Heima er bezt - 01.07.1958, Síða 10
Kistulögn d efri stað í Æðarfossum í Laxá. Myndin tekin
neðan frá.
á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu, einkum laxveiði í kistur á árunum 1898-1928
Eftir Sigurá Egil sson
Emýri í Þingeyjarsýslu mun um langt skeið hafa
verið ein mesta hlunnindajörð landsins, stórt
æðarvarp, mikil laxveiði, nokkur silungsveiði í
Laxánni sjálfri, ásamt sjóbirtingsveiði í árósn-
um á vorin, en hrognkellsa- og útselsveiði í sjó, úti fyrir
Saltvíkuriandi, sem heyrði til sömu eigendum um Iang-
an tíma. Auk þess var skotið nokkuð af land- og kamp-
selum í árósnum, haust og vetur, ýmsir fuglar, einkum
máfar og annar vargfugl, ásamt rjúpu, sem oft var mik-
ið um víða í nágrenninu og var rjúpnaveiði stunduð
sem atvinnugrein við og við.
Hér skal nokkuð sagt frá ýmiss konar veiðiskap á
áðurnefndum stað, en þó einkum frá laxveiði í kistum,
því að hún mun óvíða hafa tíðkazt annars staðar, nema
í Elliðaánum um skeið, en hvergi lengur, og fækkar nú
þeim mönnum, sem af eigin raun eru til nákvæmrar
frásagnar um allt, er að þeim veiðiskap laut. Nær frá-
sögn þessi yfir tímabilið, sem minni mitt nær sæmilega
glöggt til, eða frá 1898—1928.
Sem kunnugt er, þá er Laxá all vatnsmikil að jafnaði
og nokkuð djúp víðast hvar, enda aðeins eitt (og þó
slæmt) vað á henni, Fossavað, neðan við Laxamýri, frá
ósi og fram að Hólmavaði í Aðaldal. Þó mátti ríða ána
niður undan Árbót, ef ekki var mikið vatn í henni, en
sjaldan gert.
Áður en farið var að veiða lax á stöng, svo talizt
gæti, var fremur erfitt að stunda veiðar í ánni, bæði
sakir vatnsmagns og straumþunga. Lagnetjastæði voru
nær engin, enda var slýburður í ánni, einkum þegar
leið á sumar, svo mikill, að lagnet fylltust fljótt og urðu
óvirk. Ádráttur var því helzt við hafður, ef net skyldi
nota, en ádráttarstæði voru strjál og misgóð. Neðan
fossa á Laxamýri voru tvö dráttarstæði allgóð, en ann-
ars nær engin langt fram eftir Aðaldal.
Á Laxamýri voru ádrættir framkvæmdir eins og hér
segir: Á öðrum staðnum fór drátturinn fram í miðri
ánni, þar sem straumbrot frá fossunum endaði og voru
notaðir tveir prammar. Netið, sem var fremur stutt, var
mikið fellt, svo að fiskurinn gæti ánetjast, með klær á
báðum endum og stuttum dráttartaugum. Var önnur
taugin bundin undir röng í öðrum prammanum og
netið gert upp á gaflinn, þannig að vel rektist úr þegar
»tekið væri í hina taugina. Þá var báðum prömmunum
róið sem hljóðlegast upp undir strengina í dálítið var
undir stórum steinum, neðst á strengbrotinu. Þar var
göflum prammanna snúið saman, og lausa taugin bund-
in í hinn prammann, var honum svo róið rösklega yfir
álinn, sem draga átti í og netið jafnframt dregið sem
lögn þvert yfir álinn. Reru síðar báðir ræðarar sem
mest þeir máttu undan straum sinn hvorum megin við
álinn og stungu saman nefjum prammanna nokkru neð-
ar, spruttu á fætur og lömdu árunum ofan í vatnið, til
þess að styggja væntanlega fiska í netið, sem síðan var
innbyrt með eða án afla. Áríðandi var að veiðimenn-
irnir væru liðlegir og samtaka og gátu þá fengizt 2—4
laxar í drætti. Sjaldan kom að gagni, nema einn dráttur
í senn, en væri lax í göngu, gat lánazt endurtekning eftir
nokkra bið.
Á hinum staðnum var dregið á hesti á móti manni í
landi og fór þannig fram við eftirtalin dráttarskilyrði:
Dráttarsvæðið var nokkuð djúpur pollur og talsvert
straumkast í honum, svo að ekki sást til botns, nema því
bjartara væri, og sá þá laxinn einnig illa, þegar netið
kom undan straumnum, enda snýr hann ætíð hausnum
í strauminn og vill þá verða fullseinn til að snúa við og
flýja og er yfirleitt tregur til undanhalds, en hins vegar
tókst honum mjög oft og kannske oftar en hitt, að skýla
sér á bak við steina eða smeygja sér undir netið. Niður
í þennan poll rennur straumþung kvísl á milli þriggja
stórra klappa; ein þeirra er nokkuð langt fram í ánni,
en hinar við land, með dálitlu sundi á milli. Þegar dregið
var, varð annar maðurinn að fara ríðandi út í ána, en
hinn að ganga eða hlaupa á landi, upp á klettana og
stökkva í snarkasti eftir mjóum brúm, sem lagðar voru
yfir á þá og milli þeirra, svo að fært yrði.
Byrjað var á því að fara með netið, sem var mjög
228 Heima er bezt