Heima er bezt - 01.07.1958, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.07.1958, Blaðsíða 5
segja að ævistarf Klemenzar hefjist. Að vísu hafði hann unnið að sömu störfum undanfarin ár, en við svo léleg skilyrði, að naumast var að vænta, að árangur næðist. Ekki var þó svo að skilja, að hátt væri risið með aðbúnað stöðvarinnar í fyrstu. Jörðin var lítil, en vel falhn til ræktunar, og í veðursælli sveit, og mun það hafa ráðið vali hennar, sem gert mun hafa verið að ráðum Klemenzar að lokum, því að ýmsar aðrar jarðir höfðu komið til greina. En jörðin var húsalaus að kalla, ræktun var þar lítil, og allt varð að reisa frá grunni. Þar við bættist og, að fræræktin var algerð nýjung í íslenzkri tilraunastarfsemi, og trú ráðamanna á fyrir- tækinu ekki meiri en í meðallagi. Það reyndi því ekki iítið á tilraunastjórann, því að á honum hvíldi allt, ekki einungis stjóm tilraunanna og skipulag, heldur varð hann að vinna meginhluta verksins sjálfur, því lítill kostur var starfsmanna, og enn minni kostur kunnáttu- manna um þessi störf. Auk þessa þurfti hann að stjóma búi, sem hann fyrst rak á eigin reikning, en síðar var sameinað tilraunastöðinni. Ekki veit ég hversu margar vinnustundir Klemenzar voru daglega á þessum árum, en víst er um það, að svo lengi var unnið, sem kraftar leyfðu, og kom sér nú vel, að hann var erfiði vanur og hafði aldrei hlíft sér frá barnæsku. Þegar svo þess er gætt, að húsakostur var ónógur lengi vel, áhöld og verkfæri öll af skornum skammti, og fjárveitingar til stöðvarinnar skornar við nögl fyrstu árin að minnsta kosti, enda erfiðleikar í landi um þær mundir, þá er fullvíst, að margir hefðu lagt árar í bát. En ekkert var fjær skapi Klemenzar. Hann hafði þegar varið mörgum árum og miklu erfiði til að búa sig undir starf þetta. Trú hans á gróðurmátt íslenzkrar moldar og framtíð búnaðar á íslandi var mikil og sterk, og hon- um var ljóst, að frærækt og komrækt var einn þeirra hornsteina, sem íslenzk ræktun hlyti að hvíla á í fram- tíðinni, þótt seinna yrði. Með tilraununum yrði sköpuð ný ræktunarmenning, sem koma skyldi í stað rányrkju. í þessari trú hóf hann starf sitt og hefir haldið því ótrauður áfram í nær aldarþriðjung. Svo var til ætlazt í fyrstu, að meginviðfangsefni stöðv- arinnar yrði frærækt og úrvalskynbætur grasstofna. En Klemenz bætti brátt fleira við. Allt frá aldamótum höfðu nokkrar tilraunir verið gerðar í kornyrkju í til- raunastöðvum landsins á Akureyri og í Reykjavík. En slitróttar höfðu þær verið og árangur misjafn. En þótt árangur þeirra væri yfirleitt jákvæður, drottnaði enn fullkomin vantrú á möguleika kornyrkju hér á landi meðal bænda og flestra ráðamanna í búnaðarmálum. En Klemenz fór sínar leiðir. Hann trúði á möguleika kornyrkjunnar, bæði sem arðberandi ræktunar og ekki síður sem skóla, til að hefja ræktun og vinnubrögð við hana á fulikomnara stig en verið hafði. Tilraunir með kornrækt hóf hann þegar í Gróðrarstöðinni í Reykja- vík, og eftir að starfið hófst á Sámsstöðum, varð korn- ræktin einn mikilvægasti þátturinn í rekstri hennar. Hefir þar náðzt ótrúlega góður árangur, þótt menn hafi enn verið furðu