Heima er bezt - 01.03.1956, Síða 30
82 Heima Nr. 3
--------------------------------er bezt ---------------------------
Það eru takmörk fyrir því, hversu mikið menn
þola. Satt að segja, var ég sjálfur farinn að hugsa
um þetta með sjálfum mér, þegar allt kom til ræki-
legrar athugunar einn sunnudagsmorgun. Eg hafði
sofið frameftir, en allt í einu kom konan mín þjót-
andi eins og eldibrandur inn í svefnherbergið, veif-
andi dagblaði. „Sjáðul“ hrópaði hún. ..Útsala! Það
er hægt að fá Geiger-teljara fyrir aðeins tæpa þrjá-
tíu og fimm dollara."
Þá það. Svo við keyptum Geiger-teljara og feng-
um í kaupbæti úraníumuppdrætti og heila hrúgu
af auglýsingaspjöldum, til þess að festa upp á staura
á afmörkuðu svæði, sem við mundum væntanlega
gera tilkall til.
Geiger-teljarinn okkar var í litlum málmkassa,
ekki lengri en átta þumlungar, en úr honum lafði
einangraður málmþráður, sem var tengdur við lít-
ið heyrnartól. Hann var svo sem ósköp meinleysis-
legur, en oft var hann búinn að koma okkur í
æsingu, áður en við vorum farin að kynnast öllum
kenjunum í honum. Meðal annarra hrekkjabragða,
hafði hann það til að láta smella í sér með vissu
millibili, þótt engin ástæða virtist til þess.
I fyrsta sinn, sem ég setti hann í gang, lét ég
hann standa á hlífðargrindinni á bílnum, á meðan
ég var að taka saman ýmsar birgðir til fararinnar.
Ég rétti út höndina og ætlaði að taka Geiger-teljar-
ann upp, en þá heyrðist í honum smellur. Það var
ekkert um að villast. Þetta endurtók sig andartaki
seinna og hélt síðan áfram með stuttum millibil-
um. Stundum heyrðist einn smellur, en oft tveir
eða þrír í rennu.
„Ætli bíllinn okkar sé úr úraníum?" spurði kon-
an mín. Hún var alveg steinhissa.
„Ég veit það ekki,“ sagði ég, „en snertu ekki
Geiger-teljarann. Hver veit nema að hann sé að því
kominn að springa í loft upp.“
Seinna komumst við að því, hvað olli þessu furðu-
lega fyrirbæri — sem sé geimgeislar. Þeir koma
þjótandi utan úr geimnum, sennilega frá sólinni,
og skella á jörðina eins og geislavirk stórskotahríð,
og hafa jafnvel áhrif á litla Geiger-teljarann okkar.
Vísindamenn gera sér engar grillur út af þeim, en
okkur fannst þetta alltaf jafn furðulegt. Geislarnir
eru bersýnilega sama eðlis og þeir, sem kastast frá
radíum, úraníum og öðrum geislavirkum frum-
efnum.
Við hlóðum gamla bílskrjóðinn okkar svo, að
þyngdin var þrisvar sinnum meiri, en burðarmagn
hans sagði til um, og héldum upp á Colorado-
hásléttuna — öll þrjú: konan mín, ég, og hundur-
inn okkar, Taffy. Og við fórum að leita að úraní-
um.
Þar hefi ég verið í heilan mánuð, uppi í óbyggð-
um, stökkvandi frá einni klettasnös til annarrar,
með Geiger-teljarann minn í annarri lúkunni, og
lífið í hinni. Við höfum leikið á náttúruöflin af
hinni mestu kænsku, verið á stöðugum verði gegn
skellinöðrum og sporðdrekum, og oft brotið heil-
ann um það, hvort okkur mundi takast að finna
bensínafgreiðslu, matsöluhús eða næturstað, eftir
því sem á þurfti að halda. Við höfum ráfað um
hina víðáttumiklu og ógnþrungnu Coloradohá-
sléttu, þvert og endilangt.
Við erum komin heim geysilega sólbrennd, rugl-
uð í ríminu, með óteljandi skeinur og skrámur,
einn snúinn ökkla, bílskrjóð, sem hefir mikið látið
á sjá, og óslökkvandi löngun í rjómaís.
Og úraníum, hvað svo um það? Á þeim slóðum,
sem við vorum, er naumast hægt að komast hjá því
að finna það. Við fundum það í klettum, bláum
leir, steinrunnum trjám og risaeðlubeinum. Við
fundum það jafnvel í steinrunnum ostruskeljum,
því að þetta óslétta, skrælnaða landssvæði var eitt
sinn hafsbotn. Það er enginn vandi að finna úr-
aníum. Vandinn er fólginn í því, að finna svo
mikið magn af úraníum, að það svari kostnaði að
hefja þar námugröft.
Ég mæli ekki með því, að menn eyði fríunum
sínum í leit að úraníum, ef þeir ætla að hvílast.
Samt laðaði þetta eyðilega landsvæði þangað fjöl-
skyldur í tugþúsundatali, árið 1955, og búist er við
að ennþá fleiri leggi leið sína þangað í fríinu á
þessu ári. Ef þú þolir þá eldraun, þá er eitt áreiðan-
legt: Það er ekki víst, að þú græðir neitt á því, en
þú munt skemmta þér dásamlega.
Úraníum hefir fundizt í öðrum fylkjum (jafnvel í
New York), en hvergi hefir það fundizt í jafn ríkum
mæli og á Colorado-hásléttunni. Það er óbyggð, eyði-
leg háslétta, sem liggur í vestur frá rótum Kletta-
fjalla. Hún er að mestu leyti í Utah, en nær einnig
inn í Colorado, New Mexico og Arizona. Hún er
um það bil 500 mílur á lengd og 250 mílur á breidd.
Á hinni einmanalegu víðáttu sést varla tré, en alls-
staðar gnæfa við himin hinar furðulegustu hamra-
borgir eins og kastalar frá miðöldum. Um nokkur
hrikaleg gljúfur renna ryðlitaðar ár, sem bera fram
rauðleita leðju. Á sumrin fer hitinn þama upp fyr-
ir 43 stig, en á veturna fer hann niður fyrir frost-
mark.
Að minnsta kosti fjórar milljónir hektara af þess-