Heima er bezt - 01.07.1958, Síða 8
Kornhesja haustið 1931.
jafnvel seinna á haustið, og er þá grómagn fræsins
minna en þess, sem þroskast á hlýjasta tíma sumarsins,
í ágústmánuði. Gróhraði íslenzks grasfræs er alltaf
minni en í samtegunda erlendu fræi. Tæknilega er gras
fræframleiðsla fær hér á landi, til þess að afla útsæðis
í nýræktina, en miklu erfiðara að standa straum
af öllum framkvæmdum hér við kaldlynt veður, en þar
sem hlýrra er t. d. á Norðurlöndum. Frá náttúrufræði-
legu sjónarmiði eru frærannsóknirnar verðmætar og
hafa bætt við mikilvægri þekkingu á grastegundunum.
Mun það bezt koma í ljós, þegar fjölbreytni í jarðrækt
verður almenn meðal landsmanna.
2. Kornrækt hefir verið rekin hér síðan stöðin var
reist 1927. Meðaluppskera hefir verið um 16 tunnur af
ha. Allur fóðurbætir, sem notaður er hér á búinu, að
undanskildu síldarmjöli og steinefnum, er framleiddur
heima, og mætti svo vera víðar á landinu. En það er nú
svo, að þótt rækta megi innanlands mestallan þann fóð-
urbæti, sem þörf er á, þá hefir ekki orðið úr fram-
kvæmdum í þá átt, nema í smáum stíl. Enda ekkert gert
af opinberum aðilum til að styðja bændur til athafna
á þessu sviði. Skýrsla um kornræktartilraunir kom út
1946 hjá Atvinnudeild háskólans.
3. Kartöflurækt og tilraunir með áburð, útsæði og af-
brigði hófst hér 1931 og hefir verið stunduð síðan.
Arangur hefir orðið allmikill. Þannig hefir verið sýnt,
að of mikil köfnunarefnisgjöf dregur úr gæðum kar-
taflnanna, þótt uppskerumagnið aukist. Eitt afbrigði úr
tilraununum, „Gullauga“, hefir náð útbreiðslu um land
allt, og nýtur mikilla vinsælda fyrir gæði. Nú er annað
afbrigði „Rýa“ á leiðinni, sem líklegt er til að ná mikilli
útbreiðslu. Það hefir ýmsa kosti umfram Gullauga, það
gefur heldur meiri uppskeru og er ekki síðra að matar-
gæðum, en matarhæfi kartaflnanna sker úr um út-
breiðslu þeirra og vinsældir.
4. Ræktun örfoka sanda hófst 1940, og ýmsar athug-
anir hafa verið gerðar í því sambandi. Má þar einkum
nefna, að reynslan hefir sýnt, að fræsáning snemma vors
klæðir sandinn grasgróðri þegar á fyrsta sumri, ef sæmi-
lega viðrar og eigi skortir áburð. Bygg og hafrar þrosk-
ast á söndunum 1—2 vikum fyrr en heima á Sámsstöð-
um. Belgjurtir, grænfóður og kartöflur má rækta á
söndum með góðum árangri, kartöflur þaðan eru betri
til matar en úr móa- eða mýrajarðvegi. Fræ þroskast þar
fyrr en annars staðar, og má fá þar gott fræ af tún-
vingli, hávingli, sveifgrösum og fleiri nytjagrösum vor-
um.
5. Allt frá árinu 1932, að gróðrarstöðin í Reykjavík
var lögð niður, hefir farið fram umfangsmikil tilrauna-
starfsemi í túnrækt, má þar nefna víðtækar áburðartil-
raunir, bæði með magn, tegundir og áburðartíma, sömu-
leiðis með erlent og innlent grasfræ, og hefir innlenda
fræið reynzt fullt eins vel og hið erlenda, gerðar hafa
verið tilraunir með forræktun, athuganir á áhrifum
framræslu á gróðurfar, sáðtíma og sáðmagni grasfræs.
Árangur af þessum tilraunum hefir verið birtur í skýrsl-
um frá Atvinnudeild háskólans 1953.
6. Árið 1947 byrjaði ég á ræktun skjólbelta, úr birki
aðallega. Beltin eru nú um 800 metra löng og hefir þeim
farið allvel fram, eru um 2 metra há. Athuganir, ósköp
einfaldar að vísu, hafa verið gerðar á áhrifum þeirra, og
reyndin orðið sú, að í meðalsumrum hefir mjölauki í
korni orðið um 16—18%, þar sem skjólsins af beltun-
um naut, en í vondum sumrum allt að 60%, miðað við
» bersvæði. Ég ritaði grein um þetta efni í Skógræktarrit-
ið 1955, og benti þar á þessar staðreyndir, enda hefir
reynsla mín farið mjög í sömu átt og gerzt hefir í hlýrri
löndum.
7. Heymjölsgerðarinnar hefi ég þegar getið að
nokkru. Vera má, að þar sé ekki enn rannsakað nægi-
lega hverjir möguleikar séu fyrir hendi. En unnið verð-
ur að því framvegis, og gera má að minnsta kosti ráð
fyrir að sú framleiðsla geti orðið til gagns til innan-
landsnota.
Hefur þá verið drepið á helztu þætti þeirra starfa,
sem unnir hafa verið í tilraunum að Sámsstöðum í þau
31 ár, sem stöðin hefur starfað. Ræktað land hér heima
á Sámsstöðum er um 70 ha, en auk þess um 10 ha á
Geitasandi á Rangárvöllum.
Kornakur á Sámsstöðum 1956.
226 Heima er bezt