Heima er bezt - 01.03.1956, Qupperneq 44

Heima er bezt - 01.03.1956, Qupperneq 44
10) Frú Myring á heima í gömlu og hrörlegu húsi skammt frá sjó. Við erum heilan dag á leiðinni þangað og ferð- umst með lest og hestvagni. Mér er svo þungt í skapi, er ég nálgast þetta nýja heimili, að mér liggur við gráti. 11) Þegar við komum inn í eldhúsið, er þar fyrir lítil og grönn stúlka, sem heitir Stína. — Segist frú Myring hafa tekið hana til sín „af einskærri góðvild". En ég kemst fljótt að raun um, að „góð- vildin“ er í hófi. 12) Við erum ekki fyrr komin inn en frú Myring tekur að skamma Stínu fyrir að hafa ekki róið yfir í Sjómannavík og sótt son hennar, sem Jónas heitir. Einn- ig átti hún að kaupa þar fisk til morg- undagsins. 13) Stína reynir að stynja upp afsök- unum, en kerlingin segir henni þá að skammast af stað. Mig langar til þess að hjálpa þessum vesaling og býðst til að fara með henni. Samþykkir frú Myring það með dræmingi. 14) Á leiðinni til sjávar segir Stína mér, að hún verði að vitina baki brotnu, en fái aldrei nóg að borða. Eg segi henni, að talið sé, að ég sé sonur frú Myring, en hún trúir því ekki. 15) „Sennilega er Perlberg eitthvað við þetta riðinn,“ segir hún. Þegar ég spyr hana nánar um þetta, segir hún mér, að Perlberg heimsæki frú Myring stund- um og segist viss um, að þau hafi miður heiðarleg áform á prjónunum. 16) Okkur Stínu verður fljótt vel til vina, og ég lofa henni, að ég skuli hjálpa henni eins og ég geti. Eftir hálf- tíma róður erum við komin á leiðar- enda, og leggjum við nú að landi. 17) Drengur, sem virðist nokkrum ár- um eldri en ég, bíður okkar í landi. Þetta er Jónas, sonur frú Myring. Er hann sýnilega í mjög illu skapi, og áður en við erum komin alveg til hans, tekur hann að atyrða Stínu. 18) Stína reynir að verja sitt mál, en Jónas, sem er versti ruddi, slær hana tvo kinnhesta og hvæsir um leið: „Þetta skaltu hafa fyrir að láta mig bíða hálf- an daginn! Næst skaltu ekki sleppa svona vel. ...“

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.