Heima er bezt - 01.03.1956, Side 39

Heima er bezt - 01.03.1956, Side 39
Nr. 3 Heima 91 --------------------------------er bezt---------------------------- slungnari en svo, enda mun hún ekki hafa farið í neinar grafgötur um það, að við myndum reyna að líta eftir henni. Ef Griffin hefur hringt til henn- ar, hlýtur hann að hafa fengið einhvern til þess að vinna það handtakið.“ Hann tók að þramma fram og aftur um gólfið, gróf hendurnar í vasana og skaut fram höfðinu. „En ef til vill hefur hann ekki einu sinni þurft að hringja, þau kunna að hafa rætt þetta al'lt fyrirfram. Skollans ári slyngir þorp- arar. Er þér ljóst, Tom, hvað við höfum upp úr þessu? Ég skal segja þér það: blátt áfram ekkert. Við höfum aðeins þetta bílnúmer og svo lýsingu á bílnum. Og þau losa sig eins fljótt og verða má við þennan bíl, en fara þó að öllu með gát, láta engin spor eftir sig. En það er þó helvíti hart, ef jörðin getur g'leypt þessa þrjá náunga, án þess að nokkur merki sjáist!“ Hann settist allt í einu niður aftur og sló í borðið með knýttum hnefa. „Tom, hvar í fjandanum er þessi bíll?“ Elenóra Hilliard hugsaði ekki um annað en gráu bifreiðina í skúrnum þennan langa, ömurlega dag. Ralphie kom heim klukkan hálf-fjögur, en hann veitti því enga eftirtekt, að skýlisdyrnar voru aftur. Hún kom á móti honum í dagstofunni, tók hann þegar tali, bar hratt á og var mjög einbeitt. Hún kvaðst hafa óþolandi höfuðverk, og vildi því hafa algera ró til kvölds. Henni þótti þetta leitt, en hann varð að fara út aftur og leika sér fram að kvöldmat, og fyrr mátti hann ekki koma heim. Nei, hann þurfti ekki að hafa fataskipti í þetta sinn. En Ralphie var svangur eins og alltaf. Nú, þá varð hann að kaupa samlokur, og svo fékk hún honum peninga. Ralph var að vísu hissa á móður sinni, hún hafði aldrei kvartað um höfuðverk fyrr, en hins vegar þótti honum vænt um, að hann skyldi fá aura til að kaupa sér eitthvað í svanginn, stökk því á bak á hjólið og renndi sér niður á götuna. „Laglega af sér vikið,“ sagði Glenn og stakk skammbyssunni aftur í vasann. Hún leit á hann sviplausum augum og hafði það einhvern veginn á tilfinningunni, að hún hefði grjót í maganum. „Ef þér borðið allt, neyðist ég til að fara út og kaupa eitthvað af mat.“ „Ég þarf að spyrja yður nokkurra spurninga, frú Hilliard." Svo hófst sama sagan aftur. Spurningum rigndi .... þessi dóttir hennar, þessi Cynthia, hvenær var von á henni heim úr vinnu? Ók hún í eigin bíl? Kom hún nokkurn tímann of seint? Ágætt, þér látið hana þá bara ganga inn fyrir. „Þér hafið ekki annað að gera en að taka lífinu með ró.“ Ef Cindý hefur séð skýlisdyrnar, þá stanzaði hún að minnsta kosti ekki til að spyrja, hvers vegna þær væru aftur. Þegar klukkan var átján mínútur yfir fimm, stöðvaði hún bíl sinn á miðjum akstígn- um, snaraðist út og kom inn í dagstofuna um for- stofuherbergið. Elenóra sat sem stirðnuð á legu- bekknum og sagði ekki orð. Glenn stóð upp, en hann hafði setið með krosslagðar fætur við sjón- varpstækið. Byssuna hafði hann í hendinni. Robish var inni í litlu bókakytrunni innst í húsinu, en dyrnar opnar inn í dagstofuna. Elenóra sá, að hann hafði vakandi auga með stígnum heim að húsinu. Hún vissi, að sá yngsti þeirra félaga, Hank, var í eldhúsinu og hélt vörð um bakdyrnar, um leið og hann hlustaði á fréttir í litla viðtækinu. Það var mikill gustur á Cindý, eins og venjulega, er hún kom heim. í seinni tíð alltaf móð og más- andi, með treyjuna flakandi frá sér og hárið í allar áttir. Þegar hún kom auga á móður sína, nam hún staðar og hvarflaði bláum augum sínum um stofuna og festi þau rétt andartak á Glenn Griffin. Glenn brosti. „Komið þér inn, Rauðkolla.“ Áður en Elenóra tók eftir, að Cindý hreyfði sig, snerist hún á hæli og ætlaði að hlaupa út aftur. „Ágætt,“ sagði Glenn Griffin, stundarhátt, en hækkaði svo róminn: „Við höfum þá alltént móð- ur yðar.“ Robish kom þjótandi innan úr kompunni, þegar hik kom á Cindý við dyrnar fram í forstofuna. Hún sneri sér hægt við, og kom þá auga á Robish, sem stóð þarna eins og björn, og eins og ósjálfrátt vék hún sér undan og sneri sér að Glenn Griffin, sem ekki hafði hreyft sig. „Já, nú líkar mér við yður, Rauðkolla," sagði hann og brosti í kampinn. „Nú eruð þér alveg auðsjáanlega að vitkast.“ Þegar hann tók að mæla hana og meta með augunum, hvarf brosið. Cindý heyktist síður en svo við og lét ekki á neinn hátt bilbug á sér finna, enda þótt hún væri meira en lítið hrædd. Hún stóð nú ofurlítið sfleiðar o og hvessti á hann augun. „Hvað viljið þér eiginlega hingað?“ „Nú-nú, svo hún er líka dálítið snögg upp á lag- ið, sú stutta.“ Það gætti undrunar í röddinni. „Ekki eins hyggin og hún móðir yðar.“ Og án þess að líta af stúlkunni, bætti hann við: „Robish, farðu aftur út að glugganum. Karlinn getur komið á hverri stundu.“ „Ég þarf að fá byssu,“ sagði Robish.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.