Heima er bezt - 01.07.1958, Blaðsíða 17
bæjar, áhöld, verkfæri, kistur, matvæli, rúmföt, bækur,
skemmdist og ónýttist með öllu. Hálft hey, sem stóð
við bæinn, þverkubbaðist sundur, sem hnífskorið væri,
og í rústunum var allt í samblandaðri hrúgu, snjórinn,
heyið, viðarbrotin, moldimar og grjótið. Fjósið, hlaða
og öll önnur útihús stóðu ósködduð. Þennan dag tjáist
að í KoIIsvík hafi verið allgott veður bæði fyrir og eftir.
En hér í Flatey var austan stórviðri og kafald.“
— Þjóðólfur.
Flutningar að og frá íslandi.
„Til íslands gengu árið sem leið (1857) 100 kaupför,
4330 lestarrúm að stærð, og færðu þau hingað 4130
vörulestir. Þetta var 8 skipum fleira en árið 1856 og
390 vörulestum frekara en það ár var. Aftur gengu frá
íslandi til Hafnar 1857 samtals 84 skip með 3588 lesta-
rúm og færðu héðan 2843 lestir vöru, það var 225 lest-
um minna en héðan fluttist til Hafnar 1856.“ (Því má
bæta hér við, að þetta ár fluttist inn brennivín fyrir
124.582 ríkisdali, en rúgur og rúgmjöl fyrir ca. 203.000
rd.). — Þjóðólfur.
Slys.
„Bóndi nokkur á Þistilfirði, Jón Marteinsson á Svein-
ungsvík, aldraður maður, gekk einn dag í vetur til
vatnsmylnu á bæ sínum að hyggja að, hvernig hún mal-
aði. Hafði hann lotið undir kvamarstokkinn til að troða
í rifur á honum, svo mjöl spilltist eigi; en af því að
veður var kalt, hafði hann bundið sér stórklút í strút
og tókst svo óheppilega til að klúturinn hafði flækzt
um járnmöndul mylnunnar og reyrzt þannig að hálsi
honum, og fannst hann örendur.“ — Norðri.
Spaug.
' „Einn gamansamur málaflutningsmaður sagði einu
sinni frá því, hvernig hann hefði komizt í þessa stöðu
sína. Þegar ég var strákur var ég ólmur að hlaupa, svo
faðir minn hélt ég væri hæfastur til að vera hlaupari.
Hann setti mig í skóla til að læra þessa íþrótt, og nú
átti að taka úr mér miltað, svo ég yrði þolnari. En
læknirinn, sem átti að gjöra það, var sá erkiklaufi, að
hann tók samvizkuna í staðinn fyrir miltað. Jæja, hvað
var þá til ráða? Nú var ég til einskis nýtur nema að
verða málaflutningsmaður.“ — Norðri.
Úr grein um verzlunarnauðina.
„----íslendingar ættu því sem fyrst að koma svo ár
sinni fyrir borð, að þeir þurfi ekki að leita til kaup-
staðarins nema að sumrinu og haustinu og allt ráp í
kaupstaði að vetrinum ætti öldungis að hætta. Þetta
smáráp og smákaup í kaupstað hefur ætíð verið lands-
mönnum til hins mesta skaða, því auk þess sem menn
fyrir lítil erindi tefja af sér tíma, fá þeir oftast vöruna
sem þeir sækja með lakara verði, svo að skaðinn er
þannig tvöfaldur.“ (Hvernig lízt mönnum á þessa ráð-
leggingu í dag?). — Norðri.
Þegar í öfgar fer.
Hinn 7. sept. 1857 byrjaði hálfsmánaðarritið „Hirðir“
að koma út undir ritstjóm þeirra Jóns Hjaltalíns land-
læknis og Halldórs Kr. Friðrikssonar yfirkennara. Það
fjallaði nær eingöngu um fjárkláðann, hið mikla böl
bændastéttarinnar á þessum árum, og hóf skelegga bar-
áttu fyrir útrýmingu hans með lækningum. í 18. tbl.,
sem út kom um mánaðamótin marz—apr. 1858, stendur
þetta á eftir fréttum af veikinni í Húnavatnssýslu:
„Aður en vér skiljum við þetta mál, ætlum vér að
setja hér nokkrar smásögur, sem oss eru ritaðar að
norðan, til að sýna, hversu skynsemi manna getur af-
vegaleiðzt, og hversu sérvizkan og heimskan eru ríkar
í héraði, þar sem þær ná fótfestu. Einn bóndi af þrem-
ur frá Eiríksstöðum í Svartárdal fór vestur að Stóradal;
en þá hann kom aftur heim, flettu hinir bændurnir
hann fötum úti á hlaði og létu hlandþvo þau; en meðan
hann gaf fé sínu drápu þeir tík hans, er með honum
hafði farið vestur yfir ána, allt af ótta fyrir kláðamaurn-
um, og þó er hann ekki enn kominn í Svínavatnshrepp.
— Kerling ein kom vestur yfir Blöndu, að Æsustöðum
í Langadal; hún var leidd inn undir loft og afskrýdd
þar, lepparnir þvældir og henni kembt; hafði hún bor-
izt illa af með það; því hún hafði ekki verið vön því,
og hár hennar allflókið; síðan var henni sleppt í hálf-
votum leppunum, að sögn hálfkjökrandi. — Guðmund-
ur hreppstjóri á Guðlaugsstöðum vestan Blöndu vildi
gefa fátæklingi austan árinnar soðið slátur úr nokkrum
kindum, en hann mátti ei flytja það yfir ána. Klemenz
í Bólstaðarhlíð var bannað að fara til smíða vestur yfir
Blöndu. Hér lýtur margt að því að menn séu orðnir
vitlausir í þessu kláðamáli.“
Til eru skoplegar hliðar, jafnvel á ömurlegustu at-
burðum. — Hirðir.
Slys.
„Skömmu fyrir næstliðin jól fóru tvær mæðgur vest-
ur í Bolungarvík þar á annan bæ, er að Skálavík heitir,
og er háls á milli, en á heimleiðinni datt kafaldsbylur
á á hálsinum, svo þær gátu ekki hitt bæinn, urðu því
úti og fundust skammt þar frá, báðar örendar.“
— Þjóðólfur.
(Ég hef fylgt þeirri reglu, að segja sem allra minnst
öðruvísi en með beinum orðum blaðanna sjálfra.)
Jóhami Bjarnason.
Heima er bezt 235