Heima er bezt - 01.07.1958, Blaðsíða 4
KLEMENZ KR. KRISTJÁNSSON
á Sámsstöhum
F^ögur er hlíðin, bleikir akrar og slegin tún.“
Svo mælti Gunnar forðum, eða Njáluhöfund-
ur fyrir munn hans. En tímarnir liðu, akur-
yrkja týndist með þjóð vorri. Þverá hamaðist
á landi Fljótshlíðarinnar, og braut árlega fagurt land
og frjósamt. En jafnframt týndu menn trúnni á, að
korn mæti vaxa á íslandi. En loks, að liðinni hálfri 20.
öld, má aftur líta sömu sjónina í hlíðinni fögru, og þá,
er heillaði Gunnar forðum. Víðáttumiklir akrar og
fögur tún skrýdd skjólbeltum af björk og víði, blasa
nú við í Fljótshlíð. En sá maður, sem skapað hefir þessa
nýju mynd, er Klemenz á Sámsstöðum.
Klemenz Kr. Kristjánsson er fæddur 14. maí 1895, að
Þverdal í Norður-ísafjarðarsýslu. Svo vill til, að ekki
einungis bernskuheimili hans, heldur öll fæðingarsveit-
in, Sléttuhreppur, er nú í eyði. Foreldrar hans voru:
Jítdit Þorsteinsdóttir og Bárður Kristjá?i Guðmundsson.
Móður sína missti Klemenz þriggja ára að aldri, og
dvaldist hann á ýmsum stöðum til 8 ára aldurs, er faðir
hans kvæntist öðru sinni og fluttist suður á land og
hóf búskap á hinu forna höfuðbóli Bræðratungu. Ekki
varð þó dvölin þar löng, því að tveimur árum síðar
fluttust þau að Brekku á Álftanesi og síðan til Reykja-
víkur, og dvaldist Klemenz þar næstu árin. Ekki slitn-
uðu þó með öllu tengsli hans við mold og ræktun,
því að hann réðist í vinnumennsku til bændahöfðingj-
ans Guðmundar Þorbjarnarsonar á Stóra-Hofi og var
þar í 3 ár. Var Klemenz þá tvítugur að aldri, og var
nú ráðinn í að fara utan, sér til menntunar í búvísind-
um, en til undirbúnings utanförinni var hann einn
vetur við nám í lýðskólanum í Bergsstaðastræti.
Til Danmerkur lá svo leiðin 1916. Ekki hóf Klemenz
þó skólanám, heldur réðst hann fyrst til vinnu á dönsk-
um búgörðum, og mun hann þá þegar hafa verið ráð-
inn í að nema hagnýt ræktunarstörf, engu síður en bók-
leg vísindi, enda voru léttir sjóðir við að styðjast. Vann
hann nú á ýmsum stöðum og lærði vinnubrögð og korn-
yrkju, og mætti þá ýmsu misjöfnu, eins og gengur og
gerist. Um 9 mánaða skeið dvaldist hann við nám í bún-
aðarskóla, og telur hann sig hafa haft mikið gagn af
þeirri dvöl, þótt ekki væri hún lengri. Að loknu því
námi réðst hann til Foreningen af Jydske Landbofor-
eninger, og vann á tilraunastöð félagsins, bæði að utan-
hússstörfum og við bókleg störf og úrvinnslu tilraun-
anna. Einnig vann hann á tilraunastöð við mýraræktun.
En haustið 1919 hvarf hann heim til fslands aftur, því
að faðir hans var þá andaður, en heimilið forsjárlaust.
Næstu árin dvaldist Klemenz að mestu í Reykjavík, en
vann þó einkum ýmis ræktunarstörf, bæði í Gróðrar-
stöðinni og víðar. En 1921 fór hann á ný til Danmerkur
til frekara náms. Dvaldist hann fyrst í Visborggaard
Græsmarksskole, þar sem einkum voru kenndar að-
ferðir við grasrækt, bæði verklega og bóklega, og braut-
skráðist hann þaðan með I. ágætiseinkunn. Ferðaðist
síðan nokkuð um Danmörku, og dvaldist einn vetur,
1923-24 sem óreglulegur nemandi í Landbúnaðarhá-
skólanum í Ási í Noregi og lagði þar einkum stund á
grasafræði, arfgengi, efna- og eðlisfræði, tilraunatækni,
svo og allar greinir jarðræktar, nema skógrækt. Féleysi
hamlaði þvþ að hann fengi stundað þar nám lengur og
lokið kandidatsprófi, og mun honum í bili hafa fallið
allþungt að hverfa frá námi. En annars var ekki úrkosti
en hverfa til íslands og taka til starfa. Enda þótt náms-
ferill Klemenzar væri þannig furðu slitróttur, mun
hann samt hafa hlotið flestum íslendingum betri mennt-
un til undirbúnings lífsstarfi sínu, sem eins og kunn-
ugt er, eru tilraunir í þágu jarðræktar. Kom þar bæði til
glöggskyggni hans og næmi, og að hann hverju sinni
sneið nám sitt eftir því, sem hann hugði sér bezt henta
í framtíðinni, en þá þegar var honum ljóst, hvaða starf
hann skyldi velja sér.
Þegar heim kom, réðst hann til Búnaðarfélags íslands,
og var aðstoðarmaður við Gróðrarstöð þess í Reykja-
vík næstu 4 árin.
Áður en þetta gerðist, hafði nokkuð verið rætt um
það innan Búnaðarfélags íslands, að þörf væri á inn-
lendri frærækt. Sáðsléttumar vora óðum að ryðja sér
til rúms og fræ-þörfin óx óðfluga. Vann Klemenz nú
um hríð að ýmsum tilraunum í Gróðrarstöðinni í
Reykjavík, og jafnframt að undirbúningi þess, að sett
yrði á stofn sérstök fræræktarstöð. Jafnframt þessu
gerði hann gróðurathuganir á túnum suðvestanlands.
Eru athuganir hans í því efni hinar merkustu, og hinar
fyrstu og víðtækustu, sem enn hafa verið gerðar í því
efni. Er það mein mikið, að slíkar rannsóknir skuli hafa
niður fallið. f allmiklu þófi gekk um stofnun tilrauna-
stöðvarinnar, og gekk svo langt, að Klemenz bauðst
sjálfur til að setja hana á stofn, ef hann fengi til þess
nokkurn styrk frá Búnaðarfélaginu, en því var synjað.
Loks kom að því, að Búnaðarfélagið tók jörðina Mið-
Sámsstaði í Fljótshlíð á leigu, til þess að setja þar upp
tilraunastöð í frærækt, og var Klemenzi falin forstaða
hennar, sem vænta mátti. Þetta var 1927.
Með stofnun tilraunastöðvarinnar á Sámsstöðum má
222 Heima er bezt