Heima er bezt - 01.03.1956, Síða 41

Heima er bezt - 01.03.1956, Síða 41
Nr. 3 Heima 93 --------------------------------er bezt------;--------------------- Elenóra sá mann sinn þrútna óeðlilega mikið í framan, og færðist roðinn upp með hattinum, sem hallaðist mjög að venju. Hún vissi, að Dan hugs- aði málið með hægð, en rækilega án þess að eyða tímanum með ágizkunum, tók með ákveðinni ró því, sem koma skyldi. Og um leið og henni létti svolítið, furðaði hún sig á, hvers vegna hún hefði mest kviðið fyrir þessari stundu. Og hún gerði sér ljóst fyrirfram, að Glenn Griffin mundi þá fyrst heyra mælt af íhugun, er maður hennar hæfi mál sitt. „Ég legg til, að þér stingið þessari skammbyssu á yður, Griffin,“ sagði Dan. „Ef þér hleypið af skoti, verða allir nábúarnir komnir hingað eftir þrjár mínútur. Wallingsfólkið hérna við hliðina er heima, og það heyrir skothvellinn, enda þótt tré séu á milli. Og þótt það brygðist, færi ekki hjá því, að einhver, sem leið á hér um götuna, heyri hann. Eina hljóðið, sem rauf kyrrðina var eins konar sambland kjökurs og fagnaðarandvarps, er leið frá brjósti Elenóru. Dan varð var við, að einhver kom inn ganginn, en hafði samt ekki augun af Glenn Griffin. „Ef þér ætlið að vera með einhverjar hunda- kúnstir hér, skal það koma ykkur öllum í koll,“ var sagt dimmri, drafandi röddu innan úr komp- unni. „Eruð þér mállaus?“ „Nei,“ sagði Glenn Griffin, „það er svo langt frá því, að hann sé mállaus, Robish.“ Þetta blendna bros var aftur komið fram á varir honum. „Hann er út undir sig, þessi náungi, slyngari en við ætl- uðum.“ Það bryddi á viðvörun í rólegri röddinni. Um leið og Dan endurtók ummæli dóttur sinnar, — eins og Elenóra, sem þekkti þau bæði vel, hafði getað búizt við — spurði hann: „Hvert er erindið?" í þetta sinn varð Glenn Griffin ekkert hissa. „Mér er ekki í hug að vinna ykkur nokkurt mein. Hvað hafið þér í hyggju, karl minn?“ Dan gekk nú til konu sinnar og lét sem hann sæi ekki byssuna. Hann lagði hönd sína, stóra og freknótta, hlýlega á öxl hennar og lét hana hvíla þar. „Það er einnig ósk mín að það verði ekki gert.“ Glenn rak upp hlátur, um leið og liann lét hönd- ina, sem krepptist um byssuna, síga. „Nú talið þér mjög skynsamlega, og þá er líka talandi við mig.“ Rokkið var orðið í stofunni, og Dan hlustaði þegjandi og fann hvernig skjálftinn í öxlum Elen- óru hjaðnaði. Glenn gekk um gólf í stofunni, léttum, kattmjúk- um skrefum, svo sem var háttur hans og lét dæluna ganga mjög blátt áfram, eins og hann hefði æft þessa tölu vikum og mánuðum saman. Dan hlýddi á, og það var sem dularfullt, deyfandi eitur læsti sig um taugar hans, er honum varð ljóst, hve hjálp- arvana hann í rauninni var. Allt það, sem þeir þremenningar þörfnuðust, var á ákveðnum stað, og þangað yrðu þeir komnir um miðnætti, í síðasta lagi um tvö-þrjúleytið um nótt- ina. Peningar voru á leiðinni til þeirra, kynstur af peningum, og þegar þeir kæmu þeim í hendur, mundu þeir halda af stað án tafar. Og þangað til varð lífið á þessu heimili að ganga sinn vanagang í öllu tilliti. „Lífið á að ganga sinn vanagang. Hafið þér skil- ið það?“ Hann talaði eins og leikari, sem hafði þrautlært þessar setningar. Hann gekk í kring í stofunni, yppti augnabrúnunum og svipbreytingar urðu á andlitinu, það var eins og hann væri að reyna að lifa upp sjálfan sig á einhvern hátt og að hann sæi sjálfan sig fyrir hugskotssjónum við aðrar aðstæður. Dan veitti þessu glögga athygli og lagði á minnið, ef það gæti komið honum að haldi síðar, og eins og venjulega var honum þessi skyggni ósjálfráð, svo einstakur mannþekkjari sem hann var. Dan komst að þeirri ófrávíkjanlegu niðurstöðu, að þess- um náunga væru ekki tómar hótanir í hug. Þessi piltur mundi ekki hika við að drepa eitthvert þeirra eða þau öll, ef eithvað bæri út af. Þegar Dan hafði gert sér þetta fullkomlega Ijóst, breytti hann eftir því, og nú fann hann skjálftann hlaupa í fætuma, og líkami hans stirðnaði upp. „Við munum í einu og öllu hegða okkur eftir því, sem þér viljið, Griffin," sagði Dan lágt. „En....“ „Nú, hvað?“ Griffin, — en ef ég gæti nú útvegað yður það fé, sem þér þurfið á að halda? Ég á við, ef ég gæti það þegar í stað? í kvöld. Fyrir miðnætti? Munduð þér þér þá fara?“ „Það getið þér ekki, gamli minn. Ég hef rétt litið á bankabækurnar yðar. Og mér finnst satt að segja ekki um auðugan garð að gresja þar.“ „Mér finnst samt, að hér geti verið um góð við- skipti að ræða,“ heyrðist Robish segja í kompunni. „Þá gætum við komizt héðan strax.“ Dan tók líka eftir ákefðinni í rödd ósýnilega mannsins. „Ég gæti ef til vill orðið mér úti um fé á einn eða annan hátt. Hvernig litist yður á það, Griffin?" „Við verðum hérna," sagði Glenn.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.