Heima er bezt - 01.03.1956, Side 29
þessi ósköp af peningum!“ Eða þá þetta:
„Veiztu það, að úraníum er eitt af algeng-
ustu frumefnum jarðarinnar? Það hlýtur að
vera ofur einfalt að finna það.“ Eða þá:
„Það segja allir, að Coloradohásléttan sé
unaðsleg á þessum tíma ársins. Kannske við
ættum að fara þangað í fríinu okkar. Það
er þar, sem þeir finna úraníum, er það
ekki?“ Eins og hún vissi það ekki.
E^1 r ég læt hugann hvarfla til baka, sé ég í hendi mér,
hvernig þetta byrjaði. Það var einn af þessum mollu-
■Á legu morgnum, þegar allt virðist öfugt og snúið.
Um leið og konan mín bar eggin á borð fyrir mig, sagði
hún: „Það er alveg dásamleg útsala á loðkápum hjá Magn-
in.“ Ég réðist heiftarlega á eitt eggið og hreytti út úr mér:
„Það er líklega bezt, að ég fari og finni úraníumnámu.“
Þetta hefði ég betur látið ósagt. Þetta eina töfraorð —
úraníum — var nóg til þess, að konan mín fór að velta
ýmsu fyrir sér, og varð það til þess, að við fórum í hið und-
arlegasta frí á ævi okkar og einnig tók það öllum öðruni
fram, hvað æsingu varðaði.
Ójá, við erum búin að fara upp um óbyggðir — sem sé,
Coloradohásléttuna — til að leita að úraníum. Og ég minn-
ist þess, hvaða atvik leiddu til þess arna.
Kvöld nokkurt sat ég og var að leggja saman mánaðar-
reikningana, þegar konan mín truflaði mig og heimtaði
afdráttarlaust að fá að lesa fyrir mig greinarstúf úr einu
dagblaðinu. Þar var sagt frá ræðu, sem maður nokkur,
Charles Steen að nafni, hafði flutt í borginni, sem við
bjuggum í. Þar stóð, að hann hefði verið kominn á heljar-
þrömina fjárhagslega, þegar hann fann úraníumnámu, sem
var 150.000.000 dollara virði. „Hann segir,“ hélt hún áfram
lestrinum, „að enn sé rnikið úraníum ófundið, og hann
mundi ekki furða sig á því, þó að einhverjir, sem ekkert
þekktu inn á slíkt, yrðu til þess að finna það. Þeir leita á
hinum ólíklegustu stöðum, sem námumönnum mundi ekki
detta í hug að rannsaka."
Konan mín er ekki há í loftinu, en hún er þrá eins og
sporhundur. Ef hún þefar upp eitthvað, sem hún heldur
að feli í sér gróðavon, er hún komin á band eins og
örskot. Hún trúir því statt og stöðugt, að einhvern
tíma, einhvern veginn, verðum við geysilega auð-
ug, og ekkert fær haggað þeirri trú hennar.
Ég var því ekkert hissa, þegar hún fór að
færa sig upp á skaftið. Hún sagði kannske
upp úr þurru: „Ég las það í blöðunum,
að tala úraníummilljónamæringa væri
komin upp í hundrað. Það hlýtur að
vera dásamlegt að finna svona öll