal, sonur hjónanna Rann-
veigar Magnúsdóttur og Sigurtryggva Tómassonar,
^ er bjuggu þar. Ólst Tómas þar upp fram yfir ferm-
ingu, en vann síðan á ýmsum stöðum, lengst af í
£ Bárðardal. Árið 1924 giftist hann Guðrúnu Sig-
tryggsdóttur frá Syðri-Neslöndum, og hófu þau bú-
skap þar á hluta af jörðinni og bjuggu þar í 26 ár.
™ Árið 1951 fluttust þau hjónin með sonum sínum
að Björk í Grímsnesi og hafa átt þar heirna síðan.
^ Tómas andaðist á heimili sínu 16. febrúar 1956.
Séð fram eftir hinum fagra
Fnjóskadal. I fjallshliðinni
vinstra megin á myndinni
er einn stcersti skógur á Is-
landi, Þórðarstaðaskógur.
Fjallið nœst til hcegri er
Illugastaðafjall. Tvö stök
fjöll eru fyrir miðri mynd:
Tungufjall ncer og Kamb-
fell fjcer. Sörlastaðir eru
beint á móti Kambfelli.