Heima er bezt - 01.03.1956, Page 37

Heima er bezt - 01.03.1956, Page 37
Nr. 3 Heima 89 --------------------------------er bezt---------------------------- Skáktafl á Islandi Framhald af bls. 64. ------------------------ var oftast hvalbein, eða tré, en stundum voru þeir þó gerðir úr tönnum, rostungstönn, eða hvaltönn- um. Ekki verður það efni rakið hér nánar, en þess getur Ólafur, að 1831 hafi fundizt 67 skákmenn úr 6 töflum í eynni Lewis í Suðureyjum; eru þeir allir smíðaðir úr tönn, og svo stórir að þeir svari til taflborðs, er væri tvö fet að þvermáli. Enskur fornfræðingur, Frederic Madden, kvað hafa komizt að þeirri niðurstöðu,, að taflmenn þessir séu ís- lenzkir, og smíðaðir þar á öndverðri 12. öld. Muni þeir hafa verið fluttir út sem verzlunarvara, en skipið farizt, og þeim skolað í land og sandorpizt. Væri þetta rétt, er það merkilegt. Þá tilfærir Ólafur nokkrar kreddur um það, hvernig eigi að vinna sigur í skáktafli; eru þær þess- ar: „Tak músabein og brenn þar í skákmennina, og muntu sigur hafa í tafli upp frá því. Ef hvítur köttur er krufinn lifandi, os; setið á innyflunum, þegar teflt er eða spilað, þá vinnst. Tak hjarta, lifur og lungu úr hrafni og herð það við vind, en ei sólarhita, og lát það í líknarbelg og haf undir vinstri hendi þinni, þá þú spilar eða teflir.“ Og loks skyldi rista galdrastaf þann, sem hér er sýndur á eikarspjald og hafa í hendinni til að vinna skák. Þá skal hér staðar numið. Þótt dauft kunni að hafa verið yfir skákíþróttinni á s. 1. öld, eins og margar heimildir bera með sér, lifði alltaf í glæð- unum, og mikið fannst Willard Fiske til urn skák- kunnáttu Grímseyinga, þegar hann fór um hér á landi. Vafalaust hafa margir fleiri en þeir kunnað skák og haft ánægju af. Guðmundur Finnbogason telur að hin sérstöku afbrigði skákarinnar, sem íslendingar hafa fundið upp, einkum valdskákin, sýni hneigð þeirra til þess að gera íþróttina sem erfiðasta, með því að leggja á sig alls konar böncl. Ef þessa gætir meira meðal íslendinga en annarra þjóða, er það öruggt vitni þess, að íþrótt þessi hefir verið þeim hugleikin. Skákafrek íslendinga sein- ustu árin, sýna og ljóslega, að gáfan er hér til, og áhugi og manndómur nægur til þess að rækta hana. St. Std. Fjallakofar Framhald af bls. 65. -------------------- aftur með hellu. Hrís eða lyng var lagt á gólfið, og gátu kofar þessir verið furðu þokkalegir, þar sem jarðvegur var þurr. Síðan urðu sæluhús þessi stærri, en lengi vel voru dyrnar svo lágar, að næstum þurfti að skríða inn um þær. í hinum minni kofum var og er legurúmið sjaldan annað en bert gólfið; en er kofarnir hækkuðu og stækkuðu, var tekið að hlaða upp bálka úr torfi og grjóti fyrir þverum innri stafni þeirra, einkum var það sjálfsagt, ef hesta skyldi hýsa í kofunum ásamt mönnum, en slíkt varð títt eftir að tekið var að reisa húsin stærri. Hart var að vísu legurúmið á bálkunum, en að jafnaði þurrara en gólfið, enda stundum lagðar yfir bálk- inn torfur til mýkinda. Á síðari árum hafa víða ver- ið reist allstór hús handa leitarmönnum, með lofti eða palli, og er þá hestum ætlað rúm undir palli. Þau hús eru flest með járnþaki, og nýlega hafa Gnúpverjar reist leitarmannakofa, sem þiljaður er innan með bárujárni og járnstafni. Hin nýrri hús eru þannig allmiklu vistlegri og rúmbetri en hin gömlu, en nokkuð skortir þó á um, að þau eigi hinn sama öræfa- og æfintýrablæ og gömlu kof- arnir áttu í fórum sínum. En annars fer stærð og búnaður þeirra mjög eftir því, hve mörgum er ætluð gisting. Margar sagnir og sögur hafa skapazt í sambandi við fjallakofana. Oft hefir mönnum ekki orðið þar svefnsamt fyrir sakir aðsóknar. Reimleikasögurnar frá þeim eru býsna margar, og ekki er laust við, að hrollkenndan beig setji að sumum, er þeir koma að hinum skuggsýnu, einmana kofum; þó eru sælu- hús við fjallvegi illræmdari í þessum efnum en leitarmannakofarnir. St. Std. Hálskofi undir Sncefelli. Þar hefir ýmsum þótt reimt að gista. Af ferðamönnunum má ráða hceð kofans.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.