Heima er bezt - 01.03.1956, Side 35

Heima er bezt - 01.03.1956, Side 35
Nr. 3 Heima 87 --------------------------------er bezt---------------------------- Hún hvarf inn í snyrtiherbergið, og ég heyrði hana raula lag, meðan hún var að klæða sig úr föt- unum. Svo heyrði ég hana reka upp ógurlegan skræk. Ég þaut þangað inn í miklum móð og sá hana þá trítlandi um á tánum með handklæði í hendinni, sem hún barði með frá sér í allar áttir. Ég komst fljótt að því, hvað olli þessari ógurlegu æs- ingu, er ég kveikti á vasaljósinu og lýsti inn í steypi- baðsklefann. Þar úði og grúði af stórum köngulóm, sem virtist vera lítið um þetta ónæði gefið. Ekkert fengum við baðið, en við létum það ekki á okkur fá og ókum niður götuna að eina veitinga- húsinu í þorpinu. Það var tveggja hæða hús, forn- fálegt mjög, og var veitingasalurinn á neðri hæð- inni. Þar var afgreiðsluborðið og sex dúklaus smá- borð. Gestirnir voru hávaxnir, rykugir úraníum- leitarmenn, flestir þeirra með kjálkaskegg. Við sá- um þarna knálegan mann, sem sat einn við borð. Þegar ég leit spyrjandi á hann, rumdi vingjarnlega í honum: „Vissulega. Fáið ykkur sæti.“ Við borðuðum þarna miðdegisverð, og steikin, sem við fengum, var ágæt. Eftir því sem tíminn leið, hittum við stöðugt fleiri úraníumleitarmenn, sem tóku þetta meira og minna alvarlega. Þeir yngstu, sem við hittum, voru þeir John Harlin og Bob Halladay, báðir nítján ára að aldri. Þeir áttu heima í úthverfi San Francisco í Kaliforníu. Þeir notuðu einhverja tæknilega að- ferð, sem þeir fóru mjög leynt með. Það eina, sem menn vissu, var það, að þeir höfðu meðferðis þús- und feta langan stálkaðal, sem var festur við vindu á jeppanum þeirra. „Það er dálítið, sem ég fann upp, er ég var að ganga á fjöll í Sviss,“ sagði Har- lin, grafalvarlegur. Piltarnir voru að vona, að þeir yrðu orðnir ríkir, áður en þeir settust aftur á skóla- bekkinn, að sumarfríinu loknu. Af öllu þessu fólki, sem við hittum, var frú Adele Lusko fríðust. Hún bjó, með Emil manni sínum, og Don mági sínum, í vagni, sem þau höfðu haft aftan í jeppa alla leið frá Detroit í Michigan. Frú Lusko sagði, að mesti þrældómurinn væri að sitja í jeppanum. Einbeittust allra var Kuhnfjölskyldan frá Rose- burg í Oregon — foreldrarnir George og Berthana og börn þeirra, Georgiana, fimmtán ára, og Tony, þrettán ára drengur. Kuhn hafði selt verzlunarfyrir- tæki sitt í Roseburg, þegar úraníumæðið greip hann, stofnaði hlutafélag ásamt tíu öðrum kaup- mönnum í Roseburg, og hélt síðan upp í óbyggðir með fjölskylduna. Hann var búinn að finna úran- íum og gera tilkall til landspildu, sem námufélag nokkurt hafði gengizt inn á að kaupa fyrir 100.000 dollara. Eins og að líkum lætur, voru margir af íbúum Hanksville orðnir ríkir. Mesta ánægju hafði ég af að tala við frú Ednu Ekker Phillips. Hún var sex- tíu og fjögurra ára gömul, hafði misst tvo eigin- menn, aldrei átt annars staðar heima og alið upp níu syni og þrjár dætur. Hundrað mílur voru til næsta læknis, og hafði hún gegnt ljósmóðurstörfum og annazt hjúkrun í þorpinu. „Ég hefi tekið á móti fimmtíu og níu börnum og ekki misst eitt einasta,“ sagði hún við okkur, og var auðheyrt, að hún var hreykin af því. Frú Phillips hafði erft námurétindi eftir fyrri mann sinn, og gefa þau af sér drjúgar tekjur. Nú hefir hún öll nútímaþægindi — alls konar rafmagns- tæki, rafmagn til heimilisnotkunar og stöðugt heitt vatn. En hún þarf enn að fara fimmtíu og þrjár mílur til þess að komast í næsta síma. Einn sonur henar, Harold Ekker, hafði flutt burt frá Hanksville og starfrækt bensínafgreiðslu og knattborðsstofu í öðrum bæ. Hann var nú aftur fluttur heim á æskustöðvarnar og hafði fundið úr- arníum, og sagt var, að honum hefði verið boðið fyrir það þrjár miljónir dollara. Þegar við spurð- um Nell, konu hans, hvort þessi orðrómur væri sannur, svaraði hún fálega: „Það kemur engum við. Það þýðir ekkert að spyrja okkur.“ Ekki kærði ég mig um að lenda í neinni orðasennu og sagði svona út í bláinn, að vissulega væri þó landslagið dásam- legt. Þá fyrst stökk frú Ekker upp á nef sér, og augu hennar tindruðu: „Ég get nú ekki séð neitt dásamlegt við það!“ sagði hún. „Ég harma það, að Harold skyldi nokkurn tíma snúa heim aftur. Það verður aldrei bætt, hversu mikið fé, sem í boði er. Hann er að eyðileggja heilsuna, og ég geri ekki annað en að hafa áhyggjur hans vegna.“ Óeigingjarnasti maðurinn, sem við hittum, var Harry Goulding. Hann hefir átt heima á þessum slóðum mestan hluta æfi sinnar, og líklega eru þeir ekki margir, sem hafa lagt eins drjúgan skerf og hann í úraníumforða Bandaríkjanna. Samt hefir hann aldrei reynt að hagnast á því. Hann hefir að- eins séð um það, að aldavinir hans og nágrannar, Navajo-Indíánarnir, fengju allan ágóðann. Vegna þess, að Navajo-Indíánarnir treystu Gould- ing, gat hann talið þá á að leita sjálfa á landskika sínum, sem er auðugur af málmum. Þeir hafa fund- ið geysileg auðæfi á tveimur stöðum, og hafa hafið

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.