Heima er bezt - 01.03.1956, Síða 42
94
„Já,“ heyrðist tautað gremjulega úr kompunni.
„Við bíðum hérna eftir tátunni. Þú stofnar lífi
okkar í hættu til þess að fá að sjá hana.“
Er Robish hafði kastað fram þessari athugasemd,
gekk Dan þegar á lagið. „Ef þessi kona, hver sem
hún er, veit, hvert halda skal, hvernig getið þér
þá verið vissir um, að lögreglan elti hana ekki hing-
að. Og nú er það engu síður í yðar þágu en mína,
að losna við heimsókn lögreglunnar."
„Já, hvað segir þú um þetta?“ Nú kom Robish
fram og tók sér stöðu fremst í stofunni, þéttur fyrir
og klækjalegur á svip. „Hann lítur skynsamlega á
málið, karlinn. Og svo held ég, að þú getir hvar
sem er náð þér í einhverja stelpu, Griffin.“
Sem snöggvast var eins og fát kæmi á Glenn,
hörkusvipurinn mildaðist. Hann leit af Dan og til
Robish. Svo tók hann skyndilega viðbragð og snar-
aðist að Robish. „Það er ég, sem stjórna hér, Robish,
og ég hélt, að við því væri ekkert að segja. Við
verðum hér, þangað til Helena kemur. Hún er
duglegri en svo, að hún láti löggann hafa hendur
í hári sér. Og hún er með það, sem ég þarf á að
halda, og hingað vil ég fá það, hingað í þennan bæ.“
„Þú hefur engan rétt til að tefla á tæpasta vað til
þess eins að geta komið við kaun þessa lögreglu-
manns. Hvað kemur mér það við, þótt fjandans
kjamminn á þér fengi fyrir ferðina? Það er að
minnsta kosti langt síðan, og ef þessi náungi hérna,
getur greitt úr málum okkar, þá. . . .“
„Nei!“ Orðið var eins og byssuskot. „Hafið þið
báðir heyrt, hvað ég sagði?“ Glenn gekk hægt til
Dan. „Og þér hlaupið ekkert á yður, Hilliard. Ég
hef engin not fyrir yðar góðu hugmyndir. Af þeim
á ég nóg, og ég hef gert þær að veruleika, og þær
hafa reynzt alveg ósviknar."
„O, sér er nú hvað,“ drundi í Robish.
„Jú, ég segi þér satt, að vel hafa þær reynzt,
Robish. Hvernig hefði farið fyrir þér, ef mín hefði
ekki notið við?“ Hann sneri bakinu að. Robish, er
hann talaði og hafði ekki augun af Dan. „Þú hefðir
legið í skarninu á gamla staðnum og fundið skamm-
byssuhlaupið við bakið.“ Hann neri vanga sinn og
fann fyrir harðri brún efnisins, er varði brotna
kjálkann. „Og þér, Hilliard, eigið að tala, þegar
ég spyr yður einhvers eða bið yður að leysa frá
skjóðunni. Annars eigið þér að halda yður saman.
Ef yður þykir eitthvað til konu yðar koma, ættuð
þér að koma heiðarlega fram. Eins og þér réttilega
sögðuð, er það eins mikið í yðar þágu og mína, að
lögreglan komi ekki hingað. Ef hingað kæmi bif-
Nr. 3
er bezt---------------------------------------------
reið og ráðast ætti til inngöngu hér, væri það
ógaman fyrir yður.“
Frú Katrín Webb brosti glaðlega til manns síns
yfir rauðtiglóttan borðdúkinn og það, sem eftir var
af nautasteikinni. Hann talaði, meðan hann borð-
aði og var mjög úr jafnvægi.
„Hún fór frá Pittsburgh um fjögurleytið í dag.
Svo mikið er víst. Hún ók í suðurátt, eftir þjóð-
vegi 19. Tæpri klukkustund síðar sást hún á aðal-
vegi 40 og þá á vesturleið. Vesturleið, fylgistu með?
Sem sagt á leiðinni til okkar, hingað til bæjarins.
Og hvað sagði ég ekki, að þetta væru bréfdúfur?
Hún ók hinum fallega, hnotubrúna bíl sínum, og
þeir leynast hér einhvers staðar og halda sig hafa
komið ár sinni vel fyrir borð með því að fá hana
út úr bænum, svo að hún geti komizt til fundar
við þá án þess að henni yrði veitt athygli. Sniðugt?
O, ekki leyfir nú af því.“ Hann ýtti frá sér diskin-
um og þurrkaði sér lítið eitt um hökuna með þurrk-
unni. „Ég veit ekki betur en árvökul augu fylgist
með henni í hverjum bæ, sem hún ekur í gegnum.
Það er rétt eins og um veðhlaup sé að ræða. En
enginn mun verða til að ónáða hana. Ó, nei, langt
frá því. Þegar hún nálgast Greenfield munu þeir
herða eftirlitið, og ekki er að efa, að hún kemur
brunandi hingað einhvern tímann í kvöld og vísar
okkur beint á felustaðinn. Ríkislögreglunni, sam-
bandslögreglunni, — sem sagt: okkur öllum. Já,
þannig ganga þeir í gildruna."
„Jessi,“ sagði kona hans þýðlega, undrandi á svip,
„langar þig til að sálga þessum manni?“
Jessi svaraði ekki undir eins. Honum var ofur-
ljóst, að sannleikurinn, umbúðalaus sannleikurinn
var sá. En allt í einu fannst honum svo mikilvægt
að skýra og réttlæta þessa tilfinningu, þrátt fyrir,
að allt, sem hann sagði í þessu tilliti, væri sann-
leikanum samkvæmt. „Heyrðu annars, ég veit ekki,
hvað kemur til, að fólk skuli lenda svona á glap-
stigum. Ég ólst upp í hverfi, sem var snöggtum
lakara en bernskuumhverfi Griffins. Og sama er
um borgarstjórann að segja. Og ég er alls ókunnur
öllu þessu sálfræðilega hjali, sem menn slá um
sig með. En sjálfsagt er eitthvað á því að græða.
Allt, sem ég veit, er það, að enginn getur verið
óhultur um líf sitt, meðan Glenn Griffin leikur
lausum hala og með skotvopn í fórum sínum í
þokkabót. Þannig er þetta mál vaxið. Hann hallaði
sér fram yfir borðið. „Þetta er ástæðan til þess, að
þú verður að sofa á bedda í skrifstofunni minni í
nótt. Annars í gistihúsi. Hvort kýst þú fremur?“
Framhald.
Heima