Heima er bezt - 01.07.1958, Page 2
rar
^ •»
moa
Sú var ein af sýnum skáldsins og stjórnmálaskörungs-
ins Hannesar Hafsteins í Aldamótakvæði hans, að akrar
hyldu móa landsins. Vafalítið er, að mörgum hafa þótt
spásagnir hans í því kvæði furðu draumórakenndar um
aldamótin síðustu. En svo bregður við, að nú að öldinni
rúmlega hálfnaðri, hafa flestar spár skáldsins rætzt að
meira eða minna leyti. Sumar virðast þó eiga langt í
land og þar á meðal, að akuryrkja verði snar þáttur í
íslenzkum landbúnaði.
Vér íslendingar erum einkennilega samsettir að því
leyti, að í aðra röndina erum vér nýjungagjarnir, en
á hinn bóginn oft furðulega fastheldnir við gamla for-
dóma. Þetta kemur skýrt fram í landbúnaðarmálum
vorum. Islenzkir bændur hafa á 3—4 áratugum unnið
slíkt þrekvirki í framkvæmdum og framförum að ævin-
týri er líkast. Svo má kalla, að allur húsakostur hafi
verið endurnýjaður frá frumstæðum torfbæjum í ný-
tízku steinhús. Ræktun hefur margfaldazt, og í stað
ófullkominna handverkfæra, sem oft voru af skornum
skammti, hefur komið nýtízku vélakostur, fullkomlega
sambærilegur við hið bezta, sem notað er erlendis.
Framleiðslan hefur stóraukizt, þótt fólkinu hafi fækkað.
Vafalaust má finna einhverjar skuggahliðar á þessum
framförum. Benda má á, að oft mun fjárfesting í húsum
og vélakosti hafa farið fram úr því, sem jarðirnar geta
borið með góðu móti, og ýmsar ræktunarframkvæmdir
hafa verið gerðar af meira kappi en vandvirkni um und-
irbúning og frágang. En slíkt heyrir til umbrotatímum
og eru eins konar bamasjúkdómar, sem læknast, þegar
fram Iíða stundir.
En í öllum þessum framförum gegnir það furðu, hve
fastheldnir menn hafa verið við vantrúna á gagnsemi
komyrkjunnar á íslandi. Þar hefur ótrú og mér liggur
við að segja vonleysi það, sem einkenndi liðnar aldir,
haldizt óbreytt. Ekki vantar þó, að tilraunir hafi verið
gerðar. í fullan aldarþriðjung hefur Klemenz á Sáms-
stöðum ræktað korn með góðum árangri, og á sama
tíma hafa kornyrkjutilraunir í Gróðrarstöð Ræktunar-
félags Norðurlands á Akureyri heppnazt vel, þótt í
smærri stíl væru en á Sámsstöðum. Klemenz hefur ekki
eingöngu ræktað korn í tilraunaskyni. Kornræktin hef-
ur verið og er liður í búskap hans, ekki síður en naut-
gripahald og garðyrkja, og hefur hún gefið góðan arð.
Hann hefur framleitt nægilegt korn í fóðurbæti handa
búi sínu og selt nokkuð bæði til útsæðis og annarra
nota. Og það, sem Klemenzi á Sámsstöðum hefur tekizt,
getur hverjum öðrum bónda um mikinn hluta landsins
heppnazt, ef gengið er til verks með kunnáttu og forsjá.
En er til nokkurs að vinna með því að hefja kornrækt?
myndi þá ef til vill einhver spyrja. Því er fljótsvarað, að
fátt mundi verða meiri vinningur íslenzkri jarðrækt, en
ef kornræktin yrði almenn, jafnvel þótt í smáum stíl
væri.
Eitt höfuðeinkenni gömlu íslenzku sveitaheimilanna
var, hversu þau voru sjálfum sér næg. Kröfurnar voru
að vísu ekki mildar, en heimilin fengu fullnægt þeim að
verulegu leyti með eigin framleiðslu og vinnu. Þetta er
gjörbreytt sem mest má verða sakir aukinnar sérhæfing-
ar í þjóðarbúskapnum öllum og breyttra viðhorfa. Nú
þarf að kaupa flest að, og framleiðsla sveitanna hvílir að
verulegu leýti á möguleikunum á aðkeyptum efnum,
svo sem áburði og fóðurbæti. Framleiðslan er einhæf,
og það um of, ef þess væri nokkur kostur að gera hana
fjölbreyttari. Aukin matjurtarækt og einkum þó korn-
yrkja mundi valda straumhvörfum í þessum efnum. Að
vísu er hæpið að gera ráð fyrir kornrækt til manneldis,
svo að um muni, en lítil vorkunn ætti oss að vera að
rækta korn til fóðurbætis, til að fullnægja þörfum vor-
um að mestu. Þarf ekki að eyða orðum að því, hverjar
hagsbætur það væru þjóðarbúskapnum, og hversu það
veitti landbúnaðinum aukið öryggi. Og þá kann ég illa
skaplyndi íslenzkra bænda, ef þeim þætti ekki búmann-
legra að eiga nokkra sekki af heimaræktuðum fóðurbæti
í skemmu sinni, en að sækja hann allan í kaupstaðinn.
En fleira en fjölbreytni í framleiðslu kemur til greina,
og það eigi síður mikilvægt. Kornyrkjan er hinn bezti
skóli sem getur í allri jarðrækt. Það er staðreynd, að
jarðyrkja er annað og meira en vélrænt erfiði. Hún er
einnig andlegt starf. Enginn verður góður jarðyrkju-
maður, nema hann leggi nokkuð af sál sinni í starfið,
vinni það af alúð og þekkingu og ást á moldinni og því,
sem úr henni vex. Engin jarðyrkja skapar þann anda
jafn vel og kornræktin. Hún krefst skilyrðislausrar
kunnáttu í starfinu og fyllstu natni og nákvæmni um
alla framkvæmd. Grasræktin getur heppnazt, þótt smá-
syndir séu framdar í þeim efnum, en jafn víst er það,
að hún gefur því betri ávöxt, sem meiri alúð er við
hana lögð og á því traustari fræðilegum grundvelli sem
hún er rekin, því vert er að hafa það hugfast, að öll jarð-
yrkja krefst vísindalegra starfsaðferða. En kornræktin
er allri jarðrækt betur fallin til að skapa hverjum og
einum þann grundvöll. Það verður hverjum list, sem
hann leikur, og þjálfun sú, sem kornyrkja veitir, gerir
aðra jarðyrkju að list.
Ekki verður því neitað, að nokkur vandhæfni er á um
220 Heima er bezt