Heima er bezt - 01.02.1958, Blaðsíða 21
HVAÐ UNGUR NEMUR - ÞÁTTUR
RITSTJÓRI: ÆSKUNNAR
STEFÁN JÓNSSON -----------------------------------------------
NÁMSTJÓRI
VARIZT HÆTTURNAR!
Áhættan á götunni.
Y R i r fimmtíu árum hefði engum dottið í hug
að tala um lífshættu í umferðinni í Reykjavík
eða öðrum kaupstöðum á Islandi. Þá var ekkert
að óttast á sléttri götunni. Eina áhættan var
helzt, ef hópar ríðandi manna fóru geyst um bæinn,
enda var bannað að ríða hart eftir götunum.
Nú má segja að enginn sé öruggur um líf sitt í um-
ferðinni, og á það jafnt við um fótgangandi fólk og þá,
sem í bílum aka. Vegna sívaxandi vanda í sambandi við
aukna umferð, hefur orðið að setja mjög strangar regl-
ur um alla umferð og hver, sem ekki kann umferðar-
reglurnar eða brýtur þær af fávizku eða kæruleysi, er
í stöðugri lífshættu. Bílaárekstrar eru mjög tíðir, og
oft er ekið á vegfarendur á götunni. Börnin á aldrinum
tveggja til sex ára verða oftast fyrir bílum og þar næst
aldrað fólk. Unglingar á aldrinum 12—17 ára verða þó
mjög sjaldan fyrir bifreiðum, og sama má segja um full-
orðið fólk á bezta aldri. Þetta sannar það, að eina slysa-
vörn fótgangandi manns í umferðinni er vakandi at-
hygli og kunnátta í umferðarreglum.
í fjölmenninu er margt gert til að reyna að forða
slvsunum, en þó eru þau allt of tíð. Er það sorgarsaga
nútímans, hve slysin hafa aultizt við aukna tækni og
batnandi samgöngur.
Ég ætla ekki í þessum þætti að ræða sérstaklega slysa-
hættuna í fjölmenninu, heldur miklu fremur að minna
á, hvað ber að varast út um byggðir landsins.
Fyrst ætla ég þó að segja sögu, sem gerðist í litlu
kauptúni langt frá Reykjavík fyrir 10—12 árum. Ég
veit, að sagan er sönn, því að ég kom þar sama kvöldið
og þetta gerðist. — En sagan er svona:
Stór vörubifreið var að aka út kolum. Þegar bif-
reiðarstjórinn kom að húsinu, þar sem hann átti að af-
henda kolin, þá „bakkaði“ hann bifreiðinni heim undir
kjallaradyr á bakhlið hússins. Við húsgaflinn var skúr
með flötu þaki. Hópur af krökkum, sex til tíu ára, var
að leika sér rétt hjá húsinu, þegar bíllinn kom. Þykkur
snjóskafl lá þétt upp að skúrnum. Á meðan verið var
að bera kolin af bílnum inn í kjallarann, þutu krakk-
arnir eftir snjóskaflinum og upp á þakið á skúrnum.
Þar stóðu þau, meðan verið var að bera inn kolapokana.
Bifreiðarstjórinn snaraðist svo inn í bílinn og ætlar
samstundis að aka af stað, en bíllinn var tregur í gang
og komst því ekki strax af stað. Bifreiðarpallurinn var
þétt upp við skúrinn og var aðeins lítið eitt lægri. Börn-
unum dettur allt í einu í hug að stelast út á bílinn. Sjö
börn stökkva af skúrnum niður á pall bifreiðarinnar,
og samstundis ekur bifreiðarstjórinn af stað, og hefur
hann enga hugmynd um, að börnin hafi stokkið ofan á
pallinn. Allt gengur vel meðan gatan er bein. Bílstjórinn
ekur fremur hratt, þar sem hann veit ekki annað, en
bifreiðin sé mannlaus. Allt í einu þverbeygir hann fyrir
húshorn. Við þennan sling, sem kom á bílinn, fleygð-
ust öll börnin út af bílpallinum. Sjónarvottur, sem sagði
mér frá þessu, sagði að sér hefði brugðið svo, að hon-
um hálfdimmdi fyrir augum. Þegar hann svo leit upp,
lágu börnin öll í hrúgu á götunni. Það var ömurleg
sjón. — En oft rætist betur úr en á horfist. Það undra-
verða kraftaverk skeði, að aðeins eitt barnið meiddist
nokkuð, en þó ekki hættulega, en hin sluppu með
skrámur og marbletti. Allir lofuðu Guð fyrir, að ekki
varð meira að, en mest var gleði foreldranna, sem þótt-
ust hafa heimt börn sín.úr helju.
En nú spyr ég: Hver átti sökina? Ekki átti bifreiðar-
stjórinn sökina. Hann vissi ekkert um börnin á pallin-
um. Nei, sökin var þarna eingöngu hjá börnunum sjálf-
um.
Það er ætíð hættulegt að standa aftan á palli vörubif-
reiðar, ef engar grindur eru, en það er bein lífshætta,
ef bifreiðarstjórinn veit ekki um það. Veit ég mörg
dæmi um það, að slíkt hefur orðið að tjóni.
Ég vil vara öll ungmenni við að hætta lífi sínu á
þennan hátt.
Aðra svipaða sögu get ég sagt, sem ég varð sjálfur
sjónarvottur að. Strætisvagn var að síga af stað úr á-
fangastað. Þrír stálpaðir drengir biðu færis aftan við
strætisvagninn, og um leið og vagninn hreyfðist úr
stað, gripu þeir aftan undir yfirbygginguna á vagn-
inum, krupu niður og létu vagninn draga sig. Rétt á
Heima er bezt 59