Heima er bezt - 01.03.1956, Side 26

Heima er bezt - 01.03.1956, Side 26
78 Heima Nr. 3 --------------------------------er bezt---------------------------- Hjónin á Stóra-Hofi, Guðmundur Þorbjarnarson og Ragnhildur Jónsdóltir. D V Ö I. M í N Á S U Ð U R L A N D I Húsbændur mínir á Stóra-Hofi voru hjónin Guð- mundur Þorbjarnarson og Ragnhildur Jónsdóttir. Líkaði mér stórvel við þau bæði og með hverjum degi betur, þótt ólík væru. Var Guðmundur mikill athafnamaður og dagfars- prúður. Hafði hann það til að vera afskaplega skap- bráður, en þegar úr honum rann, vildi hann strax bæta fyrir. Mér líkaði alveg sérstaklega vel við hann.. Ragnhildur var draumlynd og ákaflega mild í skapi, bókhneigð og fyrir ltið dulræna. Þó stóð aldrei á henni að sjá um heimilið, og gerði hún það vel. Þó varð hún stundum að stjórna því ein, þegar Guðmundur var fjarvistum í ferðalögum. Foreldrar hennar voru líka á heimilinu, Jón og Gróa. Jón var í sínum búskap lengi hieppstjóri. Var hann seinni maður Gróu. Gróa hafði eignast 14 börn og Ragn- hildur lifði ein af þeim hóp. í heimili voru 10 manns þennan vetur. Aðal með- starfsmaður minn var Ágúst, 15 ára, sonur hjónanna, prýðilegur maður, mesti gæðamaður og duglegur. Margt fannst mér öðru vísi en fyrir norðan, bæði rnálið og margt verklegt. Sum orð höfðu aðra merk- ingu, t. d. orðið rétt = hérumbil fyrir sunnan, en f. norðan = nýlega, t. d. kindin var rétt dauð. Einu sinni bað Guðmundur mig að flóra hesthús. Ég vissi ekkert hvað ég átti-að gera, því að Norð- lendingar hefðu kallað það, að helluleggja góllið. Eitt var það, að hér var talað um að reiða, að reiða rnann. Þingeyingar kölluðu það að fylgja manni. Ekki man ég eftir nema einu sinni, að ég neitaði því, sem Guðmundur bað mig. Þá bað hann mig að lóga reiðhesti sínum, án þess að hafa skotvopn. Ég kvaðst vilja gera það, ef ég fengi byssu, annars ekki. Okkur bar á milli í þessu. Hann taldi ekki byssu til nema eina í hreppnum. Þá hafði ég vanist því í 20 ár fyrir norðan, að gripir væru jafnan skotnir. Guð- mundur fékk loks byssueigandann til að koma með vopnið. Bað ég Guðmund að vera við, þegar hest- urinn væri skotinn, og spurði hann á eftir, hvort honum þætti þetta ekki hreinlegra. Viðurkenndi hann, að svo væri. Seinna var mér sagt, að eftir þetta hefðu allir gripir verið skotnir. Þegar búið var að fella hestinn, fer Guðmundur, eins og oftar að heiman, og biður hann mig að gera hestinum til góða, sem ég var alvanur. Og þegar ég er búinn að ganga frá öllu, tek ég hausinn og flæ af honum höfuðleðrið, eins og ég var ævinlega van- ur að gera. Geng ég með það inn í smiðju til Jóns gamla. Þá rekur hann upp stór augu og segir, að nú muni Guðmundi ekki lítast á, því að það sé trú nranna þar, að aldrei megi taka leðrið af blesunni framan af hausnum. Ef það sé gert, þá rnissi eigand- inn hross. Ég sagðist aldrei hafa heyrt þetta og ekki trúa því, nema þá, ef þeir dræpu það með trú sinni. Hún væri svo sterk. En það einkennilega gerist, að um veturinn, þeg- ar ég hirti mörg hross, veiktist eitt tryppið. Um það leyti fór Guðmundur að heiman og sagði mér áður en hann fór, livað ég skyldi gera við kjötið, því að tryppið myndi drepast, það var liann fullviss um. En aldrei hafði hann minnst á þetta við mig. Trypp- ið drapst, en það er ábyggilegt, að ég fló ekki mikið af því höfuðleðri. Frarnhald í ncesta blaði. Stóra-Hof á Rangárvöllum.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.