tregir að færa sér reynsluna frá Sámsstöðum á nyt. Ekki er ég viss um, að ráðamenn Búnaðarfélagsins hafi í fyrstu litið kornræktartilraun- irnar of hýru auga, þótt kyrrt væri látið liggja. En brátt færði stöðin enn út kvíarnar. Gróðrarstöð Búnaðarfé- lagsins í Reykjavík var lögð niður 1932, og síðan hafa alhliða jarðræktartilraunir verið reknar á Sáms- stöðum, eins og síðar segir. Jarðnæðið var aukið 1933. En 1951 keypti ríkið allar eignir Búnaðarfélagsins á Sámsstöðum, og hefir stöðin verið ríkisstofnun síðan. Það kom brátt í ljós, er Kleménz fór að búa á Sáms- stöðum, að hann var ekki einungis vísindalegur grúsk- ari og tilraunamaður, heldur einnig ágætur bóndi. Búið jókst ár frá ári og skilaði góðum arði, sem kom sér vel til aukningar tilraunastarfseminni og reksturs hennar, svo að hvað studdi þar annað. Þegar þrengdist um landið heima á Sámsstöðum, tók Klemenz til við ræktun úti á söndunum á Rangárvöllum, og varð hann brautryðj- andi í hinni nýju sandræktun. Annars skal ekki fjölvrt meira um þá hluti hér, því að sjálfur skýrir hann nánar frá þessu á öðrum stað í þessu blaði. En ef vér lítum á framkvæmdir Klemenzar og tilraunir, má segja um þær í stuttu máli, að þær eru einkenndar af hug- kvæmni, raunhæfni og vandvirkni. Því hafa þær heppn- ast svo vel, sem raun ber vitni um. Það er furðuólíkt að litast um á Sámsstöðum nú, og var fyrir 30 árum. Húsakostur er þar mikill og góður. Fagur skrúðgarður er framan undir íbúðarhúsinu, en Klemenz ann fegurð bæði utan húss og innan, og víð- áttumikil tún og akrar með skjólbeltum af skógargróðri allt umhverfis. Má kalla, að allt land jarðarinnar sé nú tekið til ræktunar. Klemenz á Sámsstöðum er hæglátur maður og yfir- lætislaus. En þegar tekið er að ræða við hann, verður ekki komið að tómum kofum, hvað sem um er rætt, því að hann er maður margfróður, og auk þess gæddur góðlátlegri kímnigáfu. En hugstæðast er honum að ræða um ræktunarmál og framtíð þeirra. Og þar er ekkert sagt út í bláinn, heldur er hver hlutur þar rök- studdur með reynslu og athugun margra ára. Það er gaman að heimsækja Klemenz og ganga með honum um lendur hans og heyra hann lýsa ræktunaraðferðum, árangri og möguleikum. Þar er hægt á skömmum tíma að læra vísindalegan búskap. Og furðusljór má sá mað- ur vera, sem ekki fær nýja sýn á íslenzkum landbúnaði, víðari og bjartari en áður, við það að ganga undir hönd Klemenzar á Sámsstöðum og litast um þaðan af sjónar- hóli hans. Og þótt Klemens sé nú tekinn nokkuð að eldast að árum, þá er hann einn þeirra manna, sem enn geymir áhuga og eld æskuáranna, og hefir lært það að tengja saman þekkingu hins reynda manns og bjart- sýni og framsækni æskunnar. Hann er jafn vökull nú og þegar hann hóf starf sitt og jafnhugkvæmur og fund- vís á ný ráð og nýjar leiðir. Þótt í mörgu hafi verið að snúast við búskap og tilraunir, þá hefir Klemenz samt gefizt tími til að sinna ótalmörgum félagsmálum í sveit sinni, sem ekki verður hér rakið. Einnig hefir hann ritað allmikið um árangur tilrauna sinna og ýmis'jarð- ræktarmál. (Framhald d bls. 232). Heima er bezt 223

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.