Heima er bezt - 01.02.1958, Blaðsíða 7
á raddskipun, og jafnframt beindust menn mjög gegn
kvart- og kvintsöngnum, sem flestir voru orðnir full-
saddir af, enda er hann satt að segja hvorki fagur né
fjölbrotinn. En þegar fram liðu stundir, óx fyrirlitn-
ingin á samgengum fimmundum svo yfir sig, að fram
um síðustu aldamót þótti það hin mesta fúlmennska,
að láta þær sjást eftir sig. Að forðast þær var eitt af
æðstu boðorðum tónfræðinnar. Sömuleiðis tóku menn,
eftir því sem þekking og leikni juloist, að leggja óþarf-
lega mikla fæð á þjóðlög og alþýðu-tónlist yfirleitt.
Gekk það í öfugar öfgar við þjóðlagadekur nútímans.
í lok 16. aldar er kontrapunkt-stíllinn búinn að ná
nokkurri formfestu og leikni, og þríhljóma-kerfið jafn-
framt búið að ná fótfestu. Menn er farið að dreyma,
og enda gera tilraunir með samningu heilsteyptra sam-
hengis-verka, svo sem Óperur, Messur, Oratóríur og
jafnvel hljóðfæra-tónlist í stóru broti. 17. öldin hefur
löngum verið nefnd hin formleitandi öld, enda gekk
hún mestöll í formsköpunar-tilraunir, einkum varð-
andi óperu-, kórlaga- og fúgu-stílinn.
Helztu tónskáld 17. aldarinnar munu hafa verið:
Mounteverdi 1567—1643, óperuhöfundur, Carrissimi, f.
um 1604, oratóríuhöf., Stradella, d. 1681, oratóríuhöf.,
Lully, 1632—168-7, óperuhöf., Purcell, 1658—1695, mjög
fjölhæft tónskáld, e. t. v. mesti snillingur aldarinnar,
Friscobaldi, orgel-tónskáld, 1583—1644, og Torelli, 1657
—1708 og Corelli, 1653—1713, fiðlu-tónskáld.
Satnt leið öldin svo, að ekki er komin veruleg festa
í neitt þeirra forma, sem klassiska tímabilinu eru til-
einkuð. En þess var ekki langt að bíða, og 18. öldina
mætti fyrst og fremst kenna við formsins list. Strax
í byrjun aldarinar koma fram snillingarnir, Bach,
1685—1750, og Hándel, 1685—1759, og hefja kontra-
punkt-snillina á það hæsta stig fullkomnunar, sem náðst
hefur, í orgel-verkum Bachs og oratóríum Hándels.
Gluck, 1714—1787, markar stór spor í þróun óperunnar,
en Haydn, 1732—1809, og Mozart, 1756—1791, búa són-
ötu- og symfóníu-formið í hendur þess manns, sem full-
komnaði hvort tveggja, en það var Beethoven, 1770—
1827. í höndum hans nær formfegurð og festa ldassiska
tímabilsins hámarki, og sömuleiðis hin Ieikandi leikni,
sem einkennir það.
Með því að nú hafði verið stefnt í sömu átt um
tveggja og hálfrar aldar skeið, stefnt að því að finna
lögmál og fylgja þeim út í æsar. Og með því líka, að
samtíða þeim snillingum, sem að framan getur, voru
uppi margir smærri spámenn og urmull af vel skrift-
lærðum hljómfræðingum, tók nú stefnan að gerast æði
siðavönd og ráðrík. Einnig tók að verða all-áberandi,
að í skjóli hinnar miklu formfegurðar gátu lítilhæfir
en leiknir menn sullað saman sæmilegum áferðarfögr-
um en andlausum leirburði af kunnáttu einni saman.
Og nú kemur rómantíska stefnan til sögunnar. Þær að-
stæður, sem lýst hefur verið hér að framan, ásamt
endurbættum hljómsveitum, klassiskri þröngsýni og
baldnari tíðaranda, munu hafa átt einhvern þátt í að
hleypa henni af stokkunum.
