Heima er bezt - 01.02.1958, Blaðsíða 2
Öðru hverju heyrum vér landi voru gefna þá eink-
unn, að það sé á mörkum hins byggilega heims. Og í
hátíðarræðu fyrir alþjóð 1. des. sl. hafði dr. Sigurður
Nordal þau ummæli um landið. Ég fæ ekki varizt því,
að hverju sinni, er ég heyri þessi ummæli um Island, þá
hnykkir mér við, líkt og skvett væri á mig kaldri vatns-
gusu. Enda þótt þau séu viðhöfð sem eggjan, þá er
fullvíst, að þau orka miklu fremur í gagnstæða átt. Þau
falla vel í geð þeirra manna, sem allt hafa á hornum
sér og sífellt eru neikvæðir um allt og alla. Ummæli
þessi eiga bezt heima í heimsósómum og kvörtunar-
ræðum liðinna alda, þau sómdu sér prýðilega í munni
þeirra, sem mest hvöttu menn til að flýja land í harð-
indaköflum síðustu aldar, en í umræðum vor nútíma-
manna á miðri 20. öld eiga þau ekki heima, jafnvel þótt
í góðum huga sé gert. Þau eru steingervingur í máli
voru og hugsun og til þess eins fallin, að skapa óánægju
og vonleysi, þegar á móti blæs. Ef til vill áttu þau rétt
á sér á liðnum öldum en ekki lengur.
Einhver kann nú að segja sem svo, að ekki hafi landið
flutzt til á hnettinum, enn skoli öldur íshafsins um
norðurströnd þess, og vér eigum við að búa sömu nátt-
úru og fyrr. Hafþök af ísi séu enn í norðurhöfum, og
ekki séu glóðir Heklu og Laka kulnaðar. Engu verður
neitað af þessu. Það skal og viðurkennt, að vér höfum
átt við betra árferði að búa síðustu 3—4 áratugina en
um marsfar undanfarnar aldir, og vér vitum ekki, hvort
slík gæði muni haldast. En þó svo færi, að aftur brygði
til kaldari veðráttu, líkt og var á 18. og jafnvel 19. öld,
þá skulum vér hafa hugfast, að mörk hins byggilega
heims hafa færzt út. Vald mannsins yfir gæðum náttúr-
unnar hefur aukizt, og varnir hans gegn hvers kyns á-
föllum styrkzt svo stórlega, að þar er ekki um nokkurn
samjöfnuð að ræða við liðna tíma.
Ef vér skoðum málið til hlítar, eru þau lönd furðu-
mörg, þar sem þjóðirnar verða í sífellu að verjast áföll-
um af hendi þeirrar náttúru, sem þær búa við. Ekki
mun nokkurt ár líða svo, að vér heyrum ekki um vatns-
flóð, fellibylji, landskjálfta eða ofþurrka, sem leggja
heilar byggðir og borgir í auðn, svipta tugþúsundir
manna heimilum sínum og firra fjölda manns lífi og
eignum. Og þetta gerist í þeim löndum, sem engum
mundi hvarfla í hug að segja, að væru á mörkum hins
byggilega heims. Miklu fremur væru þau talin til góð-
landanna. En þótt óhöppin dynji yfir, hefur tækni nú-
tímans, ásamt félagslegri þróun og samtakamætti, gert
kleift að reisa að nýju, það sem lagt var í rústir, og
brátt eru sárin gróin á ný.
Ef vér skyggnumst um í vorri eigin sögu, hefur hið
sama gerzt, enda þótt vér værum öldum saman varnar-
lausastir allra varnarlausra til að mæta þungum höggum
óblíðrar náttúru. Þjóðin lifði af, þótt nærri væri höggv-
ið, og meira að segja glataði aldrei menningu sinni. En
tímarnir hafa breytzt. Sameinað átak þjóðarinnar og
aukin tækni og þekking hefur gert oss kleift að koma
við vörnum, þar sem áður var opið skarð og ófullt, þó
að ðnn skorti allmjög á að vér höfum fengið þau tæki
og þekkingu, sem til er fullkomnast. Þannig höfum
vér færzt fjær endimörkum hins byggilega heims, þótt
land vort hafi ekki breytzt. Fiskimið vor eru auðug, en
vér þurfum ekki að bíða þess, að fiskurinn gangi upp í
landsteina, til þess að afla hans, heldur sækjum hann
til djúpmiða, og með ári hverju bætum vér við þekk-
ingu vora á Hfnaðarháttum hans og göngum, til þess
síðar að gera oss kleift að fylgja honum eftir, en jafn-
framt haga veiðinni eftir þoli stofnsins. Og sífellt þok-
umst vér í þá átt að gera oss aflann verðmætari en áður
var, svo að sama magn fiskjar skapi oss meiri verðmæti.
Land vort á ótæmandi orkulindir vatnsafls og jarð-
hita. Enn er í fullu fjöri fjöldi þeirra manna, sem fyrstir
sáu þessar orkulindir hagnýttar þjóð vorri til hagsbóta,
og til þess að gera landið byggilegra en áður. Og með
hverju árinu sem líður hagnýtum vér meira af þessum
sístreymandi lindum orku og auðs.
Og síðast en ekki sízt, vér eigum frjósama mold og
víðar lendur, sem bíða þess eins að verða hagnýttar til
ræktunar. Þótt sú staðreynd sé viðurkennd, er því títt
svarað, að ræktun vor sé og hljóti að vera einhæf. Satt
er það að vísu, en vert er að hafa í huga þá staðrevnd,
að aukin þekking manna á náttúruvísindum hefur skap-
að möguleika til að framleiða ný afbrigði yrkiplantna,
sem vaxið geta við öll önnur skilyrði en fyrr var kunn-
ugt. Með þeim hætti hefur akurlendi jarðarinnar færzt
út. Ræktun ýmissa korntegunda hefur þokað drjúgum
lengra norður á bóginn sakir þess, að nú hafa fenyizt
afbrigði, sem ná að þroska fræ sín á styttra og svalara
sumri en hin eldri þeirra gerðu. Og vitanlega hefur hið
sama gerzt með fjölmargar aðrar plöntur en kornteg-
undirnar. Það er því engin fjarstæða að gera sér vonir
um það, að oss megi takast að auka fjölbreytni í rækt-
unarframleiðslu vorri. Með kunnáttu og kostgæfni má
40 Heima er bezt