Heima er bezt - 01.03.1956, Síða 27
Heima
---er bezt
79
Nr. 3
VeSriá í januar 1956
Framhald, af bls. 75. --------------------------
fáir skeyti um þá, sem ölmusunnar leita, þegar 9
þúsundir deyja úr harðrétti. Einhvern tíma hafa
þeir gengið bónleiðir til búðar, áður en yfir lauk.
Meira að segja virðist hafa séð mjög á fuglastofnin-
um vegna harðindanna.
Sjaldan lýgur almannarómur og lýsingar á hnign-
andi árferði og landsgæðum ganga eins og rauður
þráður gegnum kvæði 17. aldar manna. Er nærri
furðulegt, hversu menn hafa lítilsvirt þessar fjöl-
mörgu og samhljóða samtímaheimildir, sem komn-
ar eru bæði frá lærðum mönnum og leikum.
Það væri ekki óviðeigandi að geta nú helztu ævi-
atriða Bjarna skálda Jónssonar. Það, sem um hann
er vitað, er ekki annað en brot. Fæðingarár og dán-
arár veit enginn, en hann hefur verið talinn fædd-
ur eftir miðja 16. öld í Fellsöxl. Það er þó hugsan-
legt að einmitt í Aldasöng hans megi finna lykilinn
að þessu leyndarmáli. Þar stóð m. a.:
„Sólin guðs sést nú bleik,
sem gull það liggur í reyk,
blómstur um álfur allar
er fölt sem gamlir karlar“.
Það má mikið vera, ef þetta er ekki lýsing á ösku-
mistri og áhrifum þess á jarðargróður. Ýmislegt
bendir til þess, að hér geti ekki verið um annað að
ræða en Heklugosið 1636, það sem lýst hefur verið
af Gísla biskupi Oddssyni. Bjarni segist í kvæðinu
vera vel sjötugur, og samkvæmt því er hann fæddur
1566 eða litlu fyrr. Ungur fluttist hann að Húsa-
felli til Jóns Grímssonar mágs síns, er síðar bjó í
Kalmanstungu. Bjarni mun síðar hafa búið í Bæ og
Fellsöxl. Af kvæðum hans og sálmum má ráða, að
hann hafi verið fátækur maður.
„Bjargþrota er ég af brauði, sárt stríð, svengd líð,
hlýt því neyddur af hungri deyddur Herrans leita.“
segir í einum sálminum.
En þrátt fyrir örbirgð sína var hann eitt af ágæt-
ustu skáldum siðaskiptaaldar. Enn eru í sálmabók-
inni tveir sálmar hans, og hefst annar með þessu
undurfagra ákalli:
„Heyr mín hljóð, himna Guð,
hjartað mitt harmar þjá,
hrópa eg á hjálpráð þitt.“
Rírnur orti hann líka, Amúratisrímur, Ekkju-
rímur og rímur af Flóres og Leó. Þær síðastnefndu
entist honum ekk*i aldur að kveða, og tók Hallgrím-
ur Pétursson þar við, sem frá var horfið. Má því
'hugsa sér, að góð vinátta og gagnkvæm virðing hafi
* verið með þeim skáldunum, þrátt fyrir aldursmun-
inn, og samkveðlinga munu þeir hafa ort. Bjarni
•orti líka gamankvæði, og margar öfugmælavísur eru
honum eignaðar. Þá er Aldasöngur, sem áður getur,
fagurt kvæði, en þrungið harmi yfir hnignun á
landsgæðum, kirkjum og dýrgripum og fornum
dygðum. En þótt honum sé stundum þungt í skapi,
bæði vegna neyðar sinnar og annarra, þá var honum
einnig gefin vizka til að sefa sorgina. Því lýsir hann
fagurlega í einum sálmi sínum, sem er einnig vott-
ur um ljúfmennsku hans, listhneigð og söngvísi:
„Þögn eykur þungan móð,
því er hún ekki góð;
leikum oss nú með hörpunnar hljóð,
hjartans börnin góð;
syngjum bæði sálma og ljóð,
sætt og hægt, börnin góð,
huggi sig þjóð við herrans blóð;
höfum enga sorgina, börnin góð.“
I upphafi slær skáldið gætilega dimman streng,
en síðan brjótast fagnaðartónarnir fram, bjartir og
mildir. Hagmælskan er leikandi, hrynjandin fögur
og frjáls eins og fjallalækur, ljóðið ber að vísu ein-
kenni aldar sinnar: þjóðin á að huggast við herrans
blóð; en hinn einfaldi boðskapur ljóðsins á þó er-
indi til allra kynslóða, og hrífur okkur jafnt fyrir
því þótt Bjarni Borgfirðingaskáld hafi nú verið
mold í þrjár aldir. í gröfina hefur hann sennilega
tekið með sér margt fagurt ljóðið og hér eiga við
orð Árna Pálssonar: „í moldinni glitrar gullið
rauða og ljósa“.
Þess var áður getið, að í sagnfræðiritum sé stund-
um talað um deyfð og framtaksleysi þjóðarinnar á
siðaskiptaöld. Þessi ósanngjarni dómur er sennilega
kominn til af því, að menn hafa ekki gert sér fulla
grein fyrir þeirri geigvænlegu veðurfarsbreytingu,
sem hófst upp úr siðaskiptunum. Þess vegna hafa
menn orðið að leita annarra orsaka hnignunarinn-
ar. Það er mál til komið, að dóminum verði áfrýjað,
að þessir forfeður okkar hljóti uppreisn æru sinnar
og hlýhug og skilning eftirkomendanna.
(Flutt í útvarpið 7. febrúar 1956.)