Heima er bezt - 01.07.1958, Blaðsíða 12
í þríhyrningana en tengdir saman innbyrðis og þannig
um búið, að draga mátti þá upp eins og hleypilok, þegar
kistan átti að vera óvirk. Eins og áður getur, var rimla-
laust fyrir miðju einnar hliðarinnar, sem um var búið
á eftirfarandi hátt: Negldir voru tveir 10 cm breiðir
borðrenningar þvert yfir það niður undir botni kist-
unnar, með 5 cm millibili utan á rimlana og 2—3 sams
konar að ofan, en opið á milli þeirra. í það op var svo
felldur hleri að innan frá, sem straumurinn hélt þar
'föstum í sætinu, sem þarna var myndað. A hleranum
var hringmyndað op neðan til, ca. 50 cm í þvermál, og
mátti breyta afstöðu þess við botninn að nokkru með
því að draga hlerann upp eða ýta honum niður. Gatið
á hleranum var dálítið misvítt (þrengra inn), og voru
tréspelkar úr völdu efni og sveigjanlegu (t. d. beyki),
50—60 cm langir, 5 cm breiðir, í annan endann, en 3 Vá
í hinn og um 8 mm þykkir í breiðari endann en sem
þynnstir í þann mjórri (ca. 4 mm) negldir innan í opið
á heranum með 2 cm millibili. Síðan var sett trégjörð
úr góðu efni innan á spelkana, um 15—20 cm frá innri
enda þeirra og reyrð föst með snæri við hvern einstakan
spelk, sem koma þá allir saman í mjórri endann og
mynda trekt (kverk) inn í kistuna með ca. 15—20 cm
opi að innan eða svo þröngu, að stærri laxar urðu að
troða sér í gegn, enda brutu oft spelkana og var því
áríðandi að þeir væru úr eftirgefanlegu efni og seigu,
svo að sem sjaldnast brotnaði. Hleri þessi með sínum
útbúnaði var nefndur kistuháfurinn. Komið gat fyrir,
að lax, sem kominn var í kistuna, hitti á að fara aftur
út, einkum þeir smærri, en varla óstyggðir, því sam-
kvæmt eðli sínu snúa þeir oftast höfði í strauminn, en
hann er jafnan mikill í kistunum, enda þeim valinn
staður með tilliti til þess fyrst og fremst, ásamt sem
mestu dýpi, sem við verður ráðið.
Til þess svo að kistan kæmi að notum, varð að velja
henni hentugan stað, sem dýpstan og strangastan að við
varð komið, og gera að henni einhvers konar kví. Var
það gert með rimlagrindum úr sams konar efni og kist-
an, eða 5 cm breiðum og 3 cm þykkum rimlum, en
mislöngum eftir vatnsdýpi á hverjum stað. Var þá fyrst
negld saman ferhyrnd grind úr 10—12 cm breiðu efni
og 3—3 V2 m á lengd og 1—1V2 m á breidd (hæð grind-
ar), og rimlarnir negldir með 5 cm millibili þvert á
grindina og loks eitt styrktarband á miðja rimla langs
eftir grindinni.
Með því að kistan og grindurnar voru lagðar í bæði
djúpt (stundum allt að axlardjúpu) og strangt vatn,
varð að fá þeim mjög góðan stuðning. Til þess voru
notuð svokölluð kör, sem fyllt voru af grjóti. í hverju
kari voru fjórir stuðlar úr rekaviði, 15—20 cm í þver-
mál og 100—130 cm háir. Stuðlarnir voru svo tengdir
saman með tveimur öflugum rekaviðarslám á hvorri
hlið. Slárnar voru greyptar í stuðlana um 10 cm frá
endum og negldar með tveimur 6—8 þuml. nöglum í
hvorn enda (oftast heimagerður saumur). Þá voru loks
negldar spýtur, grennri en slárnar, innan á þær miðjar,
samhliða stuðlunum, til þess að halda grjótinu inni í
karinu.
Að koma kistunum og girðingunum fyrir svo vel
færi, var ekki áhlaupaverk, þegar áin var í vexti og
ónotalega köld, því að veiðitími mátti hefjast 1. júní,
en sem kunnugt er vorar oft seint á Norðurlandi, svo
að kuldar og vatnavextir voru tíðum langt fram í júní,
og á meðan er Laxáin bæði köld og oft vatnsmikil.
Hins vegar var freistandi að koma veiðitækjunum fyrir
svo fljótt sem fært þótti, og oft teflt á það tæpasta, enda
sjaldan gott viðfangs, nema þá í úrvalssumrum. Það var
því jafnan talin nokkur þrekraun að vinna verkið og
til þess valdir hinir hraustustu menn, er fáanlegir voru
í nágrenninu, og helzt þeir sömu ár eftir ár, er vel höfðu
reynzt og búnir voru að fá æfingu. Þó urðum við heima-
menn, sem væðir gátum talizt, að taka fullan þátt í at-
KAft
(MMHHKMBCIl
111
&RINO
W K15TUHAFUR
f RÖO
T UAXAKISTA
11 wnn
I KI5TA
A© OPAN
llllllllllllllllllllll ■
llllllllllllllllllllll |
&PELKAR
í HÁF
I
5
u.
‘I
w
111
!
230 Heima er bezt