Heima er bezt - 01.02.1958, Blaðsíða 18
PÆTTIR ÚR VESTURVEGI
eftir Steindór Steindórsson frá Hlö&um
SÍÐASTI ÁFANGINN.
Sunnar enn.
egar ég kom út í Yosemite Lodge á miðviku-
dagsmorgun 21. nóv. brá mér í brún. Jörð var
^ alhvít af hélu. Fossarnir uppi í hlíðinni, er að
*- vísu höfðu áður verið með klakaskörum, voru
nú botnfrosnir og lognhyljirnir í ánni stállagðir. Vetur
var sýnilega á næstu grösum, þó veðrið hefði leikið við
mig þessa tvo daga, sem ég dvaldist þarna í fjallabyggð-
unum.
Lagt var af stað kl. 8 að morgni. Bílstjórinn var hinn
sami og áður, en farþegar sýnu fleiri, enginn þó af sam-
ferðamönnunum uppeftir. Ekkert bar til tíðinda á leið-
inni niður til Merced, en þar settist ég í járnbrautar-
lest á ný suður til Bakersfield.
Suður Jóakimsdalinn, var landið lengi með sömu
ummerkjum og áður var lýst, skiptust þar á aldingarð-
ar og vínekrur, en eftir því er sunnar dró, varð meira
um kaktusa og pálmatré í görðum. En hvarvetna, þar
sem áveitulöndum sleppti, var sviðin auðn til að sjá.
Voru skilin furðulega skörp. Annarsvegar iðgræn
áveitulönd, en hinsvegar auðnin með sviðnum grastopp-
um og smárunnum, en hvarvetna skein í gulgráan sand-
inn. En snögglega sáust nýstárleg akurlendi til beggja
handa. Voru ekrurnar móleitar til að sjá, en hvarvetna
skein í fannhvíta skúfa. Hér var komið í baðmullar-
hérað. Gat ég ekki að því gert, að helzt minntu baðm-
ullarekrurnar mig á íslenzkan brokflóa, þegar fífutopp-
arnir eru að gægjast fram. Uppskeran stóð nú yfir.
*» W
**«
•»**«% m
*« M *»*
**-*>**■ **4
*» » *« »*»
** <> «* *<»
«.**«**«(
>» **
Pershing-torg i Los Angeles.
Sums staðar tíndu menn baðmullartoppana með hönd-
unum, en annars staðar voru uppskeruvélar í gangi,
dregnar af dráttarvélum. Hvarvetna voru hrúgur af
baðmull við akrana, rétt eins og ullarbingir á kvíabóli
um rúningstímann, og víða voru hreinsistöðvar, þar
sem allt var fullt af baðmull, og á hverri járnbrautar-
stöð voru endalausir staflar af baðmullarsekkjum og
böggum.
Eigi alllangt norðan við Bakersfield voru nautaréttir
miklar og girðingar umhverfis. Voru þar svo stórar
nautgripahjarðir, að helzt minntu þær mig á réttasöfn
í fyrstu göngum, og þó jafnvel enn meiri fyrirferðar.
Lestin fór eigi lengra en til Bakersfield. Þaðan var
ekið í langferðabílum, það sem eftir var leiðarinnar til
Los Angeles. Tók það 4 klukkustundir, án þess numið
væri staðar, en þröngt var í bílnum og hitasvækja. Þótti
mér þetta einn leiðinlegasti spölur, er ég ferðaðist í
Ameríku.
Suður úr Jóakimsdal er ekið gegnum þröngt fjalla-
skarð. Mjög virtist þar hrjóstugt, og skriðuhætta mikil.
Voru allvíða skriðuvarnir fram með veginum. Engin
byggð sást þar við veginn, nema benzínstöðvar og
bílaviðgerðir. Þegar suður kemur úr fjöllunum, opnast
sýn yfir víðáttumikla sléttu, sem Los Angeles stendur
á. En lítið sást að þessu sinni fyrir mistri. Brátt tók
byggðin að þéttast. Þorp tók við af þorpi og stutt á
milli. Inn í Los Angeles liggur leiðin gegnum North-
Hollywood. Er það eitthvert hið ljótasta þorp, sem
ég hef séð. Alla vega kofar, skúrar og braggar, sem
virtist vera hrúgað upp af því rusli einu, sem hendinni
var næst, þar sem það eitt hefði ráðið húsagerðinni,
hverskonar og hve mikið spýtnarusl eða bárujárnsbúta
hver og einn hefði átt kost á. En allt var þetta þakið
auglýsingum í æpandi litum, og ekki mun heldur ljós-
auglýsingarnar skorta þar við aðalgötuna, þegar kvelda
tekur. Þegar inn kom í meginborgina, var bílamergðin
svo mikil, að mjög tafðist för okkar, og varð ég harla
feginn, er við loks komum á endastöð nálægt borgar-
miðju.
/ Los Angeles.
Los Angeles er fræg fyrir sólskin og heiðríkju. Þótt
skammt sé til strandar, eru þokurnar, sem svo oft legg-
ur inn að San Francisco, óþekkt fyrirbæri hér. Um-
hverfis borgina má heita að landið sé eyðimörk, þar
sem ekki er veitt á vatni.
56 Heima er bezt