Chopin, 1810-1849, Schumann, 1810-1856, Liszt, 1811
-1886, Wagner, 1813-1883, og mörgum fleiri 19. aldar
snillingum, þótti orðið nokkuð þröngt um sig innan í
þeim rammgerva reglumúr, sem þá var búið að hlaða
um ldassisku stefnuna, og kváðust aldrei hirða um regl-
ur þær, sem legðu hömlur á skapandi listgáfur. Brugðu
þeir og nokkuð út af form- og hljómvenjum fyrirrenn-
ara sinna, en annars eru verk þeirra flestra að mestu í
klassiskum anda og stríl. Munurinn liggur aðallega í
meira form- og hljómfrelsi, og þá jafnframt minni
formfestu en meiri blæauðgi.
Samt er ekki því að leyna, að sú stefnub'reyting, sem
hófst að aflíðandi dögum Beethovens, hefur smámsaman
leitt af sér tónlistarstefnu nútímans. En það er fullkomin
upplausnarstefna, ldessulist í tónum, öllum tónbygging-
arreglum er snúið við eða varpað fyrir borð. Strax um
og upp úr síðustu aldamótum er svo komið, að menn
sjást ekki fyrir með að brjóta og einskisvirða öll þau
tónbyggingarkerfi, er mestu tónsnillingar veraldar voru
þrjár til fjórar aldir að uppgötva og skipuleggja, bara til
að rífa þau niður. En í stað þess er farið að seilast aftur
í 13. og jafnvel 12. aldar tónlist, þar sem enginn kunni
neitt, og líkja eftir henni.
Kvintsöngurinn er vakinn upp aftur og þykir nú
slíkt hnossgæti, að helzt allar þjóðir vilja tileinka sér
hann, og mun vera vandfundið auvirðilegra þrætuepli.
Jafnvel hálftónakerfið þykir nú af sumum vera orðið
allt of auvirðilegt ritmál fyrir þessa nýtízkulist. Mun
Schönberg einna fyrstur hafa komið upp með það að
færa út kvíarnar og innleiða fjórðungstóna-kerfi, ein-
mitt á sama tíma, sem Debussy gat helzt ekkert aðhafzt,
nema á heiltóna grundvelli. Virðist hér um fremur
ambögulegt fyrirbæri að ræða, enda munu báðir hafa
fallið frá þessum keipum, er fram liðu stundir. En mörg
hliðstæð gögurmennska hefur haft sig mjög í frammi
hin síðari ár.
Þá er og annað, sem þykir miklu skipta í tónsmíða-
brölti nútímans, en það er ofstopafullt þjóðlagadekur.
Rann sú alda upp í Rússlandi, um svipað leyti sem
rómantíska stefnan hóf skeið sitt í Vestur-Evrópu, og
varð henni samrýmd og samferða. Rússar eru flestum
þjóðum auðugri af fögrum og heillandi þjóðlögum,
sem voru lítt kunn utan Rússlands, þar til bera tók á
rússneskum tónskáldum út í frá. Glinka, sem er þeirra
elzta áberandi tónskáld, notaði talsvert þjóðlög í verk-
um sínum. Og Tchaikovsky, sem var enn meira tón-
skáld, fylgdi dæmi hans. Jafnframt urðu bæði þessi tón-
skáld, einkum Tchaikovsky, fyrir áhrifum rómantísku
stefnunnar, sem samrýmist alþýðlegum smálögum langt-
um betur en klassik 18. aldarinnar. En þessi hreyfing
vakti annarra þjóða tónskáld til meiri ræktarsemi við
þjóðlega alþýðu-tónlist, og rættist vel af fyrsta kastið.
Menn tóku þar til, sem verðugast var, og útfærðu það
á Iistrænum grundvelli. En hér varð skammt öfganna
að bíða, og í seinni tíð þykir því meira til þjóðlaganna
koma, sem þau eru ambögulegri, enda fyrir nokkru
komið úr móð, að færa þau í listrænan búning, að hirða
andann, en úthýsa smekkleysunum. Það þykir allt of
18. og 19. aldarlegt. Líka hefur allt þetta alþýðu-dekur
Heima er bezt 45