Heima er bezt - 01.03.1956, Qupperneq 40

Heima er bezt - 01.03.1956, Qupperneq 40
92 Heima Nr. 1-2 --------------------------------er bezt----------------------------- „Farðu aftur þama inn í kompuna," sagði Glenn Griffin og vísaði honum á bug án þess svo mikið sem að virða hann viðlits. „Heldurðu, að þú getir.. . .“ „Eins og ég stend hérna.“ Robish staldraði aðeins andartaki lengur, sneri sér svo við og hvarf inn í kompuna. „Setjizt, Rauðkolla," sagði Glenn lágt. „Setjizt og lofið mér að skýra þetta allt. En með þetta hár, veit ég, að yður langar til að leika hetjuhlutverk. Og yður er það svo sem velkomið, hvenær sem yður sýnist, og meira að segja má vera að þér kæmust heil á húfi úr þeim leik. En aftur á móti veit ég ekki, hvernig fara mundi fyrir henni móður yðar .... eða litla snáðanum honum bróður yðar.... og svo föður. Við erum nú að bíða eftir honum, og þess vegna held ég hentast fyrir yður, að fara úr treyjunni og tylla yður þarna á stólinn.“ Cindý stikaði að einum stólnum og settist niður, en lét þó á engan hátt sem hún væri að hlýðnast skipun og fór ekki úr treyjunni, þótt svo hefði verið fyrir lagt, en gerði, um leið og hún settist, misheppnaða tilraun til að senda móður sinni ró- andi bros. Hún kveikti sér meira að segja í vindl- ingi án þess að höndin titraði minnstu vitund og endurgalt þannig rembilæti hans, með því að láta sem hún vissi ekki af návist hans. „Hve lengi hafa þessar skepnur verið hérna, mamma?“ spurði hún. Glenn hló snöggum, stuttum hlátri, hæðnisleg- um og illyrmislegum. „Ég er nú alveg hætt að geta fylgzt með tíman- um,“ sagði Elenóra. „En þeir komu rúmlega tólf,“ bætti hún við. Hún hafði hugsað sér að koma með viðvörun, en hætti við það. „Einn þeirra er úti í eldhúsinu." „Það er þá með öðrum orðum morandi af þess- um lýð í húsinu,“ sagði Cindý og blés frá sér reyknum. Elenóru varð í þessu litið framan í Glenn Griffin og varð enn óttaslegnari. Það var eins og kreppt væri að hjarta hennar. Hið gulleita óhraustlega andlit mannsins varð náfölt og litlaust og varirnar herptust saman í brosgrettu. Hann stóð þarna eins og þvara furðu langa stund og virtist á báðum átt- um, hvað gera skyldi. Svo snerist hann hljóðlega á hæli og gekk þessum léttu, kattmjúku skrefum út í forstofuna og gegnum borðstofuna í humáttina á útvarpshljóminn, sem barst frá eldhúsinu. Þar var hann, unz það kall barst, sem Elenóra hafði lengi beðið eftir milli vonar og ótta. „Griffin!" urraði Robish úr greni sínu. Glenn Griffin kom aftur í ljós. „Ekkert ljós, steinþegið öll. Hafið þið skilið mig?“ Elenóra kinkaði kolli. „Og þér, Rauðkolla?" Cindý horfði á vegginn að baki Glenns, sem stóð í dyrum forstofunnar. Það var eins og hún sæi gegnum hann, rétt eins og hann væri úr gleri eða blátt áfram hvergi þarna nærri. Elenóru langaði til að teygja út handlegginn, en það var ekki vog- andi. Hér var livorki stund né staður fyrir Cindý að sýna þrjózku núna. „Hann er að reyna að opna bílskúrinn,“ sagði Robish. „Viltu, að ég taki hann til bæna?“ „Ekki meðan allir þessir bílar fara framhjá," svaraði Glenn. „Svo kemur hann inn.“ Hann hækk- aði röddina: „Ertu vel á verði, Hank?“ „Hann fer ekki hérna inn,“ heyrðist sagt í eld- húsinu. Aftur fann Elenóra ópið brjótast um í hálsi sér af hræðilegri orku. Hún hleraði eftir þessu gamal- kunna fótataki, sem var hratt og þróttmikið eftir langan erfiðisdag. Upp þrepin þrjú og þvert yfir gólf forstofunnar. í þetta skipti ætlaði Glenn ekki að eyða tímanum til ónýtis hann beindi skamm- byssunni beint að dyrunum, á Dan Hilliard. Fyrst sá Dan konu sína, sem sat þarna eins og assa, föl og þjáningarleg. Hann nam snöggt staðar. Blágrátt tunglskinið lýsti upp stofuna. Svo varð honum litið á Cindý, sem sat þama hin hnarreistasta og reykti, en reiði og þrjózka skein út úr litlu andlitinu. Honum kom Karl Wright strax í hug: Hafði Cindý sagt Ellu eitthvað? Og fyrst nú, sökum einhvers skugga, er hann þóttist verða var við á hræringu við forstofuna, kom hann auga á Glenn Griffin — og svo skammbyssuna, sem beint var að honum. Honum brá mjög, og áður en nokkur fékk ráð- rúm til að hreyfa sig eða mæla orð frá munni, — þótt hann raunar sæi, að Elenóra teygði sig í stóln- um, — hafði hann gert sér fullkomlega ljóst, hvað hér var um að vera. Hann minntist útvarpstilkynn- ingarinnar, sem hann hafði verið að hlusta á í bílnum fyrir tæpum stundarfjórðungi. Og nú rann það upp fyrir honum, hvílíkur álfur hann hafði verið, að sjá ekki þetta allt í hendi, um leið og hann sá gráu bifreiðina gegnum bílskúrsgluggann. En svo fjarstæðukennd hugsun hefði honum aldrei komið í hug. En nú eyddi hann ekki tímanum með því að láta rugla sig í ríminu eða gera sig lafhrædd- an við þetta óvænta ástand.